Já, ég ákvað að gerast svo djörf að ráðast á það ein míns liðs að setja nýtt útlit á síðuna hérna, hitt var orðið þreytt. Mig rekur minni til þess að síðast þegar ég gerði það hafi ég þurft að biðja Unu að hjálpa mér svo að allir linkarnir týndust ekki, en nú er þetta orðið algjörlega imbafrítt, og sko mig, mér tókst þetta! Ástæðan fyrir því að ég fór í þetta algjörlega þarfaverk í dag var sú að í matarpásunni þá ákváðu allir að fara heim, sem er mjög óvanalegt. Þannig að ég var bara ein eftir upp í skóla af því að ég nennti ómögulega heim, þar var ekkert skemmtielgt sem beið mín. Að sitja einn í matsalnum er frekar sorglegt, nema ef maður hefur eitthvað fyrir stafni, því tók ég tölvuna og sökkti mér ofan í þessar breytingar. Það sem er jafnvel sorglegra en að sitja einn í matsalnum er að sitja þar einn og borða, en Þórunn bjargaði mér frá þeim örlögum með því að hringja í mig, þannig að þetta leit nú ekki allt eins illa út og það hljómar ;) En afrakstur þessa hádegishlés var sumsé breytt og betra blogg.
Læt þetta duga í bili, ruslið og draslið hér í íbúðinni minni hreinlega kallar á mig að taka til...
Monday, January 28, 2008
Monday, January 21, 2008
Íslendingar....
Hvað er málið með Íslendinga? stundum skilur maður ekki alveg hvað þeir eru að spá! Í þessu samhengi er ég ekki að tala um það hvernig þeir eru að standa sig í tuðrukasti á EM heldur er ég að tala um Bobby Fischer og allt málið í kringum hann. Að einhver skuli reyna að fá það í gegn að láta grafa kallinn a Þingvöllum við hlið Einars Ben er líklega ein sú fáránlegasta hugmynd sem ég hef heyrt! Halldór Kiljan Laxness er ekki einu sinni grafinn þar, er verið að segja það að Bobby Fischer hafi verið þvílíkur heiðursmaður að hann eigi frekar að vera þarna. Og ekki nóg með það þá var verið að tala um að sjónvarpa athöfninni. Já, við skulum alveg endilega eyða skattpeningum landans í það, ég hefði nú haldið að þeir sem hefðu áhuga á því að fylgja þessum manni til grafar geti bara gert sér ferð og verið viðstaddir útförina. Ég á bara ekki til eitt aukatekið orð yfir þessum fíflaskap. Þessi maður var búinn að vera íslendingur í 2 ár eða eitthvað og ekki borgað svo mikið sem krónu til íslenska ríkisins.
Svo er það annað, forsetakosningar. Það á bara að banna þessum trúð að bjóða sig á móti Ólafi, það er ekkert smá dýrt fyrir landið að fara að halda kosningar sem eru með öllu tilgangslausar því að það veit það hver heilvita maður að hann vinnur ekkert Ólaf. Þetta er bara svooo kjánalegt.
En þeir eru nú að standa sig ágætlega þarna úti í Noregi, komust allavegana áfram í milliriðilinn, þó svo að það hefði nú verið betra að hafa með sér einhver stig. Mætum Þjóðverjum á morgun, vonum bara að þeir massi það.
Svo er það annað, forsetakosningar. Það á bara að banna þessum trúð að bjóða sig á móti Ólafi, það er ekkert smá dýrt fyrir landið að fara að halda kosningar sem eru með öllu tilgangslausar því að það veit það hver heilvita maður að hann vinnur ekkert Ólaf. Þetta er bara svooo kjánalegt.
En þeir eru nú að standa sig ágætlega þarna úti í Noregi, komust allavegana áfram í milliriðilinn, þó svo að það hefði nú verið betra að hafa með sér einhver stig. Mætum Þjóðverjum á morgun, vonum bara að þeir massi það.
Friday, January 04, 2008
Farvel 2007
Árið byrjaði hreint ekki illa, ég komst áfram í hjúkrunarfræði í Háskólanum. Ég var góð með mig, þóttist geta þetta án þess að læra. Þessi vorönn fór í dól og almenna leti. Ég þjáðist af post clausus syndrom sem lýsti sér í því að ég opnaði ekki skólabók alla önnina, ég hlustaði ekki í tímum og ég svaf í sófanum á daginn. Á þessari önn fórum við í verknám og fengum smjörþefinn af því sem við ætlum að vinna við í framtíðinni. Ég byrjaði líka að vinna á elliheimilinu með skólanum og hélt þar áfram um sumarið. Þar líkaði mér vel. Ég grét hluta sumars yfir því að komast ekki á alheimsmót skáta sem var haldið svo stutt frá okkur. Stuttu fyrir mót tókum við Una og Rakel svo skyndiákvörðun um að skella okkur. Ég sé ekki eftir því. Þetta var þó erfið vika, unnum á daginnn í hitanum og sváfum svo í tjaldi og ég með hálf lélega dýnu. Ég fékk vott af kvefi undir lokin og varð hálfdrusluleg. Ég veit ekki hvort að það megi rekja það til þess að ég var nýorðin ólétt og vissi enn ekki af því. Ég hélt svo bara mínu striki í vinnunni þegar heim var komið þangað til í lok ágúst, þá byrjaði ég að æla og ég hætti því ekki fyrr en í oktober. Það var alveg ótrúlega gefandi tími. Ég sem ætlaði að vera svo dugleg að læra, en ég bara gat það ekki því mér var svo óglatt alltaf hreint, og svo þegar ógleðin dvínaði þá var ég komin svo langt á eftir og það var svo margt að gera að það var alveg eins gott að ýta þessu bara áfram á undan sér. Þegar stutt var liðið á haustið var mér boðið að fara til Póllands fyrir fræðsluráð bandalags íslenskra skáta, ég þáði það auðvitað og skemmti mér bara ágætlega þrátt fyrir óendanlega langt ferðalag og ótrúlega vondan mat. En það er alltaf gaman að hafa komið til Póllands ;) svo þaut þessi önn framhjá á óhugnandi hraða og ein versta próftíð sem ég hef upplifað tók við. Það er ekki gaman í próftíðum þegar maður er svona illa undirbúinn. Þess vegna ætla ég að vera svooo dugleg á næstu önn. Svo komu jólin, þau voru góð í faðmi vina og fjölskyldu. Ég var svo að vinna á áramótunum, það er svo sem ekki slæm upplifun. Nú er árið 2008 komið og ég hef bara góða tilfinningu fyrir því.
En þetta var svona stiklað á stóru yfir hvað gerðist á árinu 2007. Árið 2008 verður án efa mun viðburaðrríkara.
En þessi jól hafa verið góð. Við Helgi vorum heima hjá mömmu og pabba á aðfangadagskvöld, það var ágætt að þurfa ekki að hafa áhyggjur af matnum, það er svo öruggt að hann sé góður ef að mamma eldar hann, ætli þetta gerist bara? að þegar maður verður mamma þá læri maður að elda svona góðan mat, það hlýtur að koma í ljós. Svo kom Una og hún er búin að gista á stofugólfinu hjá mér síðustu vikuna, það er búið að vera gott að hafa hana og aðra vini sem hafa að jafnaði aðsetur sitt í borg óttans.
Bis Später...
En þetta var svona stiklað á stóru yfir hvað gerðist á árinu 2007. Árið 2008 verður án efa mun viðburaðrríkara.
En þessi jól hafa verið góð. Við Helgi vorum heima hjá mömmu og pabba á aðfangadagskvöld, það var ágætt að þurfa ekki að hafa áhyggjur af matnum, það er svo öruggt að hann sé góður ef að mamma eldar hann, ætli þetta gerist bara? að þegar maður verður mamma þá læri maður að elda svona góðan mat, það hlýtur að koma í ljós. Svo kom Una og hún er búin að gista á stofugólfinu hjá mér síðustu vikuna, það er búið að vera gott að hafa hana og aðra vini sem hafa að jafnaði aðsetur sitt í borg óttans.
Bis Später...
Subscribe to:
Posts (Atom)