æ, það getur verið svo hrikalega pirrandi þegar þessi álfar eru að stríða manni og taka hlutina manns. ég lenti í því núna um daginn að týna veskinu mínu, ég bara skildi ekki hvar í ósköpunum það gæti verið og ég leitaði allsstaðar, ég leitaði í bílnum mínum og ég bókstaflega snéri íbúðinni á hvolf til að finna þetta veski. En allt kom fyrir ekki og ég var farin að hallast að því að ég hefði bara óvart hent því. Ég fór svo yfir það í huganum hvar ég hefði notað það síðast, hringdi svo niður í Nettó og það var ekki þar, hrindi svo í lögregluna og var að vona að einhver heiðarlegur borgari hefði skilað því, en það var ekki þar. ég var búin að gefa upp alla von og var bara eitthvað að brasa inn í herbergi þegar ég sé ekki kauða liggja bara í rúminu mínu! Ha!? ég átta mig ekki alveg á hvernig það hefur komist þangað og ég týndi því daginn áður og ég veit alveg að ég svaf sko ekki á því. Þannig að mín skýring á þessu er að álfarnir hafi fengið þetta lánað og hafi verið að skila því aftur.
En nú er skólinn að verða búinn hjá mér, bara 4 kennsludagar eftir, jiminn eini.
Thursday, November 16, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Þetta er aldeilis dularfullt! Tékkaðu á kortayfirlitinu, kannski eru einhverjar óvenjulegar og álfalegar færslur :o)
Viltu biðja þá um að skila gleraugunum mínum!
já ég myndi hringja í bankann og tékka á því hvort að það hafi verið stórar færslur í gangi... tildæmis kaup á álfariki... maður veit aldrei!!!
Æ og ó! Hvi ertu ekki hérna hjá mér?!
Þetta er nú freeeekar spúgí!
En já gaman að heyra í þér áðan, ég horfi á Thank You -dæmið svona á klukkutímafresti til að lífga mig við eftir þungann og mikinn próflestur ;)
Heyrumst- ae
haha.. sækjast sér um líkir Valdís. Ást og hnoðrar og hunang og glassúr og rjómi og ský og dúfur og blóm og bleikur kandífloss til þín frá mér.
Post a Comment