Monday, January 22, 2007

Eirðarlaus.is

Ég veit ekki hvað ég á að gera í þessu, ég er svo hrikalega eiðrarlaus þessa dagana, og eiginlega bara alveg síðan ný önn byrjaði. Ég get ekki fengið mig til að einbeita mér að neinu í meira en 10 mínútur. Ég er alveg úti að aka í tímum í skólanum og gæti allt eins verið heima hjá mér og svo er ég bara í ruglinu þegar ég er að reyna að læra heima. Svo hugsar maður alltaf bara á morgun, en það gerist ekkert þá frekar en fyrri daginn. Ég er núna búin að eyða þónokkuð löngum tíma í það að lesa blogg hjá fólki sem ég þekki ekki (og eftir að hafa viðurkennt það hérna á alheimsvefnum mana ég alla þá sem lesa þetta blogg að kommenta, þrátt fyrir lítil eða engin tengsl okkar á milli) en já, inn á þessum bloggum hjá ókunnugu fólki var ég að skoða myndir, og þetta voru helst myndir úr Sölden. Ég varð eiginlega bara döpur! Þetta hlýtur að hafa verið besta ákvörðun sem ég hef nokkurn tíman tekið. Þessi tími þarna úti var klárlega sá besti, og ekki spillti það nú fyrir að Una kom í heimsókn til mín, tvisvar! En nú langar mig bara að láta nokkrar Sölden myndir fylgja með og þakka öllum þeim sem voru með mér þarna úti fyrir að gera þetta viðburðaríkasta og skemmtilegasta vetur ævi minnar! *snökt*



Þessi kall hélt okkur í hláturskasti heilt kvöld!














Vá! er þetta eitthvað grín hvað ég er tölvufötluð! en jæja, ég kom allavegana þessum þrem myndum inn. Ég nenni ekki að vesenast við að finna aftur hinar sem virðast hafa horfið!

Monday, January 15, 2007

Gleðilegt ár..

Ætli það sé ekki kominn tími á nýtt blogg og gott betur en það. Það hefur margt gerst síðan ég skrifaði hérna síðast, ég er búin að taka síðasta klásus prófið og ég er búin að halda upp á það að vera búin með því að bruna suður og koma í óvænta heimsókn til Unu. Jólin eru komin, og því miður eru þau farin líka. Ég er búin að halda mín fyrstu alvöru jól að heiman (ég tel Sölden ekki með sem jól) og tel það hafa heppnast einstaklega vel. Ég er hinsvegar ekki búin að henda jólatréinu, við vorum of sein þegar ruslakallarnir voru á ferðinni þannig að það stendur bara hérna úti. Ég er farina ð velta því fyrir mér hvort að þetta sé ekki bara fínasta sparnaðar ráð, ég nota þetta bara aftur á næsta ári. Fleiri hlutir sem ég er búin að gera, ég er búin að trúlofa mig, nú verður ekki aftur snúið. Ég er búin að fara í brúðkaup og skemmta mér konunglega. Um jólin spilaði ég líka alveg helling og prófaði þriggja manna aksjónarí með Kára og Tótu. Ég tók þátt í flugeldasölunni að vanda og við tókum eitt stykki næturvakt. Ég er búin að hafa Unu í heimsókn í langan og ofboðslega góðan tíma, Þórunn var líka hér í langan tíma og það var æði, aðrir voru styttri tíma, en það er ekki magn heldur gæði sem skiptir máli og gæðin voru sko góð! Svo er ég búin að byrja á nýrri önn í skólanum og ég er búin að taka eitt próf og ég er enn ekki byrjuð að lesa í neinu fagi, þarf samt virkilega að fara að taka mig saman í andlitinu. Núna er ég búin að skrifa miklu lengra blogg en ég ætlaði og sé það núna eftir á að klárlega hefði það verið hentugra að setja þetta blogg fram í punktafærslu, en þar sem að ég er eiginlega alveg búin á því núna þá nenni ég ekki að breyta því. Ég ætla bara að enda þessa bloggfærslu með því að óska öllum velunnurum nær og fjær gleðilegs árs!