Já, svona á lífið sko að vera, við erum búin að vinna og erum bara í fríu fríi hérna í Ölpunum í rúma viku. Reyndar er færið ekki alveg upp á sitt besta núna, eini möguleikinn á að renna sér er upp á jökli, en þar er færið ekkert einu sinni frábært og þar fáum við ekki afslátt á mat, og það skal ég segja ykkur að það eru ekki nema einhverjir ríkisbubbar sem hafa efni á að kaupa þann mat á fullu verði. En þá er bara um að gera að reyna að sofa út og njóta lífsins :) Ferðalagið sem ég, Halla, Guðrún, Andrea, Jóhanna og Helgi (takið eftir kynjahlutföllum) erum að fara í byrjar svo líklega þann 30. apríl eða 1. maí.. það fer eftir því hvaða lest er best að taka til Vínar. Svo fáum við húsbílinn okkar snemma morguns 2. maí og brunum niður til Feneyja, næst liggur leiðin til Písa, svo Monokó og Nice, svo er það Mílanó þar sem við losum okkur við Jóhönnu :) og svo er haldið austur til Króatíu og Bosníu og svona :) En ég ætla nú ekkert að hafa þetta langt, en var að spá í að skella hér inn nokkrum myndum ef ég bý yfir þeirri kunnáttu :) Annars hafiði það gott, sjáumst í maí!
Æ og ó, ég kann það ekki og nenni ekki að eyða meiri tíma í það :)
Wednesday, April 26, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
þið ættuð nú að rata í gegnum hliðin í Brenner núna ;)
Ég vona að Helgi sé þolinmóður (bæði gagnvart stelpum og í umferð, hehe) en umferðin í borgum á Ítalíu er sko crazy!
Post a Comment