mmm! það er kominn snjór! það er bara orðið jólalegt úti og ég þarf að passa mig á að fara bara ekki að syngja jólalög, mm ég hlakka til þegar þau fara í spilun. Ekki það að ég hef eiginlega ekki tíma til að hlakka til jólanna fyrr en þau eru bara komin, en það þýðir þá líklega að ég þurfi ekki að bíða eins lengi eftir þeim.
Við erum í heilsusálfræðiáfanga í skólanum, hann er byggður upp með tveimur hlutaprófum og einu lokaprófi. Við þreyttum fyrra hlutaprófið síðasta mánudag og við stelpurnar eyddum helginni sveittar í bústað á Illugastöðum við að læra fyrir það. Prófið var svo 10 krossar, 7 skilgreiningar og 2 ritgerðir. Mér gekk vel í krossunum, ekki eins vel í skilgreiningunum, vissi bara 4 af 7 og svo átti að velja eina ritgerð og mér gekk vel með hana. Þegar ég kom svo fram eftir prófið þá var verið að ræða það eins og gengur og gerist og þá kemur það upp úr dúrnum að það átti bara að svara 4 af 7 skilgreiningum! Ég fór að tala við kennarann eftir á til að útskýra fyrir honum þessi mistök mín sem fólust í því að ég las ekki leiðbeiningarnar og ég las heldur ekki yfir prófið því að ég þurfti að flýta mér svo mikið út því að ég var alveg að pissa á mig og ég vissi ekki hvort að hann myndi leyfa mér að fara á klóið í svona litlu prófi. Hamn sagðist líklega þurfa að láta fyrstu 4 gilda, sem er sorglegt af því að ég kunni fyrstu skilgreininguna og svo 3 síðustu. Sorglegt, ég grét næstum af pirringi.
Það stefnir allt í suðurferð á föstudaginn, jibbí.
Tuesday, October 30, 2007
Wednesday, October 24, 2007
Rembingur!
já, ég er alveg að rembast, rembast í þessum blessaða skóla, rembast við að blogga við og við, rembast við að halda uppi skátastarfi, rembast við að borða hollt og hreyfa mig!
En ég nenni nú ekki að tala um það þessi fáu skipti sem að ég kem hérna inn. Það sem ég nenni hinsvegar að tala um eru rimlagardínur! hvað er málið með rimlagardínur. Það sem að mér finnst verst við þær er það að það er svo svakalega leiðinlegt að þrífa þær, það er alveg bara drep, maður stríkur ekkert bara af rétt í leiðinni af því að maður er með tuskuna á lofti, nei þetta er eitthvað sem að þarf að taka sér bara dag í! Það er annað með rimlagardínur, þegar maður skrúfar fyrir þær þá er hægt að gera það á rétta vegu og ranga vegu. Af hverju myndi fólk skrúfa fyrir þær á ranga vegu? það bara skil ég ekki. Ég hef nú oft rætt þetta við hann unnusta minn og hann bara skilur ekki að þetta sé mér svona mikið mál. Þegar ég fer svo á fætur í morgun með allt á hornum mér af því að það var einhver helvítis andskotans grafa með þvílíkan hávaða hérna fyrir utan klukkan 8 í morgun og ég hafði gert ráð fyrir því að sofa til 9. En jæja, ég kem fram og hvað er það fyrsta sem ég sé, það er dregið fyrir gluggan í stofunni á rangan hátt. jiminn eini ég veit ekki hvert ég ætlaði.
En ég nenni nú ekki að tala um það þessi fáu skipti sem að ég kem hérna inn. Það sem ég nenni hinsvegar að tala um eru rimlagardínur! hvað er málið með rimlagardínur. Það sem að mér finnst verst við þær er það að það er svo svakalega leiðinlegt að þrífa þær, það er alveg bara drep, maður stríkur ekkert bara af rétt í leiðinni af því að maður er með tuskuna á lofti, nei þetta er eitthvað sem að þarf að taka sér bara dag í! Það er annað með rimlagardínur, þegar maður skrúfar fyrir þær þá er hægt að gera það á rétta vegu og ranga vegu. Af hverju myndi fólk skrúfa fyrir þær á ranga vegu? það bara skil ég ekki. Ég hef nú oft rætt þetta við hann unnusta minn og hann bara skilur ekki að þetta sé mér svona mikið mál. Þegar ég fer svo á fætur í morgun með allt á hornum mér af því að það var einhver helvítis andskotans grafa með þvílíkan hávaða hérna fyrir utan klukkan 8 í morgun og ég hafði gert ráð fyrir því að sofa til 9. En jæja, ég kem fram og hvað er það fyrsta sem ég sé, það er dregið fyrir gluggan í stofunni á rangan hátt. jiminn eini ég veit ekki hvert ég ætlaði.
Saturday, October 06, 2007
Þvílík viðbrögð!
En jæja, ég er svo uppveðruð eftir þessi komment (veit að þau hefðu verið 3 ef að það hefði ekki verið eitthvað tölvubögg hjá Þórunni) þannig að ég er bara að hugsa um að koma með aðra færslu! Og í þessari færslu ætla ég að segja söguna af því þegar ég hélt að ég væri gengin af göflunum!
Það var hérna einn morguninn, miðvikudagsmorguninn nánar tiltekið að ég var í fríi í skólanum og ein heima. Þegar ég vakna fer ég fram í eldhús til að fá mér morgunmat og fyrir valinu verður ristað brauð og te. Þegar ég drekk te þá nota ég alltaf örlitla mjólk útí. Eftir að ég er orðin södd og sæl þá geng ég frá því sem ég notaði, set brauðið upp í skáp og mjólkina inn í ísskáp. Þetta er svo sem ekki til frásagnar, nema hvað að svo seinna um daginn ætla ég að fara að næra mig aftur eftir að hafa setið inn í stofu og lært og ég fer inn í eldhús og næ mér í það sem ég ætla að nota og sest niður. Þegar ég er að opna mjólkurfernuna þá fer ég að hugsa, ég kláraði ekki fernuna sem að ég drakk úr í morgun! hmmmmm, ég kíki inn í ísskáp til að athuga hvort að mér hafi bara yfirsést hún (nei við eigum ekki amerískan ísskáp þannig að líkurnar á því eru hverfandi). En hún var ekki þar. Það var þá sem ég fór að velta fyrir mér hvort að allt væri með felldu þarna upp hjá mér! Ég settist bara aftur og fór að borða en ég bara gat ekki einbeitt mér. Ég varð að vita hvernig þetta mjólkurmál væri. Ég stóð upp og ég kíkti inn í alla skápa í eldhúsinu, til að vita hvort að ég hefði kannski sett hana inn óvart. En hún var hvergi. Ég varð að láta mér þá niðurstöðu næga og kláraði að borða. Eftir matinn fór ég svo bara að læra þegar ég fattaði allt í einu hvað varð um mjólkina! Ég mundi það að þegar ég sat inní stofu að læra þá hafði Helgi komið heim og fengið sér að borða, og ég var bara búin að steingleyma því! Jiminn eini hvað ég var glöð að ég væri ekki að ganga af göflunum :)
Nú ætla ég að gera annan villtan hlut, jafnvel villtari en að blogga! Ég ætla í ræktina!
Það var hérna einn morguninn, miðvikudagsmorguninn nánar tiltekið að ég var í fríi í skólanum og ein heima. Þegar ég vakna fer ég fram í eldhús til að fá mér morgunmat og fyrir valinu verður ristað brauð og te. Þegar ég drekk te þá nota ég alltaf örlitla mjólk útí. Eftir að ég er orðin södd og sæl þá geng ég frá því sem ég notaði, set brauðið upp í skáp og mjólkina inn í ísskáp. Þetta er svo sem ekki til frásagnar, nema hvað að svo seinna um daginn ætla ég að fara að næra mig aftur eftir að hafa setið inn í stofu og lært og ég fer inn í eldhús og næ mér í það sem ég ætla að nota og sest niður. Þegar ég er að opna mjólkurfernuna þá fer ég að hugsa, ég kláraði ekki fernuna sem að ég drakk úr í morgun! hmmmmm, ég kíki inn í ísskáp til að athuga hvort að mér hafi bara yfirsést hún (nei við eigum ekki amerískan ísskáp þannig að líkurnar á því eru hverfandi). En hún var ekki þar. Það var þá sem ég fór að velta fyrir mér hvort að allt væri með felldu þarna upp hjá mér! Ég settist bara aftur og fór að borða en ég bara gat ekki einbeitt mér. Ég varð að vita hvernig þetta mjólkurmál væri. Ég stóð upp og ég kíkti inn í alla skápa í eldhúsinu, til að vita hvort að ég hefði kannski sett hana inn óvart. En hún var hvergi. Ég varð að láta mér þá niðurstöðu næga og kláraði að borða. Eftir matinn fór ég svo bara að læra þegar ég fattaði allt í einu hvað varð um mjólkina! Ég mundi það að þegar ég sat inní stofu að læra þá hafði Helgi komið heim og fengið sér að borða, og ég var bara búin að steingleyma því! Jiminn eini hvað ég var glöð að ég væri ekki að ganga af göflunum :)
Nú ætla ég að gera annan villtan hlut, jafnvel villtari en að blogga! Ég ætla í ræktina!
Friday, October 05, 2007
Draumar...
haha, mig dreymdi að ég hefði bloggað hérna og ég þurfti að fara inn á síðuna til að athuga hvort að það væri rétt eða ekki.. það er alveg ótrúlegt hvað draumar geta verið raunverulegir! Reyndar var sá sem mig dreymdi í nótt ekkert svo líklegur til að gerast, ég var riddari og hesturinn minn var "gyllti skjóturinn" sem þýddi það að ég var alltaf fremst þegar við (ég og herlið mitt) fórum eitthvað. Í nótt vorum við nú ekkert í sérstaklega ögrandi verkefni, við vorum að fara í kökuboð í kastala þarna rétt hjá. Þegar við vorum komin þangað þá var enginn til að taka á móti okkur og við vissum ekkert hvert við áttum að fara með hestana og þetta var allt hin mesta ringulreið. En svo fór allt saman vel og við fundum hesthúsin og gátum sest og fengið okkur kökur... skrítinn draumur...
En hvað um það, nú er ég komin hérna og byrjuð að skrifa, ég gæti allt eins skrifað einhverjar raunverulegar fréttir af mér.. eða nei annars, ég geri það næst, ég er ekki viss um að einhver fari enn hérna inn, nema kannski Una í von og óvon!
En hvað um það, nú er ég komin hérna og byrjuð að skrifa, ég gæti allt eins skrifað einhverjar raunverulegar fréttir af mér.. eða nei annars, ég geri það næst, ég er ekki viss um að einhver fari enn hérna inn, nema kannski Una í von og óvon!
Subscribe to:
Posts (Atom)