Hvað er málið með Íslendinga? stundum skilur maður ekki alveg hvað þeir eru að spá! Í þessu samhengi er ég ekki að tala um það hvernig þeir eru að standa sig í tuðrukasti á EM heldur er ég að tala um Bobby Fischer og allt málið í kringum hann. Að einhver skuli reyna að fá það í gegn að láta grafa kallinn a Þingvöllum við hlið Einars Ben er líklega ein sú fáránlegasta hugmynd sem ég hef heyrt! Halldór Kiljan Laxness er ekki einu sinni grafinn þar, er verið að segja það að Bobby Fischer hafi verið þvílíkur heiðursmaður að hann eigi frekar að vera þarna. Og ekki nóg með það þá var verið að tala um að sjónvarpa athöfninni. Já, við skulum alveg endilega eyða skattpeningum landans í það, ég hefði nú haldið að þeir sem hefðu áhuga á því að fylgja þessum manni til grafar geti bara gert sér ferð og verið viðstaddir útförina. Ég á bara ekki til eitt aukatekið orð yfir þessum fíflaskap. Þessi maður var búinn að vera íslendingur í 2 ár eða eitthvað og ekki borgað svo mikið sem krónu til íslenska ríkisins.
Svo er það annað, forsetakosningar. Það á bara að banna þessum trúð að bjóða sig á móti Ólafi, það er ekkert smá dýrt fyrir landið að fara að halda kosningar sem eru með öllu tilgangslausar því að það veit það hver heilvita maður að hann vinnur ekkert Ólaf. Þetta er bara svooo kjánalegt.
En þeir eru nú að standa sig ágætlega þarna úti í Noregi, komust allavegana áfram í milliriðilinn, þó svo að það hefði nú verið betra að hafa með sér einhver stig. Mætum Þjóðverjum á morgun, vonum bara að þeir massi það.
Monday, January 21, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Vá reiðiblogg! En já, ég er alveg innilega sammála þér... Bobby Fischer, Einar Ben og Jónas Hallgrímsson. Koma svo fólk, þetta er ekki aaalveg það sama!
jeij hvað ég er glöð að þú skulir blogga, jafnvel þó að það hafi verið reiðibligg eins og una þín sagði :)
er svo sammála þér með þetta allt, bobby smobby, hvað í anskotanum gerði hann annað en að vera góður í einhverju spili, fæ ég pláss á þingvöllum fyrir að mala alla í veiðimann???
;) knús
vó! hvaða æsingur er þetta! ég hélt ég hefði farið bloggvillt ;o) Komið nýtt útlit og reykur úr eyrum!
Já, láttu þá heyra það ;o)
(reyndar er ég sammála þér í öllu sem þú segir í þessu bloggi, go Valdís!)
Post a Comment