Ég veit ekki hvað ég á að gera í þessu, ég er svo hrikalega eiðrarlaus þessa dagana, og eiginlega bara alveg síðan ný önn byrjaði. Ég get ekki fengið mig til að einbeita mér að neinu í meira en 10 mínútur. Ég er alveg úti að aka í tímum í skólanum og gæti allt eins verið heima hjá mér og svo er ég bara í ruglinu þegar ég er að reyna að læra heima. Svo hugsar maður alltaf bara á morgun, en það gerist ekkert þá frekar en fyrri daginn. Ég er núna búin að eyða þónokkuð löngum tíma í það að lesa blogg hjá fólki sem ég þekki ekki (og eftir að hafa viðurkennt það hérna á alheimsvefnum mana ég alla þá sem lesa þetta blogg að kommenta, þrátt fyrir lítil eða engin tengsl okkar á milli) en já, inn á þessum bloggum hjá ókunnugu fólki var ég að skoða myndir, og þetta voru helst myndir úr Sölden. Ég varð eiginlega bara döpur! Þetta hlýtur að hafa verið besta ákvörðun sem ég hef nokkurn tíman tekið. Þessi tími þarna úti var klárlega sá besti, og ekki spillti það nú fyrir að Una kom í heimsókn til mín, tvisvar! En nú langar mig bara að láta nokkrar Sölden myndir fylgja með og þakka öllum þeim sem voru með mér þarna úti fyrir að gera þetta viðburðaríkasta og skemmtilegasta vetur ævi minnar! *snökt*
Þessi kall hélt okkur í hláturskasti heilt kvöld!
Vá! er þetta eitthvað grín hvað ég er tölvufötluð! en jæja, ég kom allavegana þessum þrem myndum inn. Ég nenni ekki að vesenast við að finna aftur hinar sem virðast hafa horfið!
Monday, January 22, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Ah Sölden... góðar stundir! Fyrr í kvöld var sagt við mig: "Við kennum þér bara á skíði". Óneinei... others have tried and they have failed!
Elsku elsku Valdís mín...ég veit um eina góða lækningu fyrir þessum leiða. SKELLTU ÞÉR TIL SÖLDEN MEÐ OKKUR.
Ég verð nú bara að viðurkenna að e´g var búin að steingleyma hressa bossakáfaranum:)Þetta var snilldar, snilldar, snilldar tími þegar við vorum þarna úti og ég er ekki frá því að ég sakna ykkra Helga sem nágranna:)
ohh... þessi gamli pervert... old times-good times :)
klásus-syndomið, manstu? ekki nema eðlilegt. vertu bara þolinmóð og ekki ætlast til þess að þú standir þig alltaf fullkomlega. á sumum tímum er manni hreinlega ætlað að einbeita sér að öðru heldur en náminu... En komdu svo á msn/skype svo ég fái að heyra röddina þín, ljúfust. ég er komin með fráhvarfseinkenni...
Komment!
Þetta eirðarleysi er að ganga... það er búið að taka mig 3 vikur að lesa vikuskammt í einu fagi... þar af leiðandi ekki byrjuð á hinum...
Hafðu þAÐ gott Valdis, og til lukku með trúlofunina =)
Sjáumst á tjaldó í sumar (vonandi :S)
knús
Eruði búin að trúlofa ykkur ????????? Það er ekki verið að láta mann vita!!!!!!!!!!!!
Til hamingju (:
En annars skil ég vel þennan leiða, það er kominn febrúar og ég er ekki byrjuð að læra ):
En þetta gengur nú eiginlega ekki lengur við verðum að fara að hittast aftur og taka eitt gott kanakvöld!!!
kv ragna
Post a Comment