Thursday, March 02, 2006

Ég hata blog.central!

Jæja, nú er ég sko komin með nóg! ég er hætt að púkka upp á þetta blog.central.is, það er nú meira draslið. Ég var búin að sitja í svona hálftíma að skrifa ferðasögu frá Salzburg ferðinni okkar, en nei, hvað haldiði að hafi gerst þegar ég ýtti á staðfesta? jebb, þið giskuðuð öll rétt... það hvarf allt! En nú ætla ég að prófa þetta og ef þetta gengur ekki, þá yfirgef ég bloggheiminn! En jæja, taka tvö... Um 5 leytið í gær fórum ég, Helgi, Andrea og Ólöf í miklum flýti úr vinnunni því að við ætluðum að drífa okkur til Salzburg. Við pökkuðum í flýti og hoppuðum út í bílaleigubílinn sem beið okkar. Ferðin til borgarinnar gekk áfallalaust fyrir sig, þrátt fyrir að við vorum að keyra í myrkri á hraðbrautinni leið sem við höfðum aldrei farið áður. Þegar við komum svo til Salzburg fundum við bílastæðahús mjög misvæðis og ákváðum bara að geyma bílinn þar þangað til við færum heim. Þá hófst leitin að stað til að halla höfði þessa nóttina, sem var alveg að koma og við löbbuðum og löbbuðum. Við þurftum að leyta vel og lengi, því að ekki mátti þetta kosta mikið en þetta þurfti þó að sæma Andreu :) Við fundum svo á endanum hótel og skrifuðum á einhverja pappíra og fengum lyklana. Við þráðum ekkert heitar en að komast upp í rúm, en þegar við opnuðum hurðina að herberginu okkar gaus á móti okkur þessi vonda vonda lykt og Andrea var ekki lengi um að sannfæra okkur um að þetta væri ekki fínu fólki eins og okkur bjóðandi. Við strunsuðum því niður í móttöku aftur og skiluðum lyklunum. Enn á ný stóðum við á götum Salzburg með engan stað til að sofa á. Við fórum því að hótel sem við höfðum séð fyrr um kvöldið og fengum þar fjögurra manna herbergi á 115 evrur nóttina. Það er svo sem ekki mikið þegar búið er að deila þessu í fjóra og sérstaklega ekki fyrir okkur Andreu sem fengum þetta fínasta hjónarúm á meðan Ólöf og Helgi sváfu á einhverjum beddum :) Við hentum nú dótinu okkar bara inn og drifum okkur út aftur því að við þurftum að næra okkur. Það leit nú ekki út fyrir að vera mikið mál, því fyrir utan hótelið var þessi fínasti veitingastaður, við hlömmuðum okkur þar inn og völdum hvað við ætluðum að fá þegar Andrea sagði að það væri sko ekkert sem hana langaði í þarna og hana langaði eitthvað annað.. mein gott.. við skiluðum því matseðlunum og fórum út á götuna, sem við vorum um þetta leytið farin að þekkja eins og lófann á okkur. Við kíktum inn á nokkra veitingastaði en þeir voru allit búnir að loka, enda klukkan farin að nálgast miðnætti. Andrea ákvað að það væri þá betra að kaupa sér schinken käse toast í einhverjum pylsuvagni en að fara aftur á staðinn, þannig að við biðum á meðan hún skóflaði því í sig og æddum svo aftur inn á veitingastaðinn og settumst á borðið okkar :) Þar kom sami þjóninn til okkar og hefur líklega haldið að við værum meira en lítið skrítin :) Við pöntuðum okkur að borða en Andrea sat hjá með kakóbolla. En.. þegar hún sá matinn sem Helgi pantaði sér þá langaði hana líka í :) þannig að við pöntuðum aftur... en þetta endaði svo fljótlega bara upp á hóteli og allit voru saddir og glaðir :) Í morgun rifum við okkur svo á fætur klukkan hálf níu í morgun til að ná að fara á alla túristastaðina í bænum :) við byrjuðum nú bara á þessum fínasta morgunverði á hótelinu og fórum svo með allt dótið í bílinn. Svo löbbuðum við í Höll þarna rétt hjá, sem heitir Schloss Maribell, það er víst einvher sumarhöll sem einhver prins átti fyrir mörgum árum. Garðarnir vöru þvílíkt skipulagðir og ég get varla ýmindað mér hversu fallegt sé þarna að sumri til. Þegar við vorum búin að gleypa í okkur nægan fróðleik um þetta fórum við og kíktum í kaffi til Mozart og fræddumst allt um hans líf og störf, hann samdi víst fullt af tónlist.. En jæja, eftir það fórum við upp á einvherja hæð þar sem stendur gamall kastali, frekar skrítið að skoða þetta, þetta var alveg eins og í Lord of the Rings bara virkisveggir og svo innan í alveg nýr heimur, fróðir menn segja að þetta ku vera stærsti kastali í Evrópu! Svo kíktum við aðeins í kirkjugarðinn.. alveg óvart, en allavegana... svo var það dómkirkjan og þvílík fegurð! Þetta er án efa það fallegasta sem ég hef nokkru sinni séð! við tókum fullt af myndum og vonandi sína þær eitthvað, en það snerti mann alveg að vera þarna inni! Eftir dómkirkjuskoðun tókum við svo hestarúnt í gegnum gamla bæinn, sáum hestaþvottastöðina og svona, fengum alveg fullt af skemmtilegum fróðleik um borgina :) Þegar öllu þessu var lokið var skyldum okkar sem ferðamönnum líka lokið :) Þá tók við næring, því að það tekur sko á að vera túristi! og svo var það verslunargatan! Ég get nú reyndar ekki annað sagt en að ég hafi verið frekar svekkt með H&M en ég fann mér hins vegar puma skó :) þannig að ég gat farið glöð heim, eða svona næstum.. við heyrðum af intersport búð þarna í nágreninu og keyrðum þangað í leiðinni heim og við vorum nokkrum mínútum of sein, það liggur við að þau hafi læst á nefið á okkur! og hún var á þremur hæðum! En við fórum svo bara á McDonalds og brunuðum heim... eða við ætluðum allavegana að bruna heim. Það gekka alveg snuðrulaust fyrir sig fyrrihlutann og ég svaf meira að segja, en þegar við fórum að sjá bæjarnöfn sem við könnuðumst ekki alveg við fórum við að kíkja á kortið og hvað haldiði, fimm mínútur lengur og við hefðum verið komin niður til Ítalíu! úff og æ... við hefðum kannski átt að fyllast grunsemdum þegar við fórum í gegnum eitthvað áttfalt hlið (átta akgreinar) þar sem við þurftum að borga eitthvað tuttugu mínútum áður, en við mundum ekkert eftir þessu síðan í gær... hmm.. En jæja, það var ekkert annað að gera í stöðunni en að snúa við að komast aftur inn á beinu brautina.. og það gekk :) nú erum við komin heim sæl og glöð.. eða nei, svona endaði bloggið sem ég skrifaði áðan.. ég er ekki sæl og glöð núna að hafa þurft að skrifa þetta tvisvar! þannig að þetta endar bara þannig að það er eins gott að þið kvittið fyrir þegar þið eruð búin að lesa þetta, annars er ég hætt!

10 comments:

Anonymous said...

Ég skal kvitta fyrir þig.. kvittikvitt ;)en hvernig í ósköpunum datt ykkur í hug að keyra í gegnum hlið sem þið munduð ekki frá deginum áður???

Valdís Ösp said...

ég reyndi að fá þau til að gera það ekki.. í það minnst spurja af hverju við ættum að borga 8 evrur! en mér var sagt að þegja, þetta væri bara svona :s

Anonymous said...

Hjartanlega velkomin i hop blogspot notenda! Til hamingju!

Ykkur dettur greinilega margt misgafulegt i hug ;o)...eins og fleirum!

Hafdu tad gott sæta ;o)

Ps. Eg vil fa link!

Valdís Ösp said...

Allir fá linka, ég bara kann ekkert á þetta :) Helgi var eitthvað að dunda sér í þessu, en áður en langt um líður verða allir komnir hér inn :)

Anonymous said...

copy/paste er eitthvað sem að ætti að geta hjálpað þér á erfiðum tímum eins og þessum =)

ekki mikið vandamál að komast hjá því að missa út drasl sem að þú ert búin að skrifa inn...

Una said...

Gúbbý var hér.

Skotta said...

Þessi nýja síða þín er sérlega vel heppnuð en þó ber af þriðji hlekkurinn að ofan... Æ, elskan, ég öfunda þig ekkert smá að vera í útlöndum, svona menningarleg og fín! Njóttu bara lífsins sem alla best og vertu dugleg að blogga, þú veist alla vega að ég fylgist spent með :-) Knús frá mér!

Lilý said...

Haha Andrea dekurdrós from hottest hell! Gott hjá ykkur að taka túristan á þetta, maður verður að fara að vera duglegri við það. Hlakka til að sjá ykkur í London í apríl ;)

Anonymous said...

ohh gaman að túristast... ég tel niður í rómarferðina mína, 69 dagar. En já ég kannast við þetta hlið, við keyrðum þar tvisvar (en þá vorum við líka á leiðinni til Ítalíu!!) hehe, svo er líka hægt að fara sveitaveg til baka, þið hafið ekki gert það? ;)

Valdís Ösp said...

Neibb, sveitavegurinn opnar víst ekki fyrr en í júní.. og tekur alveg ábyggilega miklu lengri tíma að fara hann :)