Vikurnar þjóta hjá, mér líður eins og ég hafi bloggað síðast í gær en þá er akkúrat vika síðan :) En ég var sem sagt í fríi í dag og við rifum okkur upp á rassgatinu uppúr átta til að ná nú góðum skíðadegi.. Planið var að skíða í púðrinu upp á jökli, en þegar upp var komið sáum við það að hann var lokaður. Við prófuðum eina ferð og brautin var ömurleg og skyggnið enn verra! Þá var bara stefnt beint á Giggi í morgunmat og afslöppun :) Fórum svo nokkrar ferðir og renndum okkur svo niður á Schwarts til að fá okkur hádegismat. Eftir hann gripum við í spil og fréttum svo að við værum fastar þarna því að það var svo mikill vindur! við gátum farið einhverja svarta og ömurlega brekku niður en vildum það ekki og fengum einn sleðagaurinn til að skutla okkur upp svo við gætum rennt okkur niður hinumegin :)
En þetta var bara ljómandi fínn dagur, Guðrún var að prófa skíði sem hún er líklega að kaupa um þessar mundir þrátt fyrir að þau hafi ekki reynst henni vel í allan dag. í einni af fyrstu ferðunum okkar vorum við komin í stól á undan henni og svo allt í einu var lyftan stoppuð og við litum við og hvað haldiðið, liggur hún ekki bara kylliflöt fyrir framan lyftuna :)
En nú er ég komin heim í skítugt herbergið mitt og nenni engan vegin að laga til! úff þetta er erfitt líf hérna í Sölden :)
Thursday, March 30, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
haha! God Gudrun ;o)
Ég sakna þess að Giggi hafi aldrei komið fram í færslunni. Það þarf samt klárlega að breyta nafninu í Giggidí.. ást til þín frá mér
Hæ...ætlar Helgi Valur ekkert að fara að laga síðuna sína...ég bara spyr...það kemur bara eitthva bull ef maður ætlar að lesa hva hann hefur verið að gera :D
Já, skítug herbergi eru ömurleg! Ég nenni ekki að ryksuga teppið mitt og í morgun steig ég á einhverja hnetumylsnu sem stakk mig í ilina, óó...
Hey gettu hvað ég borðaði í gær! (Kann reyndar ekki að stafsetja það) Keiser eitthvað, allavega svona eins og pönnukökukássan með flórsykrinum sem við borðuðum í Sölden :o) Namminamm!
Post a Comment