Thursday, July 27, 2006

Missing!!

Nokkrir mánuðir ársins hafa nú ekki látið sjá sig og talið er að þeir hafi farið saman af landi brott.. umræddir mánuðir halda sig yfirleitt saman og nefnast júní, júlí og ágúst. Síðast fréttist af þeim í lok maí. Þeir sem vita eitthvað um ferðir þeirra eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregluna á Akureyri. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á fólk og margir höfðu stór plön fyrir þessa sumarmánuði sem reyndist svo ekki unnt að framkvæma vegna tímaskorts! Skólinn byrjar eftir 18 daga...

3 comments:

Anonymous said...

ég fékk vægt hjartaáfall og greip dagatalið upp... einn, tveir... átján og svo ekki meir... HVERT FÓR SUMARIÐ... þú gafst mér fast spart í rassinn!!! ég er samála... þetta er nottla bara rugl.

Una said...

Brrr! Þetta er rugl! "Sumarið sem hvarf - sakamálaleikrit í þremur þáttum (neinei, hálfum þætti... einum andardrætti?)"

Ókei, það má vinna aðeins betur úr titlinum en ég held að þetta hafi mikla möguleika. Ég er að hugsa Colin Farrell og Reese Witherspoone. Mitt fólk talar við þitt fólk.

Valdís Ösp said...

Hljómar vel Una, ég er reyndar svolítið upptekin á næstunni. Hvað með að reyna að fara í þetta eftir áramót?

Og Jóhanna.. það eru sko 3 mánuðir síðan við vorum ó Sölden! Finnst frekar eins og þetta séu þrír dagar! ég segji allavega enn við fólk að ég sé bara ný komin heim :D