Það er svo vont að skera sig á blöðum! það er alveg ótrúleg miðað við hvað sárið er lítið! Ég held að það sé opinbert að ég á við tölvufötlun að stríða.. ég átti að prenta út nokkra einfalda reikninga, ýta á print og bíða þar til það væri búið að prenta allt, snúa þá blaðabunkanum við og ýta aftur á print. Hljómar einfalt ekki satt? mér tókst samt að vera meira en klukkutíma að þessu auk þess sem ég skar mig þrisvar sinnum í þumalfingurinn! bra Valdís, bra!
Ég kvíði fyrir næstu viku! það eru búin að skrá sig 17 litlir krakkar og tveir af þeim tala ekki íslensku, annar talar ensku og það kannski reddast, en hinn talar bara sænsku :s en þeir skilja víst einhverja íslensku, sem betur fer!
mmm.. matarlykt, farin að snæða...
Sunday, June 25, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Hæ Valdís. Ég er jafn löt að lesa annarra blogg eins og að blogga sjálf. En þú ert yndi og mér finnst svo GOTT að við búum í sama bæjarfélaginu!
Nú þegar þú hefur reynsluna, hvað segiru... enska og sænska vs. finnska og japanska? ;op
Post a Comment