Tuesday, April 11, 2006

Bloggleti..

Héðan er allt gott að frétta eins og venjulega :) Sumarið var næstum komið, farið að sjást í grænt gras og alles, en í morgun þegar ég leit út um gluggan var nánast bara stórhríð og allt orðið hvítt aftur! En það er nú bara gott, þá fáum við gott skíðafæri. Í morgun var svo staðfestingagjaldið fyrir húbílnum borgað og ferðalagið komið nokkurnvegin á hreint og Helgi er búinn að skrifa það inn á bloggið hjá sér, en í stuttu máli sagt er það Ítalía, suður strönd Frakklands, Ítalía, Serbía, Vín, París, London og svo Ísland :) 23. maí mun ég reikna með fylktu liði á Keflavíkurflugvelli þar sem ég lendi með kvöldflugi Iceland express :) ég hlakka nú ekkert lítið til þess! Helga Valborg, þú getur farið að ákveða hvað þú ætlar að baka handa mér, það er að segja ef þú verður enn í borginni :) En ég held að ég fari að láta þetta gott heita...

2 comments:

Lilý said...

Snilld Valdís, schnilld! Fólkið er einmitt að koma heim úr paradísarferð þarna 20. maí og ég hef helgina frá laugardegi útaf fyrir mig.. Bebba er að koma til mín og verður til 23. maí :) Hittist allt geggjað vel á. Spurning um að við gistum á hótelinu með ykkur aðfaranótt sunnudags!

Kíkktu á bekkjarbloggið ljúfan.. og gleðilega páska.

Ást og söknuður.

Skotta said...

Óó, ég verð komin til Ak þá! Neeeeiiii... En ég ætla sko að knúsa þig, engillinn minn þegar við hittumst þar, haha knúsa þig og kyssa því þú ert æði.