jæja, þá er enn einn frídagurinn að verða búinn. Við byrjuðum hann með trompi, ég og Andrea, með því að fara út að hlaupa, fórum svo með Guðrúnu að sækja skíðapassann og fengum okkur svo pizzu upp á Gaislakogl.. mmm.. hvað hún var góð. Við ætluðum svo upp á jökul en þar sem klukkan var farin að ganga tvö eftir hádegismatinn ákváðum við bara að fara upp á Schwartskogl og kíkja á krakkana þar. Svo skíðuðum við bara niður á Giggi og hengjum þar þangað til það var kominn tími til að fara heim. Í kvöld er bara rólegheit og huggó.. spilakvöld, enda sjáum við fram á að helgin verði tekin með trompi :) En þetta voru öll merkilegheitin héðan (þó svo að ég gæti komið með fullt af dramasögum, það er sko nóg af þeim hér í sölden, en ég held að þær séu ekki prenthæfar:) )
Farin í sturtu...
Thursday, March 23, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
alltaf gott að eiga frídag!! ertu enn í eldhúsinu eða ertu abr:aumer? Mig minnir að það hafi verið um þetta leiti sem við höfum verið hætt og farin að skíða á Ítalíu... hvað er langt í lokun á Giggi?
ég er núna bara abraumer, er búin að vera fjórar vikur í eldhúsinu. Við vinnum okkar síðasta dag 23. apríl og þá verðum við hér eina viku og svo tekur ferðalagið við, en það er efni í heila færslu að segja frá því :) en það kemur fljótlega, núna ætti ég að vera að taka mig til, við erum að fara út að borða á salino eftir hálftíma með öllu staffinu :)
Úff, ferðalagIÐ!
Blessuð þetta er Gummi frændi:) flott síða hjá þér og vonandi skemmtiru þér vel í ölpunum.
Post a Comment