Friday, February 01, 2008

Úff...

Nú er ég alveg punkteruð! Það er nú kannski frekar skrítið þar sem að ég fékk loksins rúm í fyrradag og sef þú ekki lengur á dýnu á gólfinu. Á miðvikudagskvöldið kom Helgi með rúmið ósamansett heim og við fórum í það að koma því saman og auðvitað þurfti að skúra og svona í leiðinni. Við ákváðum þá fyrst að við værum að stússast þetta á annað borð þá myndum við bara taka niður hillurnar í leiðinni þar sem það mun ekki vera pláss fyrir þær þegar barnarúmið kemur. Þá kom upp höfuðverkur um það hvað við ættum eiginlega að gera við allt dótið, myndirnar og bækurnar sem voru í hillunni. Sá höfuðverkur er eiginlega enn til staðar þar sem það er nú bara hérna í stofunni út um allt. Við grynnkuðum svo eitthvað á þessu í gærkvöldi og þegar ég skreið þreytt upp í rúm í gær var það síðasta sem ég sagði við Helga: ég ætla sko að sofa út á morgun.
Í morgun byrjaði síminn minn með læti, ég skyldi ekkert í þessu, hélt að ég hefði óvart stillt vekjaraklukkuna eða eitthvað, en nei, þá var bara verið að hringja í mig úr vinnunni til að athuga hvort að ég gæti tekið aukavakt! Ég og mín samviska gátum ekki sagt nei þannig að ég reif mig á fætur þarna uppúr 7 til að fara að vinna. Þegar ég kom í vinnuna frétti ég það að það höfðu 8 starfsmenn hringt sig inn veika þennan morguninn og það náðist bara að fá 4 á aukavakt. En það var ekki bara starfsfólkið sem lá, heldur er þvílíka magapestin að ganga á deildinni að öðrum gangnum var bara lokað og fólki skipað að halda sig inn í herbergi til að það myndi nú ekki dreyfa þessum óþverra. En sökum þess hvað við vorum fáar gátum við ekki einu sinni baðað þau sem áttu að fara í bað.
Og nú er ég komin heim og er alveg dauðlúin!