Sunday, May 06, 2007

Mig langar í péninga...

ég var alveg að því komin að kaupa mér happdrættismiða í dag vegna þess að mig langar svo í péninga.. mér finnst alveg ótrúlega leiðinlegt að vera blönk. Svo fór ég að skoða hvernig þetta hefur komið út hjá mömmu og pabba síðustu 10 ár og þá er ég að sjá að þau eru í 18 þúsund króna tapi að meðaltali á ári, þrátt fyrir að þau hafi fengið 100.000 einu sinni. Ég hugsa að ég fjárfesti ekki í þessu á næstunni.
ég er búin með 3 próf af 6, en mér hefur aldrei gengið eins illa í próftíð, ég ætla bara að vona að ég nái, ég nenni alveg ómögulega að fara í upptökupróf! en við sjáum nú bara til, ég ætla að vona að ég fái út úr þessu sem fyrst. Svo hlakka ég bara til sumarsins, það er eins gott að það verði sól og blíða alla daga! þetta verður sumar útilega og hollustu, sumarið sem ég mun hvílast og hugsa um sjálfa mig! vá hvað ég hlakka til!
Nú eru allir að læra í kringum mig þannig að ég er að hugsa um að reyna að gera það líka, reyna að fækka upptökuprófunum sem ég þarf að taka :)

1 comment:

Una said...

Haha, þannig að þú hefur fundið tíma í próftíð til að gera rannsókn á happdrættisútgjöldum og -innkomu fjölskyldunnar síðustu 10 árin? Ég kalla þig góða! ;o)