Wednesday, September 27, 2006

Jæja þá..

Mig dreymdi í nótt að Óskar væri dáinn að því að við hugsuðum ekki nógu vel um hann :s Anna sérðu hann er ofarlega í huga mínum, mig er meira að segja farið að dreyma hann. Mig dreymdi líka að ég Una og Lilý værum í Sölden á leið í Sund og Darco var þarna (fyrir þá sem þekkja til) og hann var geggjað reiður að við skildum ekki hafa boðið honum með, hann var alveg brjálaður! Minnti mig bara á það þegar sagði ekki morgen við hann :)
Og talandi um Sund þá fór ég einmitt í Sund í gærkvöldi. Voðalega er mikið af krökkum í Sund-i svona á kvöldin, aldrei fór ég í Sund á kvöldin þegar ég var barn! reyndar fer ég ekki mikið í Sund, við Helgi föttuðum það að þetta er í fyrsta sinn sem við förum bara tvö í Sund :) Hvað ætli maður geti sagt orðið Sund oft í einni málsgrein? haha, það væri nú fyndið ef að Martin Sund myndi nú reka nefið inn á þessa síðu og þá heldur hann að ég sé geggjað að tala um hann og því ælta ég alltaf að hafa stóran staf í Sund :) Ohoho ég er svo ógisslega fyndin ;)
Baahh.. farin í skólan.. (þó ég væri alveg til í að vera frekar að fara í Sund)

Saturday, September 16, 2006

Svo stolt sko!

Það eru þrír hlutir sem gera mig stolta í dag:

  • ég gekk á Súlur!
  • ég mundi eftir myndavélinni
  • mér tókst að setja myndina inn á netið!

Takk fyrir :)















Tuesday, September 12, 2006

Vá hvað það skiptir öllu máli að kennarinn sé almennilegur! núna er ég búin að eyða 4 klukkutímum í tíma þar sem kennarinn er bara að tuða og lesa beint upp af glærunum og vá hvað þetta er tilgangaslaust bara í öllu! Ég hefði betur verið heima að lesa þetta sjálf!
arrg!

Saturday, September 02, 2006

Þá er maður byrjaður í enn einu átakinu... Ég og Una erum með stórar hugmyndir um litlar okkur ;) Það er bara gaman af því. Þannig að ég hugsa að næstu þrír mánuðir muni einkennast af því að vera alltaf að borða (á maður ekki að borað 6 litlar máltíðir á dag?) fara í ræktina og læra. Þegar ég sef dreymir mig meira að segja skólann! Það er langt í prófin og mig er strax farið að dreyma að ég komist ekki inn :s ég hlakka ekki til þegar nær dregur..