Það er alveg ótrúlegt hvað maður ef opinn fyrir allskonar sýkingum og skít hérna, og það er alveg meira hvað ég er seinheppin manneskja! Heima kemur það varla fyrir að ég leggjist í rúmið, en hérna virðist oftar eitthvað vera að mér en hitt. Í síðustu vikur til dæmis byrjaði mig eitthvað að svíða í augað og svo daginn eftir vaknaði ég bara eins og Shrek (þó ekki Shrek 2 eins og yfirmaður minn benti kurteislega á því að hann hefði verið fallegur!) ég var öll bólgin í kringum augað. Ég dreif mig nú samt í vinnuna en eftir því sem leið á daginn skánaði vinstra augað en hægra varð bara helmingi verra fyrir vikið. Ég var farin að líta út fyrir að vera mjög þunglynd þar sem ég reyndi að lúta höfði eins og ég gat svo að fólk sæji þetta ekki og þegar ég spurði hvort að ég mætti ekki bara fara heim gekk það ekki, við erum svo undirmönnuð að það mátti bara ekki við því að missa einn starfsmann heim. Eftir vinnu fór ég svo bara beint til læknis og fékk einhverja dropa og þetta fór jafn fljótt og það kom. Ég er svo bara búin að vera þokkalega hress þangað til í dag ef maður lítur fram hjá nefrennsli og hnerrum. Í dag var ég svo að fara með vagn niður í þvottahús, sem er ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að þegar ég var að draga vagninn á eftir mér inn í lyftuna heyrði ég að einhver opnaði hana hinumegin frá og ég var svo forvitin að ég varð að kíkka, en samt hélt ég áfram að draga! Eftir smá stund fann ég bara nístandi sársauka á þumlinum, þá hafði hann lent á milli vagnsins og lyftuhurðarinnar (sem lokast alltaf sjálfkrafa en á ekki að gera það) Þannig að nú er ég með bólginn þumal! En egal... Mér líður svo sem vel að öðru leyti og Guðrún er að koma ekki á morgun ekki hinn heldur hinn :) Svo er nachtschilauf finale á miðvikudaginn og ég efast ekki um að ég eigi eftir að koma með eitthvað krassandi hér á fimmtudaginn :)
p.s. lyftan er aftur biluð og ég bý á fjórðu hæð :(
Monday, March 13, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Ég heimta pláss í að minnsta kosti aðrir bloggarar! ég er ekki alveg orðin sölden bloggari, alveg að koma samt :)
Æ, klaufakollan þín! Sýking í augað er gegt ógó, æ nei! Illa Helga er með gelgjustæla og ég ræð ekkert við hana, skeluru? En haha, mannstu þegar Rachel fékk sýkinguna og neitaði að nota augndropa og það þurfti að halda henni niðri, haha!
Hahah, ég notaði augndropana sko af fúsum og frjálsum vilja! Allt annað en að líta út eins og Shrek! En Guðrún, ég kann ekkert á þetta þannig að Helgi verður eiginlega að bæta inn þeim sem vantar :) Þeir sem eru komnir inn voru eiginlega bara svona prufu :)
Sjaldan hefur verið hressara afmæli hjá mér en 19 ára afmælið þegar gestirnir skiptust á að setja dropa í augun á mér!
Samúð mín vegna lyftunnar er takmörkuð, þar sem ég bý á 7. hæð, eða reyndar 8. hæð skv. íslensku tali. Lyftan hefur verið biluð lengur en menn muna og það vex á henni mosi... sumsé ekki væntanleg í bráð.
Hah, Una, ég man eftir þessum afmæli svoooooo vel!
Post a Comment