Sunday, February 11, 2007

Passið ykkur bara..

Já nú getið þið farið að vara ykkur! því í gær fórum við hjúkkurnar niður á FSA og fengum að stinga hvor aðra :) jebbs, nú kann ég að taka blóð úr fólki og hef í hyggju að fara niður í apótek og kaupa mér sprautur til að æfa mig heima.. Þetta var alveg magnað, svolítið ógnvekjandi í fyrstu, ég var alveg skíthrædd um að Helga myndi stinga mig til bana hreinlega, en hún stóð sig alveg með prýði kellan, ég er bara með smá marblett. Svo löggðumst við ein af annarri á bekkinn og þetta gekk eins og í sögu. EFtir það fengum við að fylgjast með öllu ferlinu, frá því að þetta var í litlum glösum, þar til að niðurstöðurnar voru komnar. En nú er ég að hugsa um að fara í afgangskökur i Byggðaveginum því að ég missti af þeim í gær ;)
ciao..

3 comments:

Una said...

Úff, pant ekki vera tilraunadýr! (ekki það að ég treysti þér ekki) :o)

Anonymous said...

Frumsýning verður tilkynnt síðar ;)
En ég lofa að þú verður sko fyrsta sem færð að sjá þetta .. hehe

Anonymous said...

úbs,aumingja Helgi.hehe