.. finna mér nýja íþrótt til að iðka, og það er krulla, komin í lið og allt.
.. lenda í vinnuslysi. (já, ég vinn á Abaco heilsulind)
.. eignast Pálma
.. eyða meira en klukkutíma í kbbanka
.. vera bissnesfundi
.. læra ekki staf!
.. vera dugleg í rækt og mat
.. verðlauna það með feitum nammidegi
.. horfa á myndina Just like heaven
.. vaka yfir allri myndinni Just like Heaven
.. blogga tvisvar!
Sunday, October 01, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
11 comments:
KRULLA?! Valdís..?
Ég held þú verðir líka að útskýra þetta vinnuslys! Til hammara með að standa þig vel og ennfremur hamingju óskir með næstsíðasta afrekið. Mér finnst það klárlega merkilegast.
Já, heil mynd, það er sko saga til næsta bæjar! en vinnuslysið var þannig að ég var að ganga frá loftræsiopinu, sem er ofarlega og er haldið opnu með spýtu, ég var sem sagt að reyna að loka því og setja spýtuna inn en opið er svo hátt uppi að ég náði ekki alveg og spýtan datt beint framan í mig! og nú er ég með sár sem er alveg eins og ég sé með frunsu og fyrir neðan það er marblettur! svo svöl :)
Þú ert nú alltaf jafn heppin með slys, verð ég nú að segja. En já er Pálmi svo nýtt pottablóm:)?
Hvað er þetta?! Pálmi? Sífellt ný nöfn sem poppa hér upp... mér líður eins og ég hafi flutt til Síberíu en ekki Reykjavíkur!
Það að þú skulir hafa vakað yfir heilli kvikmynd er, já, klárlega merkilegasta afrekið!
(Er Pálmi kannski pálmi?)
Já, rétt til getið Una Pálmi er einhver tegund af pálma, þaðan fékk hann nafnið og nú er Óskar ekki einn :) En mér fannst myndin líka svo krúttleg og svo hafði ég nammi og búðing til að japla á til að halda mér vakandi :)
ætla bara að þakka fyrir FAST skot a mig hérna úr síðustu færslu ... hehehe já mínir draumar hefðu örugglega orðið aðeins blautari! hehehehe
hafðu það gott sæta
andrea
Hvað segirðu, er myndin góð?
vika afrekanna :o)
Já, ég mæli með myndinni. Þó hún sé fyrirsjáanleg þá er hún ekki alveg eins og allar hinar!
Flott nýja lúkkið!
ég vil blogg! Er einmana
Post a Comment