Sunday, August 06, 2006

Erettekkert grín!

Vá hvað fólk er mikið fífl! Tjaldgestir bara skilja ekki að það sé ekki endurgreitt yfir verslunarmannahelgina og það áttar sig ekki á því af hverju það er dýrara að gista hérna yfir verslunarmannahelgina, við þurfum nú ekki nema að þrefalda mannskapinn hérna!
Fólk skilur heldur ekki af hverju það má ekki taka 16 ára ungling sinn með sér inn auk 4 vina hans... sem eru að fara að djamma!
Það sama fólk skilur ekki hvernig við getum liðið þenna hávað í þessu unga fólki á svæðinu, "hvernig er það, er þetta ekki fjölskyldusvæði?!?"
Já, fólk er fífl!

1 comment:

Una said...

Já. Allir sem nokkurn tímann hafa starfað við þjónustu vita að þetta er eitt af lögmálum lífsins, svona eins og að himinninn er blár og besta kaka í heimi er ekkert endilega best (hún bara heitir þetta): Fólk er fífl.

(Góður formáli að góðum punkti)