Thursday, November 08, 2007

Suðurferðin gekk vel, stóráfallalaust fyrir sig. Keyrðum rólega suður sökum veðurs en það var bara gaman, bílaleikir og skemmtilegheit. Föstudagurinn fór í verslunarleiðangur það var gaman, við gátum eytt alveg helling af peningum og komum hiem klifjuð af fötum. Kvöldið var rólegt, horfðum á útsvar og svo sænskan glæpaþátt. 100 ára skátastarfi var svo fagnað í Fífunni og þeir 4 tíma sem ég var þarna voru líklega hápunktur ferðarinnar! þetta var geggjað gaman. Um kvöldið var svo spilað, við Þórunn unnum teiknispilið með stæl og fórum sælar að sofa. Á sunnudagsmorgninum fórum við svo í keilu og við unnum keilumól Klakks 3. nóvember 2007.
Vikan er ekki búin að vera góð, hún er svo sem búin að ganga stóráfallalaust fyrir sig en það er sko nóg að gera, undirbúa árshátíð og vinna að tveimur hópverkefnum sem á að skila á þriðjudaginn.
Ég kúplaði mig út úr þessu öllu um daginn og setti jólalög á fóninn og leyfði mér að hlakka til jólanna.