Ohh börn geta verið svo svakalega krúttleg! ég er ekki frá því að maður sakni þess þegar allt var svona einfalt! Það var nú þannig að í síðustu viku fórum ég og Rakel í skólana til að kynna skátastarf, okkur þótti ekki nóg að hafa 17 börn af 1200 á þessum aldri hér á Akureyri, þannig að við brunuðum af stað, ætluðum að taka tvo í síðustu viku, tvo í þessari og tvo í næstu. Við hættum nú snarlega við að fara í fjóra síðustu skólana sem voru eftir þegar á skátafund í síðustu viku mættu hvorki fleiri né færri en 66 börn! já það er nokkuð skal ég segja ykkur, og í gær mættu um 50! og við vorum guðs lifandi fegnar þessari fækkun :)
En sagan sem ég ætlaði að segja um börn og einfaldleika þeirra er eftirfarandi og gerist hún í Brekkuskóla eftir glærukynninguna okkar:
Barn A: hvað kostar að vera í skátunum?
Við: 12.000
Barn B: er hægt að borga með korti?
Við: Já (komst reyndar að því í dag að ég var að ljúga að barninu, það er víst ekki mögulegt)
Barn A: Ég held að ég geti ekki verið með, þetta kostar of mikið
Barn B: Já, en heyrðiru ekki hvað þær sögðu? það er hægt að borga með korti!
Thursday, October 12, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Ahh börn! Þau eru sæt :o)
mússí mússí :o)
Post a Comment