Jáh, þá er skólinn búinn, engir fleiri 4faldir vefja- og frumulíffræði tímar, engir fleiri heimspekitímar þar sem hitamál á borð við líknardráp og fóstureyðingar eru rædd! Ég skrifa þetta ekki með söknuði, frekar kannaski ótta, ótta við það að nú á að fara að athuga hvort að ég sé ein af þeim 48 sem náði að troða mestri vitneskju inn í kollinn á mér.
Þetta er búið að vera viðburðaríkur dagur hjá mér.. ég byrjaði á því að vera á seinustu stundu í skólann, og hvað gerist þegar maður er á seinustu stundu? jú.. það fer eitthvað úrskeiðis. Í morgun var það þannig að ég kom út og ætlaði að opna bílinn minn, en þá var lásinn frosinn og ég gat það ekki, ég hringdi (af því að ég nennti ekki að labba upp) alveg brjáluð í Helga (eins og þetta væri honum að kenna..) og hann benti mér góðfúslega á að það væri lásasprey í súkkunni svo að ég arkaði snjóinn þangað (neibb, það er ekki búið að moka planið hjá okkur). eftir smá basl tókst að opna hurðina, en þá átti ég eftir að skafa og svo þegar það var loksins búið þannig að ég sæi (sjá í viðtengingarhætti þátíðar?) um það bil nóg út festi ég mig næstum á planinu (eins og áður kom fram er ekki búið að moka). Þetta allt saman leiddi af sér að ég mætti of seint í tíma. Svo var dagurinn frekar viðburðarlítill eftir þetta, þannig að kannski var þetta rangt sem ég sagði efst að þetta hefði verið viðburðarríkur dagur.. en allavegana spennandi morgun, og jú, ég fékk blaðið í ljósritunarvélinni á 1 krónu en það átti að kosta 10... dunununu
-yfir og út-
Monday, November 27, 2006
Wednesday, November 22, 2006
næstsíðasti skóladagurinn að hefjast, þetta er alveg að bresta á.. ég veit að ég hef ekkert sérstaklega merkilegt um að blogga, það er bara læridilær núna! eða jú, eitt merkilegt, ég á afmæli á morgun ;) til hamingju ég!
það er alveg ótrúlegt hvernig það vill alltaf gerast að það komi eitthvað uppá þegar maður er seinn, nú er ég með smá sögu af því. í gær vaknaði ég um 7 leytið og var ekkert sérstaklega sein, en svo fór Helgi í sturtu og ég ákvað að kúra aðeins á meðan af því að ég þurfti líka að fara í sturtu. þegar ég var búin að liggja til klukkan 15 mínútur yfir 7 gat ég ekki setið á mér lengur því að ég sá fram á að vera sein, þannig að ég fór fram í eldhús og fékk mér að borða og tók mig svo til í skólann.. þá loksins var Helgi búinn í sturtu. Þá var ég nú eiginlega komin í hann krappann með að mæta á réttum tíma í skólann. Ég ákvað að gefast ekki upp, ég skyldi geta þetta, ég hoppaði í sturtu og var snögg að, þurrkaði, makaði, málaði og klæddi mig... reddý í skólann á góðum tíma! En svo þurfti ég að teygja mig upp í skáp að sækja krem og um leið og ég er að taka það út byrja ég að sjá allt í sló mósjon, naglalakkið sér þarna leik á borði til að sleppa úr skápprísundinni og ég sé það hoppa niður á gólf, flísalagt baðherbergisgólfið! Og svo nokkrum mínútum seinna heyrði ég það smallast á gólfinu og lyktin gaus upp! Ohhh, það er ekki auðvelt að þrífa upp naglalakk. En ég spýtti bara í og þreif þetta og hljóp síðan út.. ooooog það þurfti að skafa, ég gerði 2 augu, þannig að ég rétt sá út, það reddaðist í þetta skiptið.
En gleðifréttir sem mér finnst vert að koma með er að Una er búin að panta sér flug til að koma í höfuðstað norðulands á milli jóla og nýárs! sjibbí!
það er alveg ótrúlegt hvernig það vill alltaf gerast að það komi eitthvað uppá þegar maður er seinn, nú er ég með smá sögu af því. í gær vaknaði ég um 7 leytið og var ekkert sérstaklega sein, en svo fór Helgi í sturtu og ég ákvað að kúra aðeins á meðan af því að ég þurfti líka að fara í sturtu. þegar ég var búin að liggja til klukkan 15 mínútur yfir 7 gat ég ekki setið á mér lengur því að ég sá fram á að vera sein, þannig að ég fór fram í eldhús og fékk mér að borða og tók mig svo til í skólann.. þá loksins var Helgi búinn í sturtu. Þá var ég nú eiginlega komin í hann krappann með að mæta á réttum tíma í skólann. Ég ákvað að gefast ekki upp, ég skyldi geta þetta, ég hoppaði í sturtu og var snögg að, þurrkaði, makaði, málaði og klæddi mig... reddý í skólann á góðum tíma! En svo þurfti ég að teygja mig upp í skáp að sækja krem og um leið og ég er að taka það út byrja ég að sjá allt í sló mósjon, naglalakkið sér þarna leik á borði til að sleppa úr skápprísundinni og ég sé það hoppa niður á gólf, flísalagt baðherbergisgólfið! Og svo nokkrum mínútum seinna heyrði ég það smallast á gólfinu og lyktin gaus upp! Ohhh, það er ekki auðvelt að þrífa upp naglalakk. En ég spýtti bara í og þreif þetta og hljóp síðan út.. ooooog það þurfti að skafa, ég gerði 2 augu, þannig að ég rétt sá út, það reddaðist í þetta skiptið.
En gleðifréttir sem mér finnst vert að koma með er að Una er búin að panta sér flug til að koma í höfuðstað norðulands á milli jóla og nýárs! sjibbí!
Thursday, November 16, 2006
æ, það getur verið svo hrikalega pirrandi þegar þessi álfar eru að stríða manni og taka hlutina manns. ég lenti í því núna um daginn að týna veskinu mínu, ég bara skildi ekki hvar í ósköpunum það gæti verið og ég leitaði allsstaðar, ég leitaði í bílnum mínum og ég bókstaflega snéri íbúðinni á hvolf til að finna þetta veski. En allt kom fyrir ekki og ég var farin að hallast að því að ég hefði bara óvart hent því. Ég fór svo yfir það í huganum hvar ég hefði notað það síðast, hringdi svo niður í Nettó og það var ekki þar, hrindi svo í lögregluna og var að vona að einhver heiðarlegur borgari hefði skilað því, en það var ekki þar. ég var búin að gefa upp alla von og var bara eitthvað að brasa inn í herbergi þegar ég sé ekki kauða liggja bara í rúminu mínu! Ha!? ég átta mig ekki alveg á hvernig það hefur komist þangað og ég týndi því daginn áður og ég veit alveg að ég svaf sko ekki á því. Þannig að mín skýring á þessu er að álfarnir hafi fengið þetta lánað og hafi verið að skila því aftur.
En nú er skólinn að verða búinn hjá mér, bara 4 kennsludagar eftir, jiminn eini.
En nú er skólinn að verða búinn hjá mér, bara 4 kennsludagar eftir, jiminn eini.
Monday, November 13, 2006
ég veit ekki...
hvernig ég get þakkað þeim nægilega sem hafa nennt að lesa bloggið mitt í gegnum tíðina, en ég ætla að prófa að gera það svona.
Sunday, November 12, 2006
Ef líf mitt væri kvikmynd (tekið af www.nifteindin.blogspot.com):
If our life was a movie, what would the soundtrack be?So, here's how it works:
1. Open your library (iTunes, Winamp, Media Player, iPod, etc)
2. Put it on shuffle
3. Press play
4. For every question, type the song that's playing
5. When you go to a new question, press the next button
6. Don't lie and try to pretend you're cool
Opening Credits:
Blur - Song 2
Waking Up:
Rokkum í kringum jólatré
First Day At School:
Bubbi - fatlafól
Falling In Love:
Tears and Rain - James Blunt
Fight Song:
Because of you - Kelly Clarkson
Breaking Up:
You can't hurry love - Dixie Chicks
SovayProm:
It's my life - Bon Jovi
Life:
Life of my own - 3 doors down
Mental breakdown:
Goodbye my lover - James Blunt
Driving:
Year 3000 - Busted
Flashback:
Aumingja Siggi - Bessi Bjarnason
Getting back together:
Stop in the name of love - Bang Gang
Wedding:
Rain Drops Keep falling on my Head - Burt Bacharach
Birth of Child:
In my Dreams - Wig Wam
Final Battle:
Mrs Robinson - Simon and Grafunkel
Death Scene:
Brimful of asha - Corneshop
Funeral Song:
Kung Fu Fighting - Fatboy Slim
End Credits:
In my life - The Beatles
Jáhá, svona væri lífi mínu sem sagt kvikmyndað, prófið þetta, þetta vekur ánægju :)
If our life was a movie, what would the soundtrack be?So, here's how it works:
1. Open your library (iTunes, Winamp, Media Player, iPod, etc)
2. Put it on shuffle
3. Press play
4. For every question, type the song that's playing
5. When you go to a new question, press the next button
6. Don't lie and try to pretend you're cool
Opening Credits:
Blur - Song 2
Waking Up:
Rokkum í kringum jólatré
First Day At School:
Bubbi - fatlafól
Falling In Love:
Tears and Rain - James Blunt
Fight Song:
Because of you - Kelly Clarkson
Breaking Up:
You can't hurry love - Dixie Chicks
SovayProm:
It's my life - Bon Jovi
Life:
Life of my own - 3 doors down
Mental breakdown:
Goodbye my lover - James Blunt
Driving:
Year 3000 - Busted
Flashback:
Aumingja Siggi - Bessi Bjarnason
Getting back together:
Stop in the name of love - Bang Gang
Wedding:
Rain Drops Keep falling on my Head - Burt Bacharach
Birth of Child:
In my Dreams - Wig Wam
Final Battle:
Mrs Robinson - Simon and Grafunkel
Death Scene:
Brimful of asha - Corneshop
Funeral Song:
Kung Fu Fighting - Fatboy Slim
End Credits:
In my life - The Beatles
Jáhá, svona væri lífi mínu sem sagt kvikmyndað, prófið þetta, þetta vekur ánægju :)
Thursday, November 09, 2006
Jæja, þá er próftaflan komin á hreint, ég er í prófum frá 4. des - 15. des. það verður án efa nóg að gera þangað til, ég hef nóg að læra, er í ræktinni, er skátaforingi, fer í krullu, er að vinna, rek fyrirtæki... hvað segiði, á ég skilið að komast inn :p neinei, þetta hljómar mikið en ég er nú samt búin að vera alveg gríðarlega dugleg.
En annars er ekki mikið að frétta.. ég er reyndar að fara að eyða peningum á eftir, alltaf gaman af því;) það er félagasala í 66° norður, einhverjir svaka afslættir og klárlega er ég að spara helling af pening ef ég bara kaupi mér nógu mikið :)
En annars er ekki mikið að frétta.. ég er reyndar að fara að eyða peningum á eftir, alltaf gaman af því;) það er félagasala í 66° norður, einhverjir svaka afslættir og klárlega er ég að spara helling af pening ef ég bara kaupi mér nógu mikið :)
- það eru 7 skóladagar eftir hjá mér!
- ég á afmæli eftir 14 daga ;)
- prófin byrja eftir 25 daga!
- prófin eru búin eftir 36 daga!
- jólin koma eftir 45 daga!
- Vúhú!
Sunday, November 05, 2006
Saturday, November 04, 2006
æh, stress.. ég er vöknuð klukkan 8 á laugardagsmorgni til að lesa vefja- og frumulíffræði, það er gaman af því. Það er ekkert mannlegt við klásus.. það eru allir stressaðir og einn slæmur dagur getur haft þvílík áhirf :s óh, ég er komin með stresshnút í magann, en upp að vissu marki hefur hann bara góð áhrif, án hans væri ég líklega sofandi núna :D en þar sem ég er að fara að vinna klukkan 10 - 15 og passa í kvöld þá er ágætt að ég reif mig á lappir! en ég ætla nú ekki að eyða öllum morgninum í að blogga, þá yrði ég svekkt, bara að setja inn nokkrar línur til að láta vita af mér..
ciao :)
ciao :)
Subscribe to:
Posts (Atom)