Wednesday, September 27, 2006

Jæja þá..

Mig dreymdi í nótt að Óskar væri dáinn að því að við hugsuðum ekki nógu vel um hann :s Anna sérðu hann er ofarlega í huga mínum, mig er meira að segja farið að dreyma hann. Mig dreymdi líka að ég Una og Lilý værum í Sölden á leið í Sund og Darco var þarna (fyrir þá sem þekkja til) og hann var geggjað reiður að við skildum ekki hafa boðið honum með, hann var alveg brjálaður! Minnti mig bara á það þegar sagði ekki morgen við hann :)
Og talandi um Sund þá fór ég einmitt í Sund í gærkvöldi. Voðalega er mikið af krökkum í Sund-i svona á kvöldin, aldrei fór ég í Sund á kvöldin þegar ég var barn! reyndar fer ég ekki mikið í Sund, við Helgi föttuðum það að þetta er í fyrsta sinn sem við förum bara tvö í Sund :) Hvað ætli maður geti sagt orðið Sund oft í einni málsgrein? haha, það væri nú fyndið ef að Martin Sund myndi nú reka nefið inn á þessa síðu og þá heldur hann að ég sé geggjað að tala um hann og því ælta ég alltaf að hafa stóran staf í Sund :) Ohoho ég er svo ógisslega fyndin ;)
Baahh.. farin í skólan.. (þó ég væri alveg til í að vera frekar að fara í Sund)

10 comments:

Anonymous said...

Þú ert skrítin lítil stelpa sem segir skrítna hluti:)ég verð samt að spurja hver er þessi Óskar eiginlega?

Valdís Ösp said...

hehe, hann er pottablómið okkar :)Okkur var sagt að við þyrftum að passa hann mjög vel og við reynum, en svo var hann bara dáinn í draumnum... en sem betur fer er hann bara að blómstra í stofuglugganum hjá okkur :)

Anonymous said...

ohhh þið eruð stundum svoooooo....:)Gott að heyra að allt sé í gúddí

Una said...

Húrra! Takk fyrir að gera mér hljóðfræðitímann bærilegri :o) Ég ætlaði einmitt að forvitnast um þennan Óskar en sé að fleiri en ég hafa verið að velta þessu fyrir sér ;op

Skotta said...

Er þetta Óskars-heiti kannski tilvísun í ónefnt veggjablóm?

Valdís Ösp said...

Nei alls ekki, Anna bara tilkynnti okkur við afhendingu að hann héti Óskar. Hann heitir það bara óháð veggjablómum og öðrum Óskörum.

Lilý said...

Skari skrípó! Táknar þetta ekki langlífi? Það held ég.. annars finnst mér notalegt að vita að þig dreymi mig. Mig dreymir þig líka, bæði í dag og næturdraumum :) (þó ekki í blautum draumum.. nema þá að við séum í sundi!)

Anonymous said...

Meðan ég var að lesa færsluna hugsaði ég , afhverju í ANDskotanum skrifar hún alltaf stór S í sund ... en svo kom gott moment í lokin með Martin Sund-félaga okkar heheh ....

ég var líka farin að halda að þessi umtalaði "Óskar" væri hundur! Ekki spurja af hverju ?!

og bíddu bíddu .... er þig bara farið að dreyma Darco ;)

Valdís Ösp said...

Hehe, já Darco var í draumnum mínum, hugsa þó að það séu siðsamlegir draumar en þig myndi dreyma um hann! ;) En neinei, enginn hundur hér á bæ :)

Anonymous said...

Góð Valdís, verð að hrósa þér fyrir gott skot á Andreu:)