Saturday, June 03, 2006
Þá er allt fallið í réttar skorður..
Já, nú er allt eins og það á að vera.. ég er farin að vinna myrkranna á milli og ég vona að ég muni nú eiga einhvern pening eftir sumarið! Við Helgi ætluðum að leigja okkur íbúð í sumar, en ákváðum svo bara að við hefðum ekki efni á því og það væri ágætt að vera á Hótel Mömmu í eitt sumar enn.. svo er bara að athuga hvort að við komumst ekki bara í íbúð á vegum HA.. en úff hvað það er erfitt að fara að verða fullorðinn og þurfa að gera eitthvað gáfulegt.. ég á meira að segja eftir að sækja um í HA og umsóknafresturinn rennur út á mánduag.. eitthvað segir mér að ég muni brasa í þessu þann tiltekna mánudag... æ lífið er svo erfitt.. það væri nú gott að geta bara verið að fara aftur til Sölden þar sem lífið var alltaf (eða næstum alltaf) ljúft, engar áhyggjur, þar var bara svona Hakuna matata! æ og úff..
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment