Sunday, February 25, 2007

Mér líst svo vel á það að Blómaval hafi flutt í húsið hjá Húsasmiðjunni, það þýðir að nú þarf fólkið sem á Kaffi rós að gera eitthvað til að laða fólk að og þau hafa fundið þvílíkt snilldarráð sem er að halda ýmsa markaði þarna. Um daginn voru þau með nærfatamarkað og þar fórum við Helga og birgðum okkur upp af brjóstahöldurum og svo var hún núna að opna nýjan markað með afgangsfötum frá Perfect, GS, gallerí og Fargo, dýrasta flíkin hjá þeim er 2.900! Það liggur við að það sé verðið fyrir að fá að máta í Fargo. Snilld.

Það sem er þó ekki jafn mikil snilld er það hvað er að verða um almenningsbókasöfn í landinu. Ég man þá tíð að maður gat fengið frítt Bókasafnskort hvar sem er og mig grunaði ekki að maður þyrfti einhverstaðar að borga fyrir annað en sektir og týnd kort. En annað kom nú á daginn hérna fyrr í vikunni þegar Una ætlaði að taka fyrir mig bækur sem voru til í Hafnafyrði og senda móður sína með hana norður, úr þessu varð alveg heljarinnar vesen sem endaði svo með því að Una fór fýluferð og ég þurfti að panta bókina í millisafnsláni. Piff.

Jæja, nú er ég búin að sitja í 10 mínútur og láta mér detta eitthvað annað merkilegt í hug til að segja en það kemur ekkert, ætli ég verði þá ekki bara að fara að sofa. Eða nei, ég man eitt! úff ég verð bara pirruð áður en ég næ að skrifa það. Í gær fór Helgi með föt niður í þvottavélina, hann ætlaði bara að setja í eina vél og hann sá að það hafði enginn pantað hana fyrir daginn þannig að hann stakk bara í eina vél og bókaði vélina ekki neitt, því að hann ætlaði ekki að nota hana. Svo þegar hann fór niður seinna um daginn til að ná í þvottinn, þá sér hann það að það hafði einhver tekið þvottinn úr henni og sett hann á bekkinn, af því að hann hefði ætlað að fara að nota hana, sem að hefði verið allt í lagi ef að hann hefði leyft henni að klára! þá hafði ófétið bara stoppað vélina af því að Helgi hafði ekki skrifaði þetta í bókina þannig að þvotturinn okkar lá bara þarna á bekknum óþveginn og rennandiblautur! Er það nú dónaskapur!

-Tschüss-

4 comments:

Anonymous said...

Ohhh Valdís, ég er svo innilega sammála þér með þetta bókasafnskjaftæði. Ég bý rétt hjá einu Borgarbókasafninu og ég þarf að borga núna árlega 1000kr. fyrir að taka út bækur þar..bull og vitleysa. Já og þetta þvottadæmi er nú alveg fáránlegt...gat manneskjan ekki haft þann sóma til að bíða þangað til að vélin væri búin:(

Una said...

Ertu að grínast með þennan þvottavélarþrjót! Hver gerir svona? Róleg á smámunaseminni... Fyrr má nú aldeilis vera!

Skotta said...

Í fyrsta lagi, þá var ég að fá sekt á helv... bókasafninu í Keele.
Í annan stað, þá ættirðu að koma hingað í þvottahúsið í Lindsey Hall - samnemendur mínir eru hreinir þvottavélarhryðjuverkamenn!
Í þriðja lagai, þá vildi ég að það hefði verið ég Helga sem keypti með þér nærföt...

Lilý said...

Mig langar líka í naerföt.. buhu.