Thursday, July 27, 2006

Missing!!

Nokkrir mánuðir ársins hafa nú ekki látið sjá sig og talið er að þeir hafi farið saman af landi brott.. umræddir mánuðir halda sig yfirleitt saman og nefnast júní, júlí og ágúst. Síðast fréttist af þeim í lok maí. Þeir sem vita eitthvað um ferðir þeirra eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregluna á Akureyri. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á fólk og margir höfðu stór plön fyrir þessa sumarmánuði sem reyndist svo ekki unnt að framkvæma vegna tímaskorts! Skólinn byrjar eftir 18 daga...