Friday, December 15, 2006

Jæja...

þá sér fyrir endan á þessu.. síðasta prófið hefst eftir 45 mínútur.. fimmtudagsmorguninn 14. desember vaknaði ég klukkan átta og byrjaði að læra. Föstudagsmorguninn 15. desember laust fyrir klukkan átta lokaði ég bókunum! Ég hef heyrt að alvöru háskólafólk vaki aðfaranætur prófa.. ég vildi bara vera eins.

Tuesday, December 12, 2006

Ég hef heyrt það að því duglegri sem maður ert að gera eitthvað annað í prófunum en að læra, því hærri einkunn fær maður... Ætli það sé eitthvað til í þessu? allavegana er ég núna að leika hættulegan leik til að komast að því...
Til gamans (ef það skyldu vera fleiri en ég þarna úti sem vilja prófa tilgátu þá er ég bar upp hér að ofan)...

1. miðnafnið þitt:
2. Aldur:
3. Single or Taken:
4. Uppáhalds bíómynd:
5. Uppáhalds lag:
6. Uppáhaldshljómsveit:
7. Uppáhalds búð:
8. Tattoo eða göt:
9. Þekkjumst við persónulega?
10. Hver er tilgangurinn með lífinu?
11. Myndiru þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli?
12. Besta minningin þín um mig?
13. Myndir þú gefa mér nýra?
14. Segðu eitthvað skrýtið um þig:
15. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik?
16. Getum við hist og bakað köku?
17. Hefuru heyrt kjaftasögu um mig nýlega?
18. Talarðu eða hefurðu talað illa um mig?
19. Finnst þér ég vera góð manneskja?
20. Myndir þú keyra með mér hringinn í kringum landið?
21. Finnst þér ég vera aðlaðandi?
22. Hverju myndirðu vilja breyta í mínu fari?
23. Í hverju sefurðu?
24. Kæmirðu í heimsókn af tilefnislausu, bara til að hanga?
25. Ef við ættum einn dag ólifaðan, hvað myndum við gera?
26. Ætlarðu að setja þetta á þína síðu svo ég geti fyllt þetta út?

Saturday, December 02, 2006

Próf!

Ef orðinu próf er flett upp í íslenskri orðabók má sjá að það orð hefur ýmsar merkingar, hér eru nokkar:
  • áhyggjur
  • stress
  • svefnleysi
  • óhollt matarræði
  • enginn aflögu tími
  • magaverkur
  • þreyta
  • vanlíðan
  • ekkert Prison Break
  • enginn tími til að blogga
  • enginn tími til að lesa og kommenta á önnur blogg
  • varla tími til að hugsa um nuddgallann
  • erfitt að koma ræktinni að
  • það að þrífa ruslageymsluna verður spennandi (við erum einmitt fyrir svo ótrúlega heppin að vera með sameignina akkúrat í prófunum)
skýringarnar eru fleiri, ég hef bara ekki tíma til að skrifa þær hér. I will be back um miðjan desember, gangi ykkur vel í ykkar prófum!
-ciao-

Monday, November 27, 2006

Jáh, þá er skólinn búinn, engir fleiri 4faldir vefja- og frumulíffræði tímar, engir fleiri heimspekitímar þar sem hitamál á borð við líknardráp og fóstureyðingar eru rædd! Ég skrifa þetta ekki með söknuði, frekar kannaski ótta, ótta við það að nú á að fara að athuga hvort að ég sé ein af þeim 48 sem náði að troða mestri vitneskju inn í kollinn á mér.
Þetta er búið að vera viðburðaríkur dagur hjá mér.. ég byrjaði á því að vera á seinustu stundu í skólann, og hvað gerist þegar maður er á seinustu stundu? jú.. það fer eitthvað úrskeiðis. Í morgun var það þannig að ég kom út og ætlaði að opna bílinn minn, en þá var lásinn frosinn og ég gat það ekki, ég hringdi (af því að ég nennti ekki að labba upp) alveg brjáluð í Helga (eins og þetta væri honum að kenna..) og hann benti mér góðfúslega á að það væri lásasprey í súkkunni svo að ég arkaði snjóinn þangað (neibb, það er ekki búið að moka planið hjá okkur). eftir smá basl tókst að opna hurðina, en þá átti ég eftir að skafa og svo þegar það var loksins búið þannig að ég sæi (sjá í viðtengingarhætti þátíðar?) um það bil nóg út festi ég mig næstum á planinu (eins og áður kom fram er ekki búið að moka). Þetta allt saman leiddi af sér að ég mætti of seint í tíma. Svo var dagurinn frekar viðburðarlítill eftir þetta, þannig að kannski var þetta rangt sem ég sagði efst að þetta hefði verið viðburðarríkur dagur.. en allavegana spennandi morgun, og jú, ég fékk blaðið í ljósritunarvélinni á 1 krónu en það átti að kosta 10... dunununu
-yfir og út-

Wednesday, November 22, 2006

næstsíðasti skóladagurinn að hefjast, þetta er alveg að bresta á.. ég veit að ég hef ekkert sérstaklega merkilegt um að blogga, það er bara læridilær núna! eða jú, eitt merkilegt, ég á afmæli á morgun ;) til hamingju ég!
það er alveg ótrúlegt hvernig það vill alltaf gerast að það komi eitthvað uppá þegar maður er seinn, nú er ég með smá sögu af því. í gær vaknaði ég um 7 leytið og var ekkert sérstaklega sein, en svo fór Helgi í sturtu og ég ákvað að kúra aðeins á meðan af því að ég þurfti líka að fara í sturtu. þegar ég var búin að liggja til klukkan 15 mínútur yfir 7 gat ég ekki setið á mér lengur því að ég sá fram á að vera sein, þannig að ég fór fram í eldhús og fékk mér að borða og tók mig svo til í skólann.. þá loksins var Helgi búinn í sturtu. Þá var ég nú eiginlega komin í hann krappann með að mæta á réttum tíma í skólann. Ég ákvað að gefast ekki upp, ég skyldi geta þetta, ég hoppaði í sturtu og var snögg að, þurrkaði, makaði, málaði og klæddi mig... reddý í skólann á góðum tíma! En svo þurfti ég að teygja mig upp í skáp að sækja krem og um leið og ég er að taka það út byrja ég að sjá allt í sló mósjon, naglalakkið sér þarna leik á borði til að sleppa úr skápprísundinni og ég sé það hoppa niður á gólf, flísalagt baðherbergisgólfið! Og svo nokkrum mínútum seinna heyrði ég það smallast á gólfinu og lyktin gaus upp! Ohhh, það er ekki auðvelt að þrífa upp naglalakk. En ég spýtti bara í og þreif þetta og hljóp síðan út.. ooooog það þurfti að skafa, ég gerði 2 augu, þannig að ég rétt sá út, það reddaðist í þetta skiptið.
En gleðifréttir sem mér finnst vert að koma með er að Una er búin að panta sér flug til að koma í höfuðstað norðulands á milli jóla og nýárs! sjibbí!

Thursday, November 16, 2006

æ, það getur verið svo hrikalega pirrandi þegar þessi álfar eru að stríða manni og taka hlutina manns. ég lenti í því núna um daginn að týna veskinu mínu, ég bara skildi ekki hvar í ósköpunum það gæti verið og ég leitaði allsstaðar, ég leitaði í bílnum mínum og ég bókstaflega snéri íbúðinni á hvolf til að finna þetta veski. En allt kom fyrir ekki og ég var farin að hallast að því að ég hefði bara óvart hent því. Ég fór svo yfir það í huganum hvar ég hefði notað það síðast, hringdi svo niður í Nettó og það var ekki þar, hrindi svo í lögregluna og var að vona að einhver heiðarlegur borgari hefði skilað því, en það var ekki þar. ég var búin að gefa upp alla von og var bara eitthvað að brasa inn í herbergi þegar ég sé ekki kauða liggja bara í rúminu mínu! Ha!? ég átta mig ekki alveg á hvernig það hefur komist þangað og ég týndi því daginn áður og ég veit alveg að ég svaf sko ekki á því. Þannig að mín skýring á þessu er að álfarnir hafi fengið þetta lánað og hafi verið að skila því aftur.
En nú er skólinn að verða búinn hjá mér, bara 4 kennsludagar eftir, jiminn eini.

Monday, November 13, 2006

ég veit ekki...

hvernig ég get þakkað þeim nægilega sem hafa nennt að lesa bloggið mitt í gegnum tíðina, en ég ætla að prófa að gera það svona.

Sunday, November 12, 2006

Ef líf mitt væri kvikmynd (tekið af www.nifteindin.blogspot.com):

If our life was a movie, what would the soundtrack be?So, here's how it works:
1. Open your library (iTunes, Winamp, Media Player, iPod, etc)
2. Put it on shuffle
3. Press play
4. For every question, type the song that's playing
5. When you go to a new question, press the next button
6. Don't lie and try to pretend you're cool

Opening Credits:
Blur - Song 2

Waking Up:
Rokkum í kringum jólatré

First Day At School:
Bubbi - fatlafól

Falling In Love:
Tears and Rain - James Blunt

Fight Song:
Because of you - Kelly Clarkson

Breaking Up:
You can't hurry love - Dixie Chicks

SovayProm:
It's my life - Bon Jovi

Life:
Life of my own - 3 doors down

Mental breakdown:
Goodbye my lover - James Blunt

Driving:
Year 3000 - Busted

Flashback:
Aumingja Siggi - Bessi Bjarnason

Getting back together:
Stop in the name of love - Bang Gang

Wedding:
Rain Drops Keep falling on my Head - Burt Bacharach

Birth of Child:
In my Dreams - Wig Wam

Final Battle:
Mrs Robinson - Simon and Grafunkel

Death Scene:
Brimful of asha - Corneshop

Funeral Song:
Kung Fu Fighting - Fatboy Slim

End Credits:
In my life - The Beatles

Jáhá, svona væri lífi mínu sem sagt kvikmyndað, prófið þetta, þetta vekur ánægju :)

Thursday, November 09, 2006

Jæja, þá er próftaflan komin á hreint, ég er í prófum frá 4. des - 15. des. það verður án efa nóg að gera þangað til, ég hef nóg að læra, er í ræktinni, er skátaforingi, fer í krullu, er að vinna, rek fyrirtæki... hvað segiði, á ég skilið að komast inn :p neinei, þetta hljómar mikið en ég er nú samt búin að vera alveg gríðarlega dugleg.
En annars er ekki mikið að frétta.. ég er reyndar að fara að eyða peningum á eftir, alltaf gaman af því;) það er félagasala í 66° norður, einhverjir svaka afslættir og klárlega er ég að spara helling af pening ef ég bara kaupi mér nógu mikið :)

  • það eru 7 skóladagar eftir hjá mér!
  • ég á afmæli eftir 14 daga ;)
  • prófin byrja eftir 25 daga!
  • prófin eru búin eftir 36 daga!
  • jólin koma eftir 45 daga!
  • Vúhú!

Sunday, November 05, 2006

Hver hlakkar til jólanna!?!

Pant! ;)

Saturday, November 04, 2006

æh, stress.. ég er vöknuð klukkan 8 á laugardagsmorgni til að lesa vefja- og frumulíffræði, það er gaman af því. Það er ekkert mannlegt við klásus.. það eru allir stressaðir og einn slæmur dagur getur haft þvílík áhirf :s óh, ég er komin með stresshnút í magann, en upp að vissu marki hefur hann bara góð áhrif, án hans væri ég líklega sofandi núna :D en þar sem ég er að fara að vinna klukkan 10 - 15 og passa í kvöld þá er ágætt að ég reif mig á lappir! en ég ætla nú ekki að eyða öllum morgninum í að blogga, þá yrði ég svekkt, bara að setja inn nokkrar línur til að láta vita af mér..
ciao :)

Tuesday, October 24, 2006

Já, þetta ding hafði þessi svakalegu áhrif á mig, en þegar ég var að jafna mig á því þá gerðist svolítið annað.. ég var bara á æfingu í nýju íþróttinni minni og var að labba yfir svellið með svona sleipt (er þetta skrifað svona) undir öðrum fætinum þegar ég allt í einu flaug, og þá meina ég í orðins fyllstu merkingu, ég á rassinn. Takið smá tíma í að spá í þetta, þetta gerðist allt í sló mósjon að mér fannst frá því að ég fann að ég var ekki eins stöðug og ég vildi vera þar til ég lá á svellinu! jiminn hvað þetta hefði orðið fyndið ef ég hefði ekki meitt mig svona svakalega :,( ég ætlaði einhvernvegin að bjarga mér með því að setja hægra hendina fyrir mig en það gekk ekki alveg þannig að í staðin að hún myndi hjálpa eitthvað þá kramdi ég hana bara með öllum mínum þunga (sem er nú ábyggilega margfaldur þegar maður dettur úr svona mikilli hæð þar sem ég var að lenda úr flugi). en já þetta var alveg agalega sárt, hringurinn sem ég var með á puttanum beyglaðist meira að segja og mér er enn illt í einum puttanum. en marið á síðunni er eiginlega farið. En ég er farin að halda að ég sé hálfgerður klaufabárður, fyrst vinnuslysið, svo dingið og nú puttinn...

En ég geri nú ekki mikið þessa dagana annað en að læra og læra meira, einhvernvegin þjóta dagarnir áfram og jólin verða komina áður en maður nær að líta við, og ég kvíði því að þá er enn styttra í að prófin byrja. en um leið og þeim er lokið er ekkert nema sældarlíf í hálfan mánuð eða svo og ég fæ að sjá nánast alla þá sem mér þykir vænst um í heiminum! Lilý kemur heim frá Svíalandi, Tóta frá Nojaralandi, Helga og mamma frá Bretlandi og Una frá borg óttans og svo náttúrulega bara allir sem að maður er ekki búinn að hitta í ár og öld og það verður gaman að knúsa! En Inga, ég reikna með því að þú verðir í Þýskalandi, endurfundir verða að bíða betri tíma!
Kyss og knús!

Sunday, October 15, 2006

Vó!

Ég sat bara í mínum mestu makindum við skrifborðið mitt þegar allt í einu heyrist þessi ægilegu skruðningur og ég fékk stærsta "ding" sem ég hef fengið í ennið! það er sem sagt þannig að skrifborðið mitt er sett saman úr tveimur einingum, annar hlutinn er bara eins og venjulegt skrifborð og hinn hlutinn er eins og bak, sem er skrúfað á vegginn og þar eru litlar hillur. Allavegana ákváðu skrúfurnar að hætta að sinna sínu starfi og slepptu takinu á veggnum og skrifborðið datt á hausinn á mér! úff.. það var nú ekkert sérstaklega þægilegt! ætli ég endi ekki með tvær kúlur á enninu :s
-Yfir og út-
Valdís Naut!

Thursday, October 12, 2006

Börn

Ohh börn geta verið svo svakalega krúttleg! ég er ekki frá því að maður sakni þess þegar allt var svona einfalt! Það var nú þannig að í síðustu viku fórum ég og Rakel í skólana til að kynna skátastarf, okkur þótti ekki nóg að hafa 17 börn af 1200 á þessum aldri hér á Akureyri, þannig að við brunuðum af stað, ætluðum að taka tvo í síðustu viku, tvo í þessari og tvo í næstu. Við hættum nú snarlega við að fara í fjóra síðustu skólana sem voru eftir þegar á skátafund í síðustu viku mættu hvorki fleiri né færri en 66 börn! já það er nokkuð skal ég segja ykkur, og í gær mættu um 50! og við vorum guðs lifandi fegnar þessari fækkun :)
En sagan sem ég ætlaði að segja um börn og einfaldleika þeirra er eftirfarandi og gerist hún í Brekkuskóla eftir glærukynninguna okkar:

Barn A: hvað kostar að vera í skátunum?
Við: 12.000
Barn B: er hægt að borga með korti?
Við: Já (komst reyndar að því í dag að ég var að ljúga að barninu, það er víst ekki mögulegt)
Barn A: Ég held að ég geti ekki verið með, þetta kostar of mikið
Barn B: Já, en heyrðiru ekki hvað þær sögðu? það er hægt að borga með korti!

Tuesday, October 10, 2006

Jæja, vikan búin

Þá er vikan þar búin. Frá því klukkan 7 á mánudaginn hef ég verið að passa börnin hennar Kristínar og gera það sem til þarf. Þau eru nú ekki svo erfið, hálf fullorðin, en engu að síður er ég búin að vera bundin alla daga, allan daginn. Vá andinn ekki yfir mér! gott blogg Valdís :) Hey Lilý er komin á msn, ég ætla frekar að fara að tala við hana..

Sunday, October 01, 2006

Í vikunni er ég búin að...

.. finna mér nýja íþrótt til að iðka, og það er krulla, komin í lið og allt.
.. lenda í vinnuslysi. (já, ég vinn á Abaco heilsulind)
.. eignast Pálma
.. eyða meira en klukkutíma í kbbanka
.. vera bissnesfundi
.. læra ekki staf!
.. vera dugleg í rækt og mat
.. verðlauna það með feitum nammidegi
.. horfa á myndina Just like heaven
.. vaka yfir allri myndinni Just like Heaven
.. blogga tvisvar!

Wednesday, September 27, 2006

Jæja þá..

Mig dreymdi í nótt að Óskar væri dáinn að því að við hugsuðum ekki nógu vel um hann :s Anna sérðu hann er ofarlega í huga mínum, mig er meira að segja farið að dreyma hann. Mig dreymdi líka að ég Una og Lilý værum í Sölden á leið í Sund og Darco var þarna (fyrir þá sem þekkja til) og hann var geggjað reiður að við skildum ekki hafa boðið honum með, hann var alveg brjálaður! Minnti mig bara á það þegar sagði ekki morgen við hann :)
Og talandi um Sund þá fór ég einmitt í Sund í gærkvöldi. Voðalega er mikið af krökkum í Sund-i svona á kvöldin, aldrei fór ég í Sund á kvöldin þegar ég var barn! reyndar fer ég ekki mikið í Sund, við Helgi föttuðum það að þetta er í fyrsta sinn sem við förum bara tvö í Sund :) Hvað ætli maður geti sagt orðið Sund oft í einni málsgrein? haha, það væri nú fyndið ef að Martin Sund myndi nú reka nefið inn á þessa síðu og þá heldur hann að ég sé geggjað að tala um hann og því ælta ég alltaf að hafa stóran staf í Sund :) Ohoho ég er svo ógisslega fyndin ;)
Baahh.. farin í skólan.. (þó ég væri alveg til í að vera frekar að fara í Sund)

Saturday, September 16, 2006

Svo stolt sko!

Það eru þrír hlutir sem gera mig stolta í dag:

  • ég gekk á Súlur!
  • ég mundi eftir myndavélinni
  • mér tókst að setja myndina inn á netið!

Takk fyrir :)















Tuesday, September 12, 2006

Vá hvað það skiptir öllu máli að kennarinn sé almennilegur! núna er ég búin að eyða 4 klukkutímum í tíma þar sem kennarinn er bara að tuða og lesa beint upp af glærunum og vá hvað þetta er tilgangaslaust bara í öllu! Ég hefði betur verið heima að lesa þetta sjálf!
arrg!

Saturday, September 02, 2006

Þá er maður byrjaður í enn einu átakinu... Ég og Una erum með stórar hugmyndir um litlar okkur ;) Það er bara gaman af því. Þannig að ég hugsa að næstu þrír mánuðir muni einkennast af því að vera alltaf að borða (á maður ekki að borað 6 litlar máltíðir á dag?) fara í ræktina og læra. Þegar ég sef dreymir mig meira að segja skólann! Það er langt í prófin og mig er strax farið að dreyma að ég komist ekki inn :s ég hlakka ekki til þegar nær dregur..

Thursday, August 17, 2006

LUV ehf!

Ef einhver var að spá þá var þetta bara ósköp venjulegur dagur hjá mér, keypti mér diska í búið, hékk með stelpunum og stofnaði fyrirtæki :)

Saturday, August 12, 2006

Hvað er eiginlega eignafallið af plötur (eins og í hljómplata)?
nf. plötur
þf. plötur
þgf. plötum
ef. platna?

Ég vil nýta tækifærið til að minnast þess að Finnbogi sé búinn að vera í Reykjavík í 1 ár og það er rosalega sorglegt að hann hafi ekki heiðrað Akureyringa með nærveru sinni og það sem verra er að hann sér ekki fram á það fyrr en í fyrsta lagi um áramót! ég vil að allir sem lesa þetta taki eina mínútu í þögn.

Fiskidagurinn mikli svo á Dalvík í dag, maður ætti nú að gefa sér tíma í að kíkja á þetta einhvert árið.. maður heyrir að þetta sé svakalegt.

En ég er að tjaldvarðast hérna helt alene.. það eina sem heldur í mér lífinu er að Helga Valborg og Una ætla að koma með ís til mín í kvöld! (Af hverju ætli enginn hafi farið í bissness með heimsendingu á ís og nammi?? myndi það ekki blíva?)

Sumarið er búið og farið, skólinn byrjar á mánudaginn og ég fæ íbúðina mína eftir viku :) jiminn hvað maður verður myndarlegur í sinni eigin íbúð :p Drekagil verður staðurinn í vetur :) Rvk city svo á föstudaginn, mútta verður þarna og hún hefur hljómað jákvæð fyrir að kíkja í IKEA og jafnvel að hafa eitthvað fé meðferðis ;)

en jæja.. tjaldgestirnir bíða í röðum..

bis später
- Valdís-

Wednesday, August 09, 2006

Það ætti að vera bannað..

.. að fara fleira en eitt ár frá Akureyri! Það er ekki sanngjarnt að ég verði ein eftir á Akureyri. Una er að fara til Reykjavíkur, Þórunn til Noregs og Helga Valborg til Englands! Þetta skilur mig eina eftir með gamlingjunum Helga, Kára, Önnu og Jens.. :p

æ og ó ;)

Sunday, August 06, 2006

Erettekkert grín!

Vá hvað fólk er mikið fífl! Tjaldgestir bara skilja ekki að það sé ekki endurgreitt yfir verslunarmannahelgina og það áttar sig ekki á því af hverju það er dýrara að gista hérna yfir verslunarmannahelgina, við þurfum nú ekki nema að þrefalda mannskapinn hérna!
Fólk skilur heldur ekki af hverju það má ekki taka 16 ára ungling sinn með sér inn auk 4 vina hans... sem eru að fara að djamma!
Það sama fólk skilur ekki hvernig við getum liðið þenna hávað í þessu unga fólki á svæðinu, "hvernig er það, er þetta ekki fjölskyldusvæði?!?"
Já, fólk er fífl!

Thursday, July 27, 2006

Missing!!

Nokkrir mánuðir ársins hafa nú ekki látið sjá sig og talið er að þeir hafi farið saman af landi brott.. umræddir mánuðir halda sig yfirleitt saman og nefnast júní, júlí og ágúst. Síðast fréttist af þeim í lok maí. Þeir sem vita eitthvað um ferðir þeirra eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregluna á Akureyri. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á fólk og margir höfðu stór plön fyrir þessa sumarmánuði sem reyndist svo ekki unnt að framkvæma vegna tímaskorts! Skólinn byrjar eftir 18 daga...

Sunday, June 25, 2006

...

Það er svo vont að skera sig á blöðum! það er alveg ótrúleg miðað við hvað sárið er lítið! Ég held að það sé opinbert að ég á við tölvufötlun að stríða.. ég átti að prenta út nokkra einfalda reikninga, ýta á print og bíða þar til það væri búið að prenta allt, snúa þá blaðabunkanum við og ýta aftur á print. Hljómar einfalt ekki satt? mér tókst samt að vera meira en klukkutíma að þessu auk þess sem ég skar mig þrisvar sinnum í þumalfingurinn! bra Valdís, bra!

Ég kvíði fyrir næstu viku! það eru búin að skrá sig 17 litlir krakkar og tveir af þeim tala ekki íslensku, annar talar ensku og það kannski reddast, en hinn talar bara sænsku :s en þeir skilja víst einhverja íslensku, sem betur fer!

mmm.. matarlykt, farin að snæða...

Monday, June 05, 2006

bleehh

ég skil ekki hvernig fólk hefur hugmyndaflug í að blogga alltaf bara eitthvað bull.. ég er ekki þessi bullmanneskja, eða jú kannski, en ég er klárlega ekki þessi bloggbullmanneskja. Bloggið mitt er eiginlega svona meira tilkynningarvefur.. leiðinlegt!
(þetta var kannski svona bloggbullfærsla, en ég held að það sé ekki að marka þegar hún er um bloggbull.. eða er það?)

Saturday, June 03, 2006

Þá er allt fallið í réttar skorður..

Já, nú er allt eins og það á að vera.. ég er farin að vinna myrkranna á milli og ég vona að ég muni nú eiga einhvern pening eftir sumarið! Við Helgi ætluðum að leigja okkur íbúð í sumar, en ákváðum svo bara að við hefðum ekki efni á því og það væri ágætt að vera á Hótel Mömmu í eitt sumar enn.. svo er bara að athuga hvort að við komumst ekki bara í íbúð á vegum HA.. en úff hvað það er erfitt að fara að verða fullorðinn og þurfa að gera eitthvað gáfulegt.. ég á meira að segja eftir að sækja um í HA og umsóknafresturinn rennur út á mánduag.. eitthvað segir mér að ég muni brasa í þessu þann tiltekna mánudag... æ lífið er svo erfitt.. það væri nú gott að geta bara verið að fara aftur til Sölden þar sem lífið var alltaf (eða næstum alltaf) ljúft, engar áhyggjur, þar var bara svona Hakuna matata! æ og úff..

Saturday, May 27, 2006

Stundum er gott

.. að vera gleyminn! það er svo gott þegar maður kynnist aftur því sem maður var búinn að gleyma...

ég var búin að gleyma...

...hvað mömmumatur er óendanlega góður
...hvað Una mín er bestust í heimi!
...hvað Þórunn er frábær
...hvað það er gott að knúsa Lilý
...hvað Helga Valborg er mikill snillingur
...hvað það er leiðinlegt að læra fyrir próf
...hvað það er auðvelt að fara og gera eitthvað annað þegar maður á að vera að lesa fyrir próf
...hvað skyr er gott
...hvað ég á frábæra fjölskyldu!

Ég hlakka endalaust til þessa sumars! það verða allir á Akureyri og það verður ljúft!

Wednesday, May 24, 2006

ísland..

loksins.. ó Ísland :)

Sunday, May 21, 2006

London...

Tha er komid ad sidasta stoppi ferdarinnar, London.. vid erum nuna ad fara ad turistast eitthvad og kikka a helstu stadina sem eru her i bodi.. a morgun er svo stefnan a stone henge ef thad er ekki alltof langt i burtu, svo er thad bara island a thridjudaginn og akureyri a fimmtudaginn :) en nu erum vid ad fara ut i rigninguna (alltaf jafn heppin med vedur)

Tuesday, May 16, 2006

Thad er kominn timi til ad blogga..

eg se thad ad eg hef ekkert bloggad allt ferdalagid.. hmm.. en vid erum semsagt komin aftur til vinar eftir tveggja vikna husbilaferdalag! vid akvadum ad kikka adeins a netid adur en vid förum ut a flugvöll til ad fara til parisar! en eg nenni nu barasta eiginlega ekki ad skrfa nakvaema sögu um thad hvad vid erum buin ad gera a hverjum stad, eg skal bara frekar syna ykkur myndir og segja fra thegar eg kem heim :) lendi a islandi eftir viku :)

Monday, May 01, 2006

Jagababa

Tha er madur kominn i menningarborgina Vin! thad er ekkert sma sem madur "tharf" ad skoda herna! en ferdin hingad gekk alveg otrulega vel. Hun byrjadi reyndar med sma tarum, liklega saknadar og anaegju i senn.. en thegar vid vorum svo komin upp i leigubilinn og lögd af stad tok bara hraedsla vid! leigubilstjorinn sem keyrdi thetta hefur liklega keyrt tessa leid einum of oft og er heldur öruggur med sig og var 25 minutur ad skutla okkur leid sem vid höfdum reiknad med ad taekji 40 minutur. That leiddi af ser sma auka bid a lestarstödinni, en sem betur fer voru nammisjalfsalar sem sau til thess ad okkur leiddist ekki :) Thegar lestin kom svo, 10 minutur yfir 12 vorum vid aegilega bjartsyn og spurdum hvort ad vid maettum sofa thar sem vid vildum og hann benti okkur bara pent a ad vid vaerum ekki med mida i rum heldur thyrftum vid ad sofa i saetunum... thad voru nu samt frekar fair i lestinni thannig ad vid gatum breitt vel ur okkur ofan a töskum og ödrum taegilegheitum.. eftir thetta internetstopp erum vid svo ad fara ad rölta nidur ad Dona og svo er thad ice age 2! ja vid fundum bio sem er ekki döbbad!! en eg reyni ad lata vita af mer sem oftast og Una 16 dagar.. Lily 19 dagar og Helga 24 dagar!! p.s. Helga eggid kom ekki :,(

Wednesday, April 26, 2006

Þetta er lífið!

Já, svona á lífið sko að vera, við erum búin að vinna og erum bara í fríu fríi hérna í Ölpunum í rúma viku. Reyndar er færið ekki alveg upp á sitt besta núna, eini möguleikinn á að renna sér er upp á jökli, en þar er færið ekkert einu sinni frábært og þar fáum við ekki afslátt á mat, og það skal ég segja ykkur að það eru ekki nema einhverjir ríkisbubbar sem hafa efni á að kaupa þann mat á fullu verði. En þá er bara um að gera að reyna að sofa út og njóta lífsins :) Ferðalagið sem ég, Halla, Guðrún, Andrea, Jóhanna og Helgi (takið eftir kynjahlutföllum) erum að fara í byrjar svo líklega þann 30. apríl eða 1. maí.. það fer eftir því hvaða lest er best að taka til Vínar. Svo fáum við húsbílinn okkar snemma morguns 2. maí og brunum niður til Feneyja, næst liggur leiðin til Písa, svo Monokó og Nice, svo er það Mílanó þar sem við losum okkur við Jóhönnu :) og svo er haldið austur til Króatíu og Bosníu og svona :) En ég ætla nú ekkert að hafa þetta langt, en var að spá í að skella hér inn nokkrum myndum ef ég bý yfir þeirri kunnáttu :) Annars hafiði það gott, sjáumst í maí!
Æ og ó, ég kann það ekki og nenni ekki að eyða meiri tíma í það :)

Tuesday, April 11, 2006

Bloggleti..

Héðan er allt gott að frétta eins og venjulega :) Sumarið var næstum komið, farið að sjást í grænt gras og alles, en í morgun þegar ég leit út um gluggan var nánast bara stórhríð og allt orðið hvítt aftur! En það er nú bara gott, þá fáum við gott skíðafæri. Í morgun var svo staðfestingagjaldið fyrir húbílnum borgað og ferðalagið komið nokkurnvegin á hreint og Helgi er búinn að skrifa það inn á bloggið hjá sér, en í stuttu máli sagt er það Ítalía, suður strönd Frakklands, Ítalía, Serbía, Vín, París, London og svo Ísland :) 23. maí mun ég reikna með fylktu liði á Keflavíkurflugvelli þar sem ég lendi með kvöldflugi Iceland express :) ég hlakka nú ekkert lítið til þess! Helga Valborg, þú getur farið að ákveða hvað þú ætlar að baka handa mér, það er að segja ef þú verður enn í borginni :) En ég held að ég fari að láta þetta gott heita...

Thursday, March 30, 2006

úffúff

Vikurnar þjóta hjá, mér líður eins og ég hafi bloggað síðast í gær en þá er akkúrat vika síðan :) En ég var sem sagt í fríi í dag og við rifum okkur upp á rassgatinu uppúr átta til að ná nú góðum skíðadegi.. Planið var að skíða í púðrinu upp á jökli, en þegar upp var komið sáum við það að hann var lokaður. Við prófuðum eina ferð og brautin var ömurleg og skyggnið enn verra! Þá var bara stefnt beint á Giggi í morgunmat og afslöppun :) Fórum svo nokkrar ferðir og renndum okkur svo niður á Schwarts til að fá okkur hádegismat. Eftir hann gripum við í spil og fréttum svo að við værum fastar þarna því að það var svo mikill vindur! við gátum farið einhverja svarta og ömurlega brekku niður en vildum það ekki og fengum einn sleðagaurinn til að skutla okkur upp svo við gætum rennt okkur niður hinumegin :)
En þetta var bara ljómandi fínn dagur, Guðrún var að prófa skíði sem hún er líklega að kaupa um þessar mundir þrátt fyrir að þau hafi ekki reynst henni vel í allan dag. í einni af fyrstu ferðunum okkar vorum við komin í stól á undan henni og svo allt í einu var lyftan stoppuð og við litum við og hvað haldiðið, liggur hún ekki bara kylliflöt fyrir framan lyftuna :)
En nú er ég komin heim í skítugt herbergið mitt og nenni engan vegin að laga til! úff þetta er erfitt líf hérna í Sölden :)

Thursday, March 23, 2006

Góður dagur..

jæja, þá er enn einn frídagurinn að verða búinn. Við byrjuðum hann með trompi, ég og Andrea, með því að fara út að hlaupa, fórum svo með Guðrúnu að sækja skíðapassann og fengum okkur svo pizzu upp á Gaislakogl.. mmm.. hvað hún var góð. Við ætluðum svo upp á jökul en þar sem klukkan var farin að ganga tvö eftir hádegismatinn ákváðum við bara að fara upp á Schwartskogl og kíkja á krakkana þar. Svo skíðuðum við bara niður á Giggi og hengjum þar þangað til það var kominn tími til að fara heim. Í kvöld er bara rólegheit og huggó.. spilakvöld, enda sjáum við fram á að helgin verði tekin með trompi :) En þetta voru öll merkilegheitin héðan (þó svo að ég gæti komið með fullt af dramasögum, það er sko nóg af þeim hér í sölden, en ég held að þær séu ekki prenthæfar:) )

Farin í sturtu...

Sunday, March 19, 2006

Internetið getur verið alveg ótrúlega skemmtilegur hlutur!

Þessa stundina er ég að reyna að halda business fund með Unu og Lilý til að reyna að ákveða framtíð gallans okkar, en það virðist ekki alveg vera að virka! Við ætluðum að halda þennan fund á föstudaginn og ég klúðraði því og gleymdi þessu og fór bara á Bistro :s en nú er Una komin inn aftur og ég ætla að reyna að nýta tímann á meðan hún tollir inn á netinu...

später..

Monday, March 13, 2006

Jamms og jæja...

Það er alveg ótrúlegt hvað maður ef opinn fyrir allskonar sýkingum og skít hérna, og það er alveg meira hvað ég er seinheppin manneskja! Heima kemur það varla fyrir að ég leggjist í rúmið, en hérna virðist oftar eitthvað vera að mér en hitt. Í síðustu vikur til dæmis byrjaði mig eitthvað að svíða í augað og svo daginn eftir vaknaði ég bara eins og Shrek (þó ekki Shrek 2 eins og yfirmaður minn benti kurteislega á því að hann hefði verið fallegur!) ég var öll bólgin í kringum augað. Ég dreif mig nú samt í vinnuna en eftir því sem leið á daginn skánaði vinstra augað en hægra varð bara helmingi verra fyrir vikið. Ég var farin að líta út fyrir að vera mjög þunglynd þar sem ég reyndi að lúta höfði eins og ég gat svo að fólk sæji þetta ekki og þegar ég spurði hvort að ég mætti ekki bara fara heim gekk það ekki, við erum svo undirmönnuð að það mátti bara ekki við því að missa einn starfsmann heim. Eftir vinnu fór ég svo bara beint til læknis og fékk einhverja dropa og þetta fór jafn fljótt og það kom. Ég er svo bara búin að vera þokkalega hress þangað til í dag ef maður lítur fram hjá nefrennsli og hnerrum. Í dag var ég svo að fara með vagn niður í þvottahús, sem er ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að þegar ég var að draga vagninn á eftir mér inn í lyftuna heyrði ég að einhver opnaði hana hinumegin frá og ég var svo forvitin að ég varð að kíkka, en samt hélt ég áfram að draga! Eftir smá stund fann ég bara nístandi sársauka á þumlinum, þá hafði hann lent á milli vagnsins og lyftuhurðarinnar (sem lokast alltaf sjálfkrafa en á ekki að gera það) Þannig að nú er ég með bólginn þumal! En egal... Mér líður svo sem vel að öðru leyti og Guðrún er að koma ekki á morgun ekki hinn heldur hinn :) Svo er nachtschilauf finale á miðvikudaginn og ég efast ekki um að ég eigi eftir að koma með eitthvað krassandi hér á fimmtudaginn :)

p.s. lyftan er aftur biluð og ég bý á fjórðu hæð :(

Thursday, March 02, 2006

Ég hata blog.central!

Jæja, nú er ég sko komin með nóg! ég er hætt að púkka upp á þetta blog.central.is, það er nú meira draslið. Ég var búin að sitja í svona hálftíma að skrifa ferðasögu frá Salzburg ferðinni okkar, en nei, hvað haldiði að hafi gerst þegar ég ýtti á staðfesta? jebb, þið giskuðuð öll rétt... það hvarf allt! En nú ætla ég að prófa þetta og ef þetta gengur ekki, þá yfirgef ég bloggheiminn! En jæja, taka tvö... Um 5 leytið í gær fórum ég, Helgi, Andrea og Ólöf í miklum flýti úr vinnunni því að við ætluðum að drífa okkur til Salzburg. Við pökkuðum í flýti og hoppuðum út í bílaleigubílinn sem beið okkar. Ferðin til borgarinnar gekk áfallalaust fyrir sig, þrátt fyrir að við vorum að keyra í myrkri á hraðbrautinni leið sem við höfðum aldrei farið áður. Þegar við komum svo til Salzburg fundum við bílastæðahús mjög misvæðis og ákváðum bara að geyma bílinn þar þangað til við færum heim. Þá hófst leitin að stað til að halla höfði þessa nóttina, sem var alveg að koma og við löbbuðum og löbbuðum. Við þurftum að leyta vel og lengi, því að ekki mátti þetta kosta mikið en þetta þurfti þó að sæma Andreu :) Við fundum svo á endanum hótel og skrifuðum á einhverja pappíra og fengum lyklana. Við þráðum ekkert heitar en að komast upp í rúm, en þegar við opnuðum hurðina að herberginu okkar gaus á móti okkur þessi vonda vonda lykt og Andrea var ekki lengi um að sannfæra okkur um að þetta væri ekki fínu fólki eins og okkur bjóðandi. Við strunsuðum því niður í móttöku aftur og skiluðum lyklunum. Enn á ný stóðum við á götum Salzburg með engan stað til að sofa á. Við fórum því að hótel sem við höfðum séð fyrr um kvöldið og fengum þar fjögurra manna herbergi á 115 evrur nóttina. Það er svo sem ekki mikið þegar búið er að deila þessu í fjóra og sérstaklega ekki fyrir okkur Andreu sem fengum þetta fínasta hjónarúm á meðan Ólöf og Helgi sváfu á einhverjum beddum :) Við hentum nú dótinu okkar bara inn og drifum okkur út aftur því að við þurftum að næra okkur. Það leit nú ekki út fyrir að vera mikið mál, því fyrir utan hótelið var þessi fínasti veitingastaður, við hlömmuðum okkur þar inn og völdum hvað við ætluðum að fá þegar Andrea sagði að það væri sko ekkert sem hana langaði í þarna og hana langaði eitthvað annað.. mein gott.. við skiluðum því matseðlunum og fórum út á götuna, sem við vorum um þetta leytið farin að þekkja eins og lófann á okkur. Við kíktum inn á nokkra veitingastaði en þeir voru allit búnir að loka, enda klukkan farin að nálgast miðnætti. Andrea ákvað að það væri þá betra að kaupa sér schinken käse toast í einhverjum pylsuvagni en að fara aftur á staðinn, þannig að við biðum á meðan hún skóflaði því í sig og æddum svo aftur inn á veitingastaðinn og settumst á borðið okkar :) Þar kom sami þjóninn til okkar og hefur líklega haldið að við værum meira en lítið skrítin :) Við pöntuðum okkur að borða en Andrea sat hjá með kakóbolla. En.. þegar hún sá matinn sem Helgi pantaði sér þá langaði hana líka í :) þannig að við pöntuðum aftur... en þetta endaði svo fljótlega bara upp á hóteli og allit voru saddir og glaðir :) Í morgun rifum við okkur svo á fætur klukkan hálf níu í morgun til að ná að fara á alla túristastaðina í bænum :) við byrjuðum nú bara á þessum fínasta morgunverði á hótelinu og fórum svo með allt dótið í bílinn. Svo löbbuðum við í Höll þarna rétt hjá, sem heitir Schloss Maribell, það er víst einvher sumarhöll sem einhver prins átti fyrir mörgum árum. Garðarnir vöru þvílíkt skipulagðir og ég get varla ýmindað mér hversu fallegt sé þarna að sumri til. Þegar við vorum búin að gleypa í okkur nægan fróðleik um þetta fórum við og kíktum í kaffi til Mozart og fræddumst allt um hans líf og störf, hann samdi víst fullt af tónlist.. En jæja, eftir það fórum við upp á einvherja hæð þar sem stendur gamall kastali, frekar skrítið að skoða þetta, þetta var alveg eins og í Lord of the Rings bara virkisveggir og svo innan í alveg nýr heimur, fróðir menn segja að þetta ku vera stærsti kastali í Evrópu! Svo kíktum við aðeins í kirkjugarðinn.. alveg óvart, en allavegana... svo var það dómkirkjan og þvílík fegurð! Þetta er án efa það fallegasta sem ég hef nokkru sinni séð! við tókum fullt af myndum og vonandi sína þær eitthvað, en það snerti mann alveg að vera þarna inni! Eftir dómkirkjuskoðun tókum við svo hestarúnt í gegnum gamla bæinn, sáum hestaþvottastöðina og svona, fengum alveg fullt af skemmtilegum fróðleik um borgina :) Þegar öllu þessu var lokið var skyldum okkar sem ferðamönnum líka lokið :) Þá tók við næring, því að það tekur sko á að vera túristi! og svo var það verslunargatan! Ég get nú reyndar ekki annað sagt en að ég hafi verið frekar svekkt með H&M en ég fann mér hins vegar puma skó :) þannig að ég gat farið glöð heim, eða svona næstum.. við heyrðum af intersport búð þarna í nágreninu og keyrðum þangað í leiðinni heim og við vorum nokkrum mínútum of sein, það liggur við að þau hafi læst á nefið á okkur! og hún var á þremur hæðum! En við fórum svo bara á McDonalds og brunuðum heim... eða við ætluðum allavegana að bruna heim. Það gekka alveg snuðrulaust fyrir sig fyrrihlutann og ég svaf meira að segja, en þegar við fórum að sjá bæjarnöfn sem við könnuðumst ekki alveg við fórum við að kíkja á kortið og hvað haldiði, fimm mínútur lengur og við hefðum verið komin niður til Ítalíu! úff og æ... við hefðum kannski átt að fyllast grunsemdum þegar við fórum í gegnum eitthvað áttfalt hlið (átta akgreinar) þar sem við þurftum að borga eitthvað tuttugu mínútum áður, en við mundum ekkert eftir þessu síðan í gær... hmm.. En jæja, það var ekkert annað að gera í stöðunni en að snúa við að komast aftur inn á beinu brautina.. og það gekk :) nú erum við komin heim sæl og glöð.. eða nei, svona endaði bloggið sem ég skrifaði áðan.. ég er ekki sæl og glöð núna að hafa þurft að skrifa þetta tvisvar! þannig að þetta endar bara þannig að það er eins gott að þið kvittið fyrir þegar þið eruð búin að lesa þetta, annars er ég hætt!