Monday, January 15, 2007

Gleðilegt ár..

Ætli það sé ekki kominn tími á nýtt blogg og gott betur en það. Það hefur margt gerst síðan ég skrifaði hérna síðast, ég er búin að taka síðasta klásus prófið og ég er búin að halda upp á það að vera búin með því að bruna suður og koma í óvænta heimsókn til Unu. Jólin eru komin, og því miður eru þau farin líka. Ég er búin að halda mín fyrstu alvöru jól að heiman (ég tel Sölden ekki með sem jól) og tel það hafa heppnast einstaklega vel. Ég er hinsvegar ekki búin að henda jólatréinu, við vorum of sein þegar ruslakallarnir voru á ferðinni þannig að það stendur bara hérna úti. Ég er farina ð velta því fyrir mér hvort að þetta sé ekki bara fínasta sparnaðar ráð, ég nota þetta bara aftur á næsta ári. Fleiri hlutir sem ég er búin að gera, ég er búin að trúlofa mig, nú verður ekki aftur snúið. Ég er búin að fara í brúðkaup og skemmta mér konunglega. Um jólin spilaði ég líka alveg helling og prófaði þriggja manna aksjónarí með Kára og Tótu. Ég tók þátt í flugeldasölunni að vanda og við tókum eitt stykki næturvakt. Ég er búin að hafa Unu í heimsókn í langan og ofboðslega góðan tíma, Þórunn var líka hér í langan tíma og það var æði, aðrir voru styttri tíma, en það er ekki magn heldur gæði sem skiptir máli og gæðin voru sko góð! Svo er ég búin að byrja á nýrri önn í skólanum og ég er búin að taka eitt próf og ég er enn ekki byrjuð að lesa í neinu fagi, þarf samt virkilega að fara að taka mig saman í andlitinu. Núna er ég búin að skrifa miklu lengra blogg en ég ætlaði og sé það núna eftir á að klárlega hefði það verið hentugra að setja þetta blogg fram í punktafærslu, en þar sem að ég er eiginlega alveg búin á því núna þá nenni ég ekki að breyta því. Ég ætla bara að enda þessa bloggfærslu með því að óska öllum velunnurum nær og fjær gleðilegs árs!

5 comments:

Anonymous said...

Ég var farin að gefast upp á þér í bloggheiminum, gott að heyra að þú ert á lífi. Innilega til hamingju með trúlofunina og hjúkkuna:)

Anonymous said...

Ég segi bara takk fyrir gistinguna og góðu stundirnar :o)

Anonymous said...

Til hamingju með Hjúkkuna Valdís, ekki slakur árangur þar! og til hamingju líka með trúlofunina bæði tvö!!
Sjáumst vonandi á AK bráðlega...
Kv. Halla Jóns

Anonymous said...

lítið að segja þar sem ég hitti þig daglega... en varð einfaldlega að kommenta við svona stórviðburð... þú bloggaðir :)
til hamingju

Skotta said...

ég veit hvað þú ættir að gera...blogga :-) það var ósköp gott að spjalla um daginn, við skulum halda áfram að vera stórar!