Tuesday, May 13, 2008

Lífið eftir barnsburð..

Jæja, ætli maður verði ekki að henda hér inn nokkrum línum um það hvernig lífið er að leika mann.
Seinni partinn 21. apríl fór ég að finna verki, ég áttaði mig á því að nú væri þetta að fara að byrja og pakkaði saman skóladótinu því ég sá ekki fram á að læra mikið meira fyrir prófin. Til að gera langa sögu stutta, kom sá stutti í heiminn 15:23, 22. apríl. Reyndar var hann ekkert svo stuttur, hann var 56cm og 4160gr takk fyrir pent. Fæðingin gekk vel og mænudeyfingin bjargaði lífi mínu. Þegar pjakkurinn var svo 6 daga fór ég í fyrsta prófið af 3. Þegar hann var svo tveggja vikna lauk þessu erfiða tímabili í lífi mínu, og ég gat farið að einbeita mér algjörlega að honum. Það var nú ljúft. Ég verð nú að segja að ég get ekki kvartað yfir litla snáðanum þar sem hann sefur bara og drekkur, eitthvað hefur maginn þó verið að angra hann núna síðustu dagana, en almennt er hann bara eins og hugur manns. þegar hann var 17 daga var hann búin að þyngjast um 650gr og ég segji bara geri aðrir betur, hann ætlar greinilega að verða stór og stæðilegur strákur:)
En ég ætla nú ekki að gera þetta að neinni barnalandssíðu, né heldur ætla ég að stofna eina slíka og því verður fólk bara að kíkja í heimsókn til okkar ef þeim langar að hitta kauða, við erum yfirleitt heima en ekki vitlaust að taka upp símann og hringja á undan sér.