Ég sat bara í mínum mestu makindum við skrifborðið mitt þegar allt í einu heyrist þessi ægilegu skruðningur og ég fékk stærsta "ding" sem ég hef fengið í ennið! það er sem sagt þannig að skrifborðið mitt er sett saman úr tveimur einingum, annar hlutinn er bara eins og venjulegt skrifborð og hinn hlutinn er eins og bak, sem er skrúfað á vegginn og þar eru litlar hillur. Allavegana ákváðu skrúfurnar að hætta að sinna sínu starfi og slepptu takinu á veggnum og skrifborðið datt á hausinn á mér! úff.. það var nú ekkert sérstaklega þægilegt! ætli ég endi ekki með tvær kúlur á enninu :s
-Yfir og út-
Valdís Naut!
Sunday, October 15, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Úff maður er nú hvergi óhultur þegar húsgögnin fara að ráðast á mann! (sagði hún og leit grunsemdaraugum á lampasnúruna)
Lampinn...eða öllu heldur innstungan réðst á mig um daginn. Ætlaði að setja lampann í samband og þá kom bara stór blár blossi og rafmagnið fór af íbúðinni! Hvaða halda þessar mublur eiginlega að þær séu?!?
Eg sef i nedri koju og rek mig upp undir a hverjum morgni thegar eg vakna...
HAHAHAHA .... stærsta "ding" sem ég hef fengið ... og nokkuð mörg hafa þau nú verið í gegnum tíðina ;)
Ding - kveðja :)
Ertu enþá í roti eftir "dingið" hvað segiru um smá blogg...:)
Post a Comment