Sunday, June 25, 2006

...

Það er svo vont að skera sig á blöðum! það er alveg ótrúleg miðað við hvað sárið er lítið! Ég held að það sé opinbert að ég á við tölvufötlun að stríða.. ég átti að prenta út nokkra einfalda reikninga, ýta á print og bíða þar til það væri búið að prenta allt, snúa þá blaðabunkanum við og ýta aftur á print. Hljómar einfalt ekki satt? mér tókst samt að vera meira en klukkutíma að þessu auk þess sem ég skar mig þrisvar sinnum í þumalfingurinn! bra Valdís, bra!

Ég kvíði fyrir næstu viku! það eru búin að skrá sig 17 litlir krakkar og tveir af þeim tala ekki íslensku, annar talar ensku og það kannski reddast, en hinn talar bara sænsku :s en þeir skilja víst einhverja íslensku, sem betur fer!

mmm.. matarlykt, farin að snæða...

Monday, June 05, 2006

bleehh

ég skil ekki hvernig fólk hefur hugmyndaflug í að blogga alltaf bara eitthvað bull.. ég er ekki þessi bullmanneskja, eða jú kannski, en ég er klárlega ekki þessi bloggbullmanneskja. Bloggið mitt er eiginlega svona meira tilkynningarvefur.. leiðinlegt!
(þetta var kannski svona bloggbullfærsla, en ég held að það sé ekki að marka þegar hún er um bloggbull.. eða er það?)

Saturday, June 03, 2006

Þá er allt fallið í réttar skorður..

Já, nú er allt eins og það á að vera.. ég er farin að vinna myrkranna á milli og ég vona að ég muni nú eiga einhvern pening eftir sumarið! Við Helgi ætluðum að leigja okkur íbúð í sumar, en ákváðum svo bara að við hefðum ekki efni á því og það væri ágætt að vera á Hótel Mömmu í eitt sumar enn.. svo er bara að athuga hvort að við komumst ekki bara í íbúð á vegum HA.. en úff hvað það er erfitt að fara að verða fullorðinn og þurfa að gera eitthvað gáfulegt.. ég á meira að segja eftir að sækja um í HA og umsóknafresturinn rennur út á mánduag.. eitthvað segir mér að ég muni brasa í þessu þann tiltekna mánudag... æ lífið er svo erfitt.. það væri nú gott að geta bara verið að fara aftur til Sölden þar sem lífið var alltaf (eða næstum alltaf) ljúft, engar áhyggjur, þar var bara svona Hakuna matata! æ og úff..