Thursday, March 30, 2006

úffúff

Vikurnar þjóta hjá, mér líður eins og ég hafi bloggað síðast í gær en þá er akkúrat vika síðan :) En ég var sem sagt í fríi í dag og við rifum okkur upp á rassgatinu uppúr átta til að ná nú góðum skíðadegi.. Planið var að skíða í púðrinu upp á jökli, en þegar upp var komið sáum við það að hann var lokaður. Við prófuðum eina ferð og brautin var ömurleg og skyggnið enn verra! Þá var bara stefnt beint á Giggi í morgunmat og afslöppun :) Fórum svo nokkrar ferðir og renndum okkur svo niður á Schwarts til að fá okkur hádegismat. Eftir hann gripum við í spil og fréttum svo að við værum fastar þarna því að það var svo mikill vindur! við gátum farið einhverja svarta og ömurlega brekku niður en vildum það ekki og fengum einn sleðagaurinn til að skutla okkur upp svo við gætum rennt okkur niður hinumegin :)
En þetta var bara ljómandi fínn dagur, Guðrún var að prófa skíði sem hún er líklega að kaupa um þessar mundir þrátt fyrir að þau hafi ekki reynst henni vel í allan dag. í einni af fyrstu ferðunum okkar vorum við komin í stól á undan henni og svo allt í einu var lyftan stoppuð og við litum við og hvað haldiðið, liggur hún ekki bara kylliflöt fyrir framan lyftuna :)
En nú er ég komin heim í skítugt herbergið mitt og nenni engan vegin að laga til! úff þetta er erfitt líf hérna í Sölden :)

Thursday, March 23, 2006

Góður dagur..

jæja, þá er enn einn frídagurinn að verða búinn. Við byrjuðum hann með trompi, ég og Andrea, með því að fara út að hlaupa, fórum svo með Guðrúnu að sækja skíðapassann og fengum okkur svo pizzu upp á Gaislakogl.. mmm.. hvað hún var góð. Við ætluðum svo upp á jökul en þar sem klukkan var farin að ganga tvö eftir hádegismatinn ákváðum við bara að fara upp á Schwartskogl og kíkja á krakkana þar. Svo skíðuðum við bara niður á Giggi og hengjum þar þangað til það var kominn tími til að fara heim. Í kvöld er bara rólegheit og huggó.. spilakvöld, enda sjáum við fram á að helgin verði tekin með trompi :) En þetta voru öll merkilegheitin héðan (þó svo að ég gæti komið með fullt af dramasögum, það er sko nóg af þeim hér í sölden, en ég held að þær séu ekki prenthæfar:) )

Farin í sturtu...

Sunday, March 19, 2006

Internetið getur verið alveg ótrúlega skemmtilegur hlutur!

Þessa stundina er ég að reyna að halda business fund með Unu og Lilý til að reyna að ákveða framtíð gallans okkar, en það virðist ekki alveg vera að virka! Við ætluðum að halda þennan fund á föstudaginn og ég klúðraði því og gleymdi þessu og fór bara á Bistro :s en nú er Una komin inn aftur og ég ætla að reyna að nýta tímann á meðan hún tollir inn á netinu...

später..

Monday, March 13, 2006

Jamms og jæja...

Það er alveg ótrúlegt hvað maður ef opinn fyrir allskonar sýkingum og skít hérna, og það er alveg meira hvað ég er seinheppin manneskja! Heima kemur það varla fyrir að ég leggjist í rúmið, en hérna virðist oftar eitthvað vera að mér en hitt. Í síðustu vikur til dæmis byrjaði mig eitthvað að svíða í augað og svo daginn eftir vaknaði ég bara eins og Shrek (þó ekki Shrek 2 eins og yfirmaður minn benti kurteislega á því að hann hefði verið fallegur!) ég var öll bólgin í kringum augað. Ég dreif mig nú samt í vinnuna en eftir því sem leið á daginn skánaði vinstra augað en hægra varð bara helmingi verra fyrir vikið. Ég var farin að líta út fyrir að vera mjög þunglynd þar sem ég reyndi að lúta höfði eins og ég gat svo að fólk sæji þetta ekki og þegar ég spurði hvort að ég mætti ekki bara fara heim gekk það ekki, við erum svo undirmönnuð að það mátti bara ekki við því að missa einn starfsmann heim. Eftir vinnu fór ég svo bara beint til læknis og fékk einhverja dropa og þetta fór jafn fljótt og það kom. Ég er svo bara búin að vera þokkalega hress þangað til í dag ef maður lítur fram hjá nefrennsli og hnerrum. Í dag var ég svo að fara með vagn niður í þvottahús, sem er ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að þegar ég var að draga vagninn á eftir mér inn í lyftuna heyrði ég að einhver opnaði hana hinumegin frá og ég var svo forvitin að ég varð að kíkka, en samt hélt ég áfram að draga! Eftir smá stund fann ég bara nístandi sársauka á þumlinum, þá hafði hann lent á milli vagnsins og lyftuhurðarinnar (sem lokast alltaf sjálfkrafa en á ekki að gera það) Þannig að nú er ég með bólginn þumal! En egal... Mér líður svo sem vel að öðru leyti og Guðrún er að koma ekki á morgun ekki hinn heldur hinn :) Svo er nachtschilauf finale á miðvikudaginn og ég efast ekki um að ég eigi eftir að koma með eitthvað krassandi hér á fimmtudaginn :)

p.s. lyftan er aftur biluð og ég bý á fjórðu hæð :(

Thursday, March 02, 2006

Ég hata blog.central!

Jæja, nú er ég sko komin með nóg! ég er hætt að púkka upp á þetta blog.central.is, það er nú meira draslið. Ég var búin að sitja í svona hálftíma að skrifa ferðasögu frá Salzburg ferðinni okkar, en nei, hvað haldiði að hafi gerst þegar ég ýtti á staðfesta? jebb, þið giskuðuð öll rétt... það hvarf allt! En nú ætla ég að prófa þetta og ef þetta gengur ekki, þá yfirgef ég bloggheiminn! En jæja, taka tvö... Um 5 leytið í gær fórum ég, Helgi, Andrea og Ólöf í miklum flýti úr vinnunni því að við ætluðum að drífa okkur til Salzburg. Við pökkuðum í flýti og hoppuðum út í bílaleigubílinn sem beið okkar. Ferðin til borgarinnar gekk áfallalaust fyrir sig, þrátt fyrir að við vorum að keyra í myrkri á hraðbrautinni leið sem við höfðum aldrei farið áður. Þegar við komum svo til Salzburg fundum við bílastæðahús mjög misvæðis og ákváðum bara að geyma bílinn þar þangað til við færum heim. Þá hófst leitin að stað til að halla höfði þessa nóttina, sem var alveg að koma og við löbbuðum og löbbuðum. Við þurftum að leyta vel og lengi, því að ekki mátti þetta kosta mikið en þetta þurfti þó að sæma Andreu :) Við fundum svo á endanum hótel og skrifuðum á einhverja pappíra og fengum lyklana. Við þráðum ekkert heitar en að komast upp í rúm, en þegar við opnuðum hurðina að herberginu okkar gaus á móti okkur þessi vonda vonda lykt og Andrea var ekki lengi um að sannfæra okkur um að þetta væri ekki fínu fólki eins og okkur bjóðandi. Við strunsuðum því niður í móttöku aftur og skiluðum lyklunum. Enn á ný stóðum við á götum Salzburg með engan stað til að sofa á. Við fórum því að hótel sem við höfðum séð fyrr um kvöldið og fengum þar fjögurra manna herbergi á 115 evrur nóttina. Það er svo sem ekki mikið þegar búið er að deila þessu í fjóra og sérstaklega ekki fyrir okkur Andreu sem fengum þetta fínasta hjónarúm á meðan Ólöf og Helgi sváfu á einhverjum beddum :) Við hentum nú dótinu okkar bara inn og drifum okkur út aftur því að við þurftum að næra okkur. Það leit nú ekki út fyrir að vera mikið mál, því fyrir utan hótelið var þessi fínasti veitingastaður, við hlömmuðum okkur þar inn og völdum hvað við ætluðum að fá þegar Andrea sagði að það væri sko ekkert sem hana langaði í þarna og hana langaði eitthvað annað.. mein gott.. við skiluðum því matseðlunum og fórum út á götuna, sem við vorum um þetta leytið farin að þekkja eins og lófann á okkur. Við kíktum inn á nokkra veitingastaði en þeir voru allit búnir að loka, enda klukkan farin að nálgast miðnætti. Andrea ákvað að það væri þá betra að kaupa sér schinken käse toast í einhverjum pylsuvagni en að fara aftur á staðinn, þannig að við biðum á meðan hún skóflaði því í sig og æddum svo aftur inn á veitingastaðinn og settumst á borðið okkar :) Þar kom sami þjóninn til okkar og hefur líklega haldið að við værum meira en lítið skrítin :) Við pöntuðum okkur að borða en Andrea sat hjá með kakóbolla. En.. þegar hún sá matinn sem Helgi pantaði sér þá langaði hana líka í :) þannig að við pöntuðum aftur... en þetta endaði svo fljótlega bara upp á hóteli og allit voru saddir og glaðir :) Í morgun rifum við okkur svo á fætur klukkan hálf níu í morgun til að ná að fara á alla túristastaðina í bænum :) við byrjuðum nú bara á þessum fínasta morgunverði á hótelinu og fórum svo með allt dótið í bílinn. Svo löbbuðum við í Höll þarna rétt hjá, sem heitir Schloss Maribell, það er víst einvher sumarhöll sem einhver prins átti fyrir mörgum árum. Garðarnir vöru þvílíkt skipulagðir og ég get varla ýmindað mér hversu fallegt sé þarna að sumri til. Þegar við vorum búin að gleypa í okkur nægan fróðleik um þetta fórum við og kíktum í kaffi til Mozart og fræddumst allt um hans líf og störf, hann samdi víst fullt af tónlist.. En jæja, eftir það fórum við upp á einvherja hæð þar sem stendur gamall kastali, frekar skrítið að skoða þetta, þetta var alveg eins og í Lord of the Rings bara virkisveggir og svo innan í alveg nýr heimur, fróðir menn segja að þetta ku vera stærsti kastali í Evrópu! Svo kíktum við aðeins í kirkjugarðinn.. alveg óvart, en allavegana... svo var það dómkirkjan og þvílík fegurð! Þetta er án efa það fallegasta sem ég hef nokkru sinni séð! við tókum fullt af myndum og vonandi sína þær eitthvað, en það snerti mann alveg að vera þarna inni! Eftir dómkirkjuskoðun tókum við svo hestarúnt í gegnum gamla bæinn, sáum hestaþvottastöðina og svona, fengum alveg fullt af skemmtilegum fróðleik um borgina :) Þegar öllu þessu var lokið var skyldum okkar sem ferðamönnum líka lokið :) Þá tók við næring, því að það tekur sko á að vera túristi! og svo var það verslunargatan! Ég get nú reyndar ekki annað sagt en að ég hafi verið frekar svekkt með H&M en ég fann mér hins vegar puma skó :) þannig að ég gat farið glöð heim, eða svona næstum.. við heyrðum af intersport búð þarna í nágreninu og keyrðum þangað í leiðinni heim og við vorum nokkrum mínútum of sein, það liggur við að þau hafi læst á nefið á okkur! og hún var á þremur hæðum! En við fórum svo bara á McDonalds og brunuðum heim... eða við ætluðum allavegana að bruna heim. Það gekka alveg snuðrulaust fyrir sig fyrrihlutann og ég svaf meira að segja, en þegar við fórum að sjá bæjarnöfn sem við könnuðumst ekki alveg við fórum við að kíkja á kortið og hvað haldiði, fimm mínútur lengur og við hefðum verið komin niður til Ítalíu! úff og æ... við hefðum kannski átt að fyllast grunsemdum þegar við fórum í gegnum eitthvað áttfalt hlið (átta akgreinar) þar sem við þurftum að borga eitthvað tuttugu mínútum áður, en við mundum ekkert eftir þessu síðan í gær... hmm.. En jæja, það var ekkert annað að gera í stöðunni en að snúa við að komast aftur inn á beinu brautina.. og það gekk :) nú erum við komin heim sæl og glöð.. eða nei, svona endaði bloggið sem ég skrifaði áðan.. ég er ekki sæl og glöð núna að hafa þurft að skrifa þetta tvisvar! þannig að þetta endar bara þannig að það er eins gott að þið kvittið fyrir þegar þið eruð búin að lesa þetta, annars er ég hætt!