Tuesday, October 30, 2007

Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó!

mmm! það er kominn snjór! það er bara orðið jólalegt úti og ég þarf að passa mig á að fara bara ekki að syngja jólalög, mm ég hlakka til þegar þau fara í spilun. Ekki það að ég hef eiginlega ekki tíma til að hlakka til jólanna fyrr en þau eru bara komin, en það þýðir þá líklega að ég þurfi ekki að bíða eins lengi eftir þeim.
Við erum í heilsusálfræðiáfanga í skólanum, hann er byggður upp með tveimur hlutaprófum og einu lokaprófi. Við þreyttum fyrra hlutaprófið síðasta mánudag og við stelpurnar eyddum helginni sveittar í bústað á Illugastöðum við að læra fyrir það. Prófið var svo 10 krossar, 7 skilgreiningar og 2 ritgerðir. Mér gekk vel í krossunum, ekki eins vel í skilgreiningunum, vissi bara 4 af 7 og svo átti að velja eina ritgerð og mér gekk vel með hana. Þegar ég kom svo fram eftir prófið þá var verið að ræða það eins og gengur og gerist og þá kemur það upp úr dúrnum að það átti bara að svara 4 af 7 skilgreiningum! Ég fór að tala við kennarann eftir á til að útskýra fyrir honum þessi mistök mín sem fólust í því að ég las ekki leiðbeiningarnar og ég las heldur ekki yfir prófið því að ég þurfti að flýta mér svo mikið út því að ég var alveg að pissa á mig og ég vissi ekki hvort að hann myndi leyfa mér að fara á klóið í svona litlu prófi. Hamn sagðist líklega þurfa að láta fyrstu 4 gilda, sem er sorglegt af því að ég kunni fyrstu skilgreininguna og svo 3 síðustu. Sorglegt, ég grét næstum af pirringi.
Það stefnir allt í suðurferð á föstudaginn, jibbí.

2 comments:

Anonymous said...

ohh ósanngjarnir kennarar- en svona er lífid... ég hugsa til thess med einskaerri gledi ad ég tharf ekki ad fara i neitt einasta próf thad sem eftir er :)...en próf geta samt verid skemmtileg svo gangi thér bara betur í thví naesta- og lestu leidbeiningarnar og ekki drekka ádur en thú ferd i próf :P

bk
Lilja

Una said...

Æ elskan! Vonandi sér hann að sér blessaður.

Oh ég hlakka svo til að hitta þig! :o)