Verknámið er búið, enn hvað það er gott! Ég þarf bara að mæta á einn umræðufund núna á eftir og klára annað verkefnið sem fylgir og þá er þetta búið. Ekki það að það muni taka neitt sérstaklega rólegir tímar við. Nú er eins gott að fara að láta hendur standa fram úr ermum og fara að hella sér í námsefnið ef ég ætla að ná þessum blessuðu prófum í vor. Ég ætlaði að vera voðalega dugleg í verknáminu, ég segji svo sem ekki að ég hafi ekki verið dugleg, en þau skipti sem ég hafði einhverja orku eftir daginn var ég að gera verkefni sem tengdust verknáminu. En nú er ég komin í páskafrí og ætti að hafa nægan tíma til að læra, ég er nánast í fríi til 8. apríl, þarf að mæta í skólann 31. mars og svo ekkert aftur fyrr en 8.
Ég nenni ekki að blogga um kreppuna sem allir tala um, ætla bara að segja Guði sé lof að við tókum ekki lán í erlendri mynt eins og við vorum að hugsa um! Þetta er rosalegt.
Jæja, ég ætla að reyna að sóa ekki þessum degi í eitthvað rugl, ég er ekki viss um að ég verði voðalega ánægð ef ég byrja þessa prófatíð í vor vitandi jafn lítið og ég hef oft áður vitað í upphafi prófa.
Wednesday, March 19, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Já vertu dugleg elskan, það borgar sig! (Eða svo hef ég heyrt).
Það er nú bara frekar stutt þangað til ég kem, hlakka svo til!
Post a Comment