Monday, August 11, 2008

Blogg blogg blogg og meira blogg...

Þegar ég skrifaði titilinn þá áttaði ég mig á því að ég er farin að syngja svo margt, flestar setningar sem ég segi, ég finn eitthvað lag með þeim. Birkir hefur gaman af því þannig að ég læt hugmyndina um að þetta sé merki um geðveilu sem vind um eyru þjóta.

Síðustu helgi var mikið gaman, mikið stuð. Við fórum á ættarmót hjá fjölskyldunni hans Helga. Það var haldið á Ólafsfirði og endaði svo á sunnudeginum með kaffiveislu í Höllinni (veitingastaður á Ól) í boði Hönnu gömlu sem var áttræð. Þarna voru flestir af nánustu ættingjum Helga mættir og margir hverjir að sjá prinsinn í fyrsta skipti þannig að þetta var heilmikill sýningartúr og auðvitað var fólk yfir sig hrifið af litla frændanum, enda ekki við öðru að búast.

Það er farið að dimma, mann langar bara að vera heima með kveikt á kertum á kvöldin og hafa það gott. Rútínan er farin að heilla mann, en ég held að það sé best að láta sig ekki hlakka of mikið til hennar heldur njóta þessara tveggja vikna sem eru eftir af sumrinu.

3 comments:

Anonymous said...

Sæl og blessuð.mikið til í þessu hjá þér. Rútínan er farin að heilla svona þegar fer að dimma á kvöldin:) En maður má ekki gleyma að njóta síðustu daga ágústsmánaðar í botn, það er oft yndislegur mánuður.
kveðja úr samtúni,inga björk

Una said...

Vá þetta sumar sko, hvert fór það? Verð eiginlega að taka undir með þér að rútínan heillar pínu...

Anonymous said...

Rosalega skil ég þig að söngla allt sem þú segir. ÉG er farin að vinna í leikskóla og ég raula, tralla og syng allan daginn! Enda er það leið bæði til að skemmta börnunum, róa þau, halda þeim uppteknum og kenna þeim málið...

En vonandi gengur allt vel hjá ykkur. Bið að heilsa Helga og litla kútnum.

kv. Hulda Dröfn