Sunday, February 18, 2007

Læri læri tækifæri...

Í dag hefur gefist tækifærið til að læra! Helgi er í burtu og ég er ekki að vinna. Ég svaf út og vaknaði fersk þannig að þetta hefði ekki getað verið betra. En ég ákvað að gera ekki neitt í staðin. Ég skoðaði allar síður á netinu sem mér datt í hug, tvisvar, talaði við Lilý á skype og kíkti svo aðeins aftur á helstu síðurnar. Nú er svo komið að ég er að fara í bollukaffi til múttu þannig að ég næ hreinlega bara ekkert að læra í dag, bömmer.
En talandi um bollukaffi, þá skal ég segja ykkur það að ég verð eiginlega að borða tvöfaldan skammt núna vegna þess að það eru tvö ár síðan ég fékk mér síðast bollur, það var ekki svoleiðis munað að fá í Sölden. Svo er að koma öskudagur, allir litlu krakkarnir búnir að hafa áhyggjur síðan í byrjun árs hvað þeir ættu eiginlega að vera og hvaða lög þau ættu að syngja, klukkan hvað á að fara á fætur og í hvaða búðir á að fara og síðast en ekki síst í hvaða liði þau ættu að vera. Það var nú ekki alltaf dans á rósum að vera lítill. Mig langaði alltaf að vera flugbangsi, fékk það aldrei. Það var sárt að verða stór og þurfa að hætta þessari hefð, við stelpurnar slepptum þó ekki alveg jafn snemma og aðrir, fórum í Brynju eitt árið og sungum fyrir ís. Næsta öskudag reikna ég ekki með að syngja neitt, sé ekki fram á að verða vör við hann af því að ég er orðin stór.
Í gærkvöldi vorum við með matarboð, eins og stóra fólkið gerir. Anna og Jens komu og borðuðu hjá okkur, ég vona að við höfum ekki sent þau heim með Salmonellu, kjúllinn sem við buðum upp á var næstum lifandi í fyrstu atrennu, honum var stungið í ofninn med det samme og ég vona að enginn hljóti skaða af.
Og að öðru, internetið er alveg stórhættulegur hlutur, það getur stolið fleiri klukkutímunum frá manni, síður eins og alluc.org og peekvid.com eru ekki sniðugar!
Þetta var allt, Helgi búinn í sturtu og við á leið í bollu!
-Valdís-

7 comments:

Anonymous said...

yes...fyrst til að kvitta. Verð að hrósa þér fyrir að vera orðin svona öflug í blogginu...annað eins hefur ekki sést í langan tíma. Annars vildi ég nú bara kvitta fyrir mig:)

Una said...

Úff, það að geta nálgast sjónvarpsþætti á netinu er versti óvinur veiklundaðra námsmanna (eins og til dæmis mín)!

Skotta said...

bollabolla! þó það sé tæknilega séð kominn sprengidagur... sem er reyndar pönnukökudagur hér í uk (sem er klárlega skemmtilegra en saltkjötið og baunirnar)

Valdís Ösp said...

Já takk Þórdís ég reyni..

Og Una ég held að við ættum að leita okkur hjálpar ;)

Helga, ég á ekkert saltkjöt og engar baunir nema gular, ég ætla að borða, kjúkling í kvöld.

Anonymous said...

Hei, þú veist það er hægt að baka bollur...það gerði ég og þær smökkuðust alveg jafn vel og heima! :o)

Valdís Ösp said...

Já, hugsanlega hefði okkur dottið það snjallræði í hug ef við hefðum haft bakaraofn, án hans er þetta illmögulegt.. ;)

Anonymous said...

ég meina, skella þeim í öbbann og tataaaa ! pottþétt virkað ;) eða við hefðum getað djúpsteikt þær eins og ALLT annað sem var djúpsteikt ;)

já vertu dugleg að blogga áfram, ég er að reyna að taka mig á líka!