Monday, November 27, 2006

Jáh, þá er skólinn búinn, engir fleiri 4faldir vefja- og frumulíffræði tímar, engir fleiri heimspekitímar þar sem hitamál á borð við líknardráp og fóstureyðingar eru rædd! Ég skrifa þetta ekki með söknuði, frekar kannaski ótta, ótta við það að nú á að fara að athuga hvort að ég sé ein af þeim 48 sem náði að troða mestri vitneskju inn í kollinn á mér.
Þetta er búið að vera viðburðaríkur dagur hjá mér.. ég byrjaði á því að vera á seinustu stundu í skólann, og hvað gerist þegar maður er á seinustu stundu? jú.. það fer eitthvað úrskeiðis. Í morgun var það þannig að ég kom út og ætlaði að opna bílinn minn, en þá var lásinn frosinn og ég gat það ekki, ég hringdi (af því að ég nennti ekki að labba upp) alveg brjáluð í Helga (eins og þetta væri honum að kenna..) og hann benti mér góðfúslega á að það væri lásasprey í súkkunni svo að ég arkaði snjóinn þangað (neibb, það er ekki búið að moka planið hjá okkur). eftir smá basl tókst að opna hurðina, en þá átti ég eftir að skafa og svo þegar það var loksins búið þannig að ég sæi (sjá í viðtengingarhætti þátíðar?) um það bil nóg út festi ég mig næstum á planinu (eins og áður kom fram er ekki búið að moka). Þetta allt saman leiddi af sér að ég mætti of seint í tíma. Svo var dagurinn frekar viðburðarlítill eftir þetta, þannig að kannski var þetta rangt sem ég sagði efst að þetta hefði verið viðburðarríkur dagur.. en allavegana spennandi morgun, og jú, ég fékk blaðið í ljósritunarvélinni á 1 krónu en það átti að kosta 10... dunununu
-yfir og út-

5 comments:

Þórunn Edda said...

já, líka síðasti heimspekitíminn hjá mér í dag...

bless bless sókrates og allir þínir starfsbræður...sniff sniff! og BLESSBLESS språk og argumentasjoan i humaniora...party party!

Una said...

Mér finnst ég mjög oft vera fyrst að kommenta. Ég ætti kannski að gera þetta að ævistarfi mínu!

Mundu, þetta verður búið áður en þú veist af :o)

Una said...

ÞÓRUNN! Goddamnit, ég hélt ég væri fyrst, svo bara laumast þú til að kommenta Á MEÐAN ég er að kommenta. En ómerkilegt.

(Djóóók, ein voða æst)

Staðfestingarkóðinn minn er donih. Donihnn þinn!

Anonymous said...

Jæja liti púkinn minn!
Gangi þér nú sem allra allra best í prófunum! Ég er einmitt að fara í mitt fyrsta á MORGUN! :S

Mvh - andrea

Anonymous said...

Hehehehe...Valdís, þú hefur þann hæfileika að vera alltaf á síðustu stundu:)