Saturday, September 16, 2006

Svo stolt sko!

Það eru þrír hlutir sem gera mig stolta í dag:

  • ég gekk á Súlur!
  • ég mundi eftir myndavélinni
  • mér tókst að setja myndina inn á netið!

Takk fyrir :)















7 comments:

Una said...

Did you ever know that you're my heeeero! Gosh, þú ert dugleg elskan :o) Greinilegt hvað var að aftra þér þegar við fórum "næstum því upp" um daginn ;op

Þórunn Edda said...

Gratulerer! :o) ég verð nú að viðurkenna að ég sakna Akureyrar...og þín ;o)

Inga said...

Glæsilegt.
Ég hefði svo verið til í að fara með, hef ekki farið í fjallgöngu síðan við gengum á Víkurhnjúk stuttu fyrir útskrift (gæti verið út af skorti af fjöllum, veit ekki alveg).
En letitímabilinu mínu lokið, ég er farin að læra á ný og að blogga aftur.
Flott mynd af þér, ég sakna þín.

Lilý said...

Oh miss you beibí! ..og elskulegi Eyjafjörður :'(

En dugleg ertu bína búbbalína! Ánægð með þig og stolt með þér í hjarta mínu.

Una said...

Það lifir! www.skottur.blogspot.com

Anonymous said...

Vá hvað þú ert dugleg að hálfa væri nóg. EINA skiptið sem ég hef labbað súlur var þegar ég var í skátunum og var skipuð til þess. Annars hefur það ekki hvarlað að mér að lappa þetta fjall. Stendur þig eins og hetja

Skotta said...

Valdís, ég er stolt :)
En ég er of sein svo ég ætla ekki að kommenta um hvað ég sakna þín mikið. Og ég var að komast á netið núna (tengdi allt alveg sjálf, líka stolt af því) og var ekki að fela mig fyrir þér. Og er búin að laga símann svo ég get sent/fengið sms. Jess! Smssa þig næst þegar ég fæ að setjast niður, ást og knús.