Ekki getur verið að einhver viti hvað er um að vera hérna til hliðar í síðunni.. það er eins og blogger lesi ekki íslensku stafina og ég kann ekki að laga þetta, ég helt að þetta myndi kannski lagast af sjálfu sér eins og þetta brenglaðist af sjálfu sér, en svo virðist ekki vera..
Ohh tölvan mín er aftur búin að vera biluð og ég fór með hana í viðgerð og hún var þar í næstum viku og ég fékk hana ennþá bilaða til baka af því að það á eftir að panta eitthvað móðurborð til að setja í hana, ég ætla að vona að það muni ekki taka langan tíma. Rosalega hlýtur það að hafa verið einfaldara þegar það var ekki öll þessi tækni. Þegar gsm símar voru nýjung og þeir sem áttu svoleiðis voru alveg ótrúlega svalir með aukatösku undir símann og allr sem honum fylgdi. Í dag er það þannig að um 10 ára aldur eru flestir á 2 eða 3 símanum sínum. Þegar tölvur voru nýjung á heimilum og til að komast inn í það sem maður vildi þurfti maður að skrifa dos/leikir/tetris eða eitthvað álíka en nú eru allir komnir með xp og eitthvað sem að enginn kann á og ef það bilar þá þarf maður bara að bíða í viku! En allavegana, þetta er ekkert skemmtilegt raus, hinsvegar er gaman að hugsa til þess að þetta sem ég var að tala um var fyrir um það bil 10 árum, ég væri til í að geta kíkt 10 ár fram í tímann og séð hvað verður í gangi þá..
En allavegana.. ef að einhver kann að laga þetta linkadót þá væri það fínt :)
Thursday, February 15, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Haha, vá fyrst til að kommenta á mínu eigin bloggi ;) en allavegana þá fattaði ég þetta alveg sjálf með tenglana :)
Vó, aldeilis dugleg! Bara ein spurning: eru Ásta Lilja og Elín Heiða saman með bloggsíðu eða gleymdirðu einu bili? ;o)
Hmmm.. ég sé bara tvo aðskilda linka og þetta virkar fínt hjá mér... dúbíus.
Oh ég man þegar gamla tölvan heima var með svörtum skjá og grænum stöfum, hahaha
Þetta er hið dularfyllsta mál því hjá mér kemur það ÁstaLiljaElínHeiða í einni línu! (samt mismunandi tenglar) Dunununu...
Post a Comment