Saturday, November 04, 2006

æh, stress.. ég er vöknuð klukkan 8 á laugardagsmorgni til að lesa vefja- og frumulíffræði, það er gaman af því. Það er ekkert mannlegt við klásus.. það eru allir stressaðir og einn slæmur dagur getur haft þvílík áhirf :s óh, ég er komin með stresshnút í magann, en upp að vissu marki hefur hann bara góð áhrif, án hans væri ég líklega sofandi núna :D en þar sem ég er að fara að vinna klukkan 10 - 15 og passa í kvöld þá er ágætt að ég reif mig á lappir! en ég ætla nú ekki að eyða öllum morgninum í að blogga, þá yrði ég svekkt, bara að setja inn nokkrar línur til að láta vita af mér..
ciao :)

6 comments:

Inga said...

Gangi þér vel með klásusinn... þú getur þetta.
Ég veit að próf geta verið alveg ömurleg.
Hafðu það sem allra best.

Una said...

Þú ert svo dugleg elskan! Ég held ég reyni að taka þig mér til fyrirmyndar :o)

Þórunn Edda said...

ég reyni...en gengur illa

Lilý said...

Ég veit líka að próf geta verið ömurleg! En ég sendi þér styrktarstrauma ástin mín! :*

Anonymous said...

Valdís, maður verður alltaf að gefa sér smá tíma í að blogga:) Allavegana gangi þér rosa vel að læra. Þú átt eftir að massa þetta!

Skotta said...

Valdís, þú getur þetta. Bara ekki efast, stelpa, hafðu trú á þér. Maður gerir ekki betur en sitt besta og enginn fer fram á meira. Og ekki gleyma að hugsa um sjálfa þig, hita þér te, horfa á einn sjónvarpsþátt eða heimsækja mömmu... Ef þú passar ekki upp á þig þá gerir það enginn, og hvers virði er að afkasta einhverju ef maður getur ekki notið árangurins?