Já, þetta ding hafði þessi svakalegu áhrif á mig, en þegar ég var að jafna mig á því þá gerðist svolítið annað.. ég var bara á æfingu í nýju íþróttinni minni og var að labba yfir svellið með svona sleipt (er þetta skrifað svona) undir öðrum fætinum þegar ég allt í einu flaug, og þá meina ég í orðins fyllstu merkingu, ég á rassinn. Takið smá tíma í að spá í þetta, þetta gerðist allt í sló mósjon að mér fannst frá því að ég fann að ég var ekki eins stöðug og ég vildi vera þar til ég lá á svellinu! jiminn hvað þetta hefði orðið fyndið ef ég hefði ekki meitt mig svona svakalega :,( ég ætlaði einhvernvegin að bjarga mér með því að setja hægra hendina fyrir mig en það gekk ekki alveg þannig að í staðin að hún myndi hjálpa eitthvað þá kramdi ég hana bara með öllum mínum þunga (sem er nú ábyggilega margfaldur þegar maður dettur úr svona mikilli hæð þar sem ég var að lenda úr flugi). en já þetta var alveg agalega sárt, hringurinn sem ég var með á puttanum beyglaðist meira að segja og mér er enn illt í einum puttanum. en marið á síðunni er eiginlega farið. En ég er farin að halda að ég sé hálfgerður klaufabárður, fyrst vinnuslysið, svo dingið og nú puttinn...
En ég geri nú ekki mikið þessa dagana annað en að læra og læra meira, einhvernvegin þjóta dagarnir áfram og jólin verða komina áður en maður nær að líta við, og ég kvíði því að þá er enn styttra í að prófin byrja. en um leið og þeim er lokið er ekkert nema sældarlíf í hálfan mánuð eða svo og ég fæ að sjá nánast alla þá sem mér þykir vænst um í heiminum! Lilý kemur heim frá Svíalandi, Tóta frá Nojaralandi, Helga og mamma frá Bretlandi og Una frá borg óttans og svo náttúrulega bara allir sem að maður er ekki búinn að hitta í ár og öld og það verður gaman að knúsa! En Inga, ég reikna með því að þú verðir í Þýskalandi, endurfundir verða að bíða betri tíma!
Kyss og knús!
Tuesday, October 24, 2006
Sunday, October 15, 2006
Vó!
Ég sat bara í mínum mestu makindum við skrifborðið mitt þegar allt í einu heyrist þessi ægilegu skruðningur og ég fékk stærsta "ding" sem ég hef fengið í ennið! það er sem sagt þannig að skrifborðið mitt er sett saman úr tveimur einingum, annar hlutinn er bara eins og venjulegt skrifborð og hinn hlutinn er eins og bak, sem er skrúfað á vegginn og þar eru litlar hillur. Allavegana ákváðu skrúfurnar að hætta að sinna sínu starfi og slepptu takinu á veggnum og skrifborðið datt á hausinn á mér! úff.. það var nú ekkert sérstaklega þægilegt! ætli ég endi ekki með tvær kúlur á enninu :s
-Yfir og út-
Valdís Naut!
-Yfir og út-
Valdís Naut!
Thursday, October 12, 2006
Börn
Ohh börn geta verið svo svakalega krúttleg! ég er ekki frá því að maður sakni þess þegar allt var svona einfalt! Það var nú þannig að í síðustu viku fórum ég og Rakel í skólana til að kynna skátastarf, okkur þótti ekki nóg að hafa 17 börn af 1200 á þessum aldri hér á Akureyri, þannig að við brunuðum af stað, ætluðum að taka tvo í síðustu viku, tvo í þessari og tvo í næstu. Við hættum nú snarlega við að fara í fjóra síðustu skólana sem voru eftir þegar á skátafund í síðustu viku mættu hvorki fleiri né færri en 66 börn! já það er nokkuð skal ég segja ykkur, og í gær mættu um 50! og við vorum guðs lifandi fegnar þessari fækkun :)
En sagan sem ég ætlaði að segja um börn og einfaldleika þeirra er eftirfarandi og gerist hún í Brekkuskóla eftir glærukynninguna okkar:
Barn A: hvað kostar að vera í skátunum?
Við: 12.000
Barn B: er hægt að borga með korti?
Við: Já (komst reyndar að því í dag að ég var að ljúga að barninu, það er víst ekki mögulegt)
Barn A: Ég held að ég geti ekki verið með, þetta kostar of mikið
Barn B: Já, en heyrðiru ekki hvað þær sögðu? það er hægt að borga með korti!
En sagan sem ég ætlaði að segja um börn og einfaldleika þeirra er eftirfarandi og gerist hún í Brekkuskóla eftir glærukynninguna okkar:
Barn A: hvað kostar að vera í skátunum?
Við: 12.000
Barn B: er hægt að borga með korti?
Við: Já (komst reyndar að því í dag að ég var að ljúga að barninu, það er víst ekki mögulegt)
Barn A: Ég held að ég geti ekki verið með, þetta kostar of mikið
Barn B: Já, en heyrðiru ekki hvað þær sögðu? það er hægt að borga með korti!
Tuesday, October 10, 2006
Jæja, vikan búin
Þá er vikan þar búin. Frá því klukkan 7 á mánudaginn hef ég verið að passa börnin hennar Kristínar og gera það sem til þarf. Þau eru nú ekki svo erfið, hálf fullorðin, en engu að síður er ég búin að vera bundin alla daga, allan daginn. Vá andinn ekki yfir mér! gott blogg Valdís :) Hey Lilý er komin á msn, ég ætla frekar að fara að tala við hana..
Sunday, October 01, 2006
Í vikunni er ég búin að...
.. finna mér nýja íþrótt til að iðka, og það er krulla, komin í lið og allt.
.. lenda í vinnuslysi. (já, ég vinn á Abaco heilsulind)
.. eignast Pálma
.. eyða meira en klukkutíma í kbbanka
.. vera bissnesfundi
.. læra ekki staf!
.. vera dugleg í rækt og mat
.. verðlauna það með feitum nammidegi
.. horfa á myndina Just like heaven
.. vaka yfir allri myndinni Just like Heaven
.. blogga tvisvar!
.. lenda í vinnuslysi. (já, ég vinn á Abaco heilsulind)
.. eignast Pálma
.. eyða meira en klukkutíma í kbbanka
.. vera bissnesfundi
.. læra ekki staf!
.. vera dugleg í rækt og mat
.. verðlauna það með feitum nammidegi
.. horfa á myndina Just like heaven
.. vaka yfir allri myndinni Just like Heaven
.. blogga tvisvar!
Subscribe to:
Posts (Atom)