..það er spurningin.
Það gæti þó ekki verið betri tími til að gera það heldur en akkúrat núna þegar ég er í prófum. Ég er búin með 4 af 6 og yfirleitt þegar þannig er komið þá er maður bara nokkuð rólegur því að erfiðustu prófinu eru oftast fyrst. En það er ekki þannig núna, ég á eftir að fara í félagsfræði og sálfræði. Félagsfræðin er frumlestur á efninu þannig að ég er ekki bjartsýn á það próf og sálfræðin er frumlestur að hluta til, við tókum eitt hlutapróf í vetur. Við hjúkkurnar erum búnar að eyða síðustu tvemur vikum upp í Valhöll að læra, þar er ekkert net eða annað sem getur truflað okkur, við tímum varla að taka matarpásur svo æstar erum við í lærdómnum. Einn daginn vorum við svo æstar að við sátum í 12 tíma með kannski svona 2 matarpásum og 2 pissupásum og þegar ég kom heim var ég með bjúg á fótunum takk fyrir pent! Eftir þetta fórum við að verða aðeins meðvitaðri um mikilvægi þess að standa aðeins upp. En þetta er búin að vera frekar erfið próftíð þar sem kroppurinn er farinn að finna aðeins fyrir þessari auka manneskju og mér er verður svo illt í bakinu við að sitja svona lengi, en það er víst ekki um annað að ræða. Ég fékk í afmælisgjöf tvö gjafabréf í nudd og ég á tíma 13. des klukkutíma eftir prófið, mm mm mm hvað það verður næs! svo ætla ég að eiga hinn tímann til góða. Hver veit nema að ég splæsi bara á mig fleirum ef ég er að fíla þetta í botn.
En mér er víst ekki lengur til setunnar boðið, allavegana ekki hérna fyrir framan tölvuna, ætli það sé ekki best að reyna að klára þessa próftíð af þó svo að það sé kannski ekki með stæl.
Á næstu önn....
Sunday, December 09, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Haha það er af sem áður var þegar við tókum með okkur námsbækur í Valhöll og ætluðum að nýta tímann þegar stelpurnar voru í hæki. Sénsinn! En gott að þú ert dugleg elskan og um að gera að dekra við þig og babylove :o)
P.S. Við sjáumst eftir 18 daga!
Ahhh yes, "á næstu önn.." er orðin alræmd setning. En í þetta sinn stöndum við við þetta!!
Vona að við verðum ekki enn að segja "á næstu önn.." á næstu önn ;) hahaha
Post a Comment