Saturday, August 12, 2006

Hvað er eiginlega eignafallið af plötur (eins og í hljómplata)?
nf. plötur
þf. plötur
þgf. plötum
ef. platna?

Ég vil nýta tækifærið til að minnast þess að Finnbogi sé búinn að vera í Reykjavík í 1 ár og það er rosalega sorglegt að hann hafi ekki heiðrað Akureyringa með nærveru sinni og það sem verra er að hann sér ekki fram á það fyrr en í fyrsta lagi um áramót! ég vil að allir sem lesa þetta taki eina mínútu í þögn.

Fiskidagurinn mikli svo á Dalvík í dag, maður ætti nú að gefa sér tíma í að kíkja á þetta einhvert árið.. maður heyrir að þetta sé svakalegt.

En ég er að tjaldvarðast hérna helt alene.. það eina sem heldur í mér lífinu er að Helga Valborg og Una ætla að koma með ís til mín í kvöld! (Af hverju ætli enginn hafi farið í bissness með heimsendingu á ís og nammi?? myndi það ekki blíva?)

Sumarið er búið og farið, skólinn byrjar á mánudaginn og ég fæ íbúðina mína eftir viku :) jiminn hvað maður verður myndarlegur í sinni eigin íbúð :p Drekagil verður staðurinn í vetur :) Rvk city svo á föstudaginn, mútta verður þarna og hún hefur hljómað jákvæð fyrir að kíkja í IKEA og jafnvel að hafa eitthvað fé meðferðis ;)

en jæja.. tjaldgestirnir bíða í röðum..

bis später
- Valdís-

5 comments:

Anonymous said...

ég er djúpt snortinn...

Þórunn Edda said...

ég líka...

en langar mömmu þína ekki að koma til Noregs og fara í IKEA með mér? :o)

Valdís Ösp said...

tja, það er kannski hægt að reyna að fá hana til þess.. ;)

Una said...

Ég held platna.

Mikið rosalega hlakka ég til að koma í matarboð til þín :o)

Anonymous said...

Rosalega var þetta alþjóðleg bloggfærsla hjá þér;)

Ég er líka að tjaldvarðast helt alene.