Verknámið er búið, enn hvað það er gott! Ég þarf bara að mæta á einn umræðufund núna á eftir og klára annað verkefnið sem fylgir og þá er þetta búið. Ekki það að það muni taka neitt sérstaklega rólegir tímar við. Nú er eins gott að fara að láta hendur standa fram úr ermum og fara að hella sér í námsefnið ef ég ætla að ná þessum blessuðu prófum í vor. Ég ætlaði að vera voðalega dugleg í verknáminu, ég segji svo sem ekki að ég hafi ekki verið dugleg, en þau skipti sem ég hafði einhverja orku eftir daginn var ég að gera verkefni sem tengdust verknáminu. En nú er ég komin í páskafrí og ætti að hafa nægan tíma til að læra, ég er nánast í fríi til 8. apríl, þarf að mæta í skólann 31. mars og svo ekkert aftur fyrr en 8.
Ég nenni ekki að blogga um kreppuna sem allir tala um, ætla bara að segja Guði sé lof að við tókum ekki lán í erlendri mynt eins og við vorum að hugsa um! Þetta er rosalegt.
Jæja, ég ætla að reyna að sóa ekki þessum degi í eitthvað rugl, ég er ekki viss um að ég verði voðalega ánægð ef ég byrja þessa prófatíð í vor vitandi jafn lítið og ég hef oft áður vitað í upphafi prófa.
Wednesday, March 19, 2008
Tuesday, March 04, 2008
Ég fór í búð í gær. Verslaði bara þetta helsta, var komin með vel í körfuna þegar ég fór að kassanum og hugðist borga. Þetta gekk allt sinn vanagang og ég týndi vörurnar á færibandið og borgaði svo, en þótti þetta svo frekar dýrt miðað við það sem ég keypti. Þegar ég kom heim fór ég að skoða kvittunina og sá þá að harðfiskurinn sem ég hafði hent í körfuna í mesta sakleysi mínu kostaði 2500 krónur! Hvernig má það vera, það er bara fjárfesting að kaupa harðfisk... úff, ég tími varla að borða hann!
Æ, tók mér svo langa bloggpásu þegar ég fór í slúðursímtal við Þórunni að ég datt úr öllum gír...
Æ, tók mér svo langa bloggpásu þegar ég fór í slúðursímtal við Þórunni að ég datt úr öllum gír...
Saturday, March 01, 2008
Allt að verða vetlaust...
Það er svo mikið að gera þessa dagana að maður veit ekki alveg á hverju maður á að byrja! ég er semsagt byrjuð í verknámi á handlækningadeildinni á FSA og ótrúlega er það gaman! Ég er samt líklega eini neminn sem er strax farin að telja niður vaktirnar sem eru eftir, ekki af því að mér leiðist þetta, heldur af því þetta er nú frekar erfitt með sístækkandi bumbu... Það er svo sem ekki skrokkurinn sem segir nei, ég er bara svo ótrúlega lúin þegar ég kem heim að ég þarf að leggja mig 2 - 3 tíma og þrátt fyrir það sofna ég á skikkanlegum tíma á kvöldin!
En þetta er alveg ótrúlega gaman og lærdómsríkt.. ég er búin að fá að setja upp þvaglegg, fara með í segulómun (sem er sko alveg eins og í House!) og margt fleira sem er líklega óviðeigandi að blogga um vegna þagnarskyldu. En vá hvað þetta er krefjandi starf, ekki síður andlega en líkamlega!
Ég sé fram á lónlí helgi, Helgi fór suður með strákunum að sletta úr klaufunum, þetta var það lengsta sem hann fékk að fara á meðan strákarnir stinga svo af til Sölden í fyrramálið. Ætli Helgi komi ekki til baka með einhverjar barnavörur, þar sem þær eru einfaldlega ekki seldar á Akureyri, hvað er málið?
Nú er löngu komið fram yfir háttatíma fyrir bumbur, ætli það sé ekki best að vera úthvíldur fyrir morgundaginn, það getur tekið á að gera ekki neitt...
En þetta er alveg ótrúlega gaman og lærdómsríkt.. ég er búin að fá að setja upp þvaglegg, fara með í segulómun (sem er sko alveg eins og í House!) og margt fleira sem er líklega óviðeigandi að blogga um vegna þagnarskyldu. En vá hvað þetta er krefjandi starf, ekki síður andlega en líkamlega!
Ég sé fram á lónlí helgi, Helgi fór suður með strákunum að sletta úr klaufunum, þetta var það lengsta sem hann fékk að fara á meðan strákarnir stinga svo af til Sölden í fyrramálið. Ætli Helgi komi ekki til baka með einhverjar barnavörur, þar sem þær eru einfaldlega ekki seldar á Akureyri, hvað er málið?
Nú er löngu komið fram yfir háttatíma fyrir bumbur, ætli það sé ekki best að vera úthvíldur fyrir morgundaginn, það getur tekið á að gera ekki neitt...
Subscribe to:
Posts (Atom)