Tuesday, October 24, 2006

Já, þetta ding hafði þessi svakalegu áhrif á mig, en þegar ég var að jafna mig á því þá gerðist svolítið annað.. ég var bara á æfingu í nýju íþróttinni minni og var að labba yfir svellið með svona sleipt (er þetta skrifað svona) undir öðrum fætinum þegar ég allt í einu flaug, og þá meina ég í orðins fyllstu merkingu, ég á rassinn. Takið smá tíma í að spá í þetta, þetta gerðist allt í sló mósjon að mér fannst frá því að ég fann að ég var ekki eins stöðug og ég vildi vera þar til ég lá á svellinu! jiminn hvað þetta hefði orðið fyndið ef ég hefði ekki meitt mig svona svakalega :,( ég ætlaði einhvernvegin að bjarga mér með því að setja hægra hendina fyrir mig en það gekk ekki alveg þannig að í staðin að hún myndi hjálpa eitthvað þá kramdi ég hana bara með öllum mínum þunga (sem er nú ábyggilega margfaldur þegar maður dettur úr svona mikilli hæð þar sem ég var að lenda úr flugi). en já þetta var alveg agalega sárt, hringurinn sem ég var með á puttanum beyglaðist meira að segja og mér er enn illt í einum puttanum. en marið á síðunni er eiginlega farið. En ég er farin að halda að ég sé hálfgerður klaufabárður, fyrst vinnuslysið, svo dingið og nú puttinn...

En ég geri nú ekki mikið þessa dagana annað en að læra og læra meira, einhvernvegin þjóta dagarnir áfram og jólin verða komina áður en maður nær að líta við, og ég kvíði því að þá er enn styttra í að prófin byrja. en um leið og þeim er lokið er ekkert nema sældarlíf í hálfan mánuð eða svo og ég fæ að sjá nánast alla þá sem mér þykir vænst um í heiminum! Lilý kemur heim frá Svíalandi, Tóta frá Nojaralandi, Helga og mamma frá Bretlandi og Una frá borg óttans og svo náttúrulega bara allir sem að maður er ekki búinn að hitta í ár og öld og það verður gaman að knúsa! En Inga, ég reikna með því að þú verðir í Þýskalandi, endurfundir verða að bíða betri tíma!
Kyss og knús!

8 comments:

Una said...

Það er nú styttra í það að þú fáir að knúsa mig! Bara tveir dagar, húúúúrra!

Ég veit nú samt ekki hversu æskilegur félagsskapur þú ert, litli klaufabárður. Maður gæti átt á hættu að eldingu slái niður í mann þér við hlið :o) (eins gott að ég er kona)

Anonymous said...

elsku krúttan mín...ég veit eiginlega ekki hvað maður getur sagt á stund eins og þessari. Ég hélt að ég væri óheppin þá skjátlaðist mér. ÞÚ ert óheppin!!!

Anonymous said...

æii Valdís mín, smá klaufalegt..hehe, vonandi hverfur verkurinn fljótt. Sjáumst hressar og kátar á mánudaginn, annars líst mér mjög vel á að bera saman svörin í HMS

kv. úr Tjarnalundinum

Þórunn Edda said...

hehe...þarna þekki ég þig ;o) Minnist þess þegar við vorum í Fálkafelli og þótti mjög góð hugmynd að standa í krabbastöðu á móti hver annarri. Það endaði auðvitað með ósköpum...hendin beygluð og puttinn á mér fastur í læknastólnum. DD Jón heimskir ;o)

Valdís Ösp said...

Ó já! eina skiptið á ævi minni sem ég hef þurft að fá gifs. þetta hefði kannski gengið ef við hefðum ekki ákveðið að vera í brekkunni... hmm..

Lilý said...

Ó Valdís.. af öllu þessu finnst mér dingið samt ótrúlegast!

Skotta said...

Valdís. Eftir 6 vikur verður þú BÚIN í þessum ógeðslegu prófum óg ég á Akureyri að knúsa þig og bíða eftir jólunum...

Anonymous said...

uss það mætti halda að það væri einhver að reyna að koma þér úr umferð....svona rétt fyrir próf....neeeiiiiii djók
Við eigum eftir að standa okkur!!
Kvitt kvitt