Wednesday, November 22, 2006

næstsíðasti skóladagurinn að hefjast, þetta er alveg að bresta á.. ég veit að ég hef ekkert sérstaklega merkilegt um að blogga, það er bara læridilær núna! eða jú, eitt merkilegt, ég á afmæli á morgun ;) til hamingju ég!
það er alveg ótrúlegt hvernig það vill alltaf gerast að það komi eitthvað uppá þegar maður er seinn, nú er ég með smá sögu af því. í gær vaknaði ég um 7 leytið og var ekkert sérstaklega sein, en svo fór Helgi í sturtu og ég ákvað að kúra aðeins á meðan af því að ég þurfti líka að fara í sturtu. þegar ég var búin að liggja til klukkan 15 mínútur yfir 7 gat ég ekki setið á mér lengur því að ég sá fram á að vera sein, þannig að ég fór fram í eldhús og fékk mér að borða og tók mig svo til í skólann.. þá loksins var Helgi búinn í sturtu. Þá var ég nú eiginlega komin í hann krappann með að mæta á réttum tíma í skólann. Ég ákvað að gefast ekki upp, ég skyldi geta þetta, ég hoppaði í sturtu og var snögg að, þurrkaði, makaði, málaði og klæddi mig... reddý í skólann á góðum tíma! En svo þurfti ég að teygja mig upp í skáp að sækja krem og um leið og ég er að taka það út byrja ég að sjá allt í sló mósjon, naglalakkið sér þarna leik á borði til að sleppa úr skápprísundinni og ég sé það hoppa niður á gólf, flísalagt baðherbergisgólfið! Og svo nokkrum mínútum seinna heyrði ég það smallast á gólfinu og lyktin gaus upp! Ohhh, það er ekki auðvelt að þrífa upp naglalakk. En ég spýtti bara í og þreif þetta og hljóp síðan út.. ooooog það þurfti að skafa, ég gerði 2 augu, þannig að ég rétt sá út, það reddaðist í þetta skiptið.
En gleðifréttir sem mér finnst vert að koma með er að Una er búin að panta sér flug til að koma í höfuðstað norðulands á milli jóla og nýárs! sjibbí!

6 comments:

Una said...

Oh hvað ég kannast við þetta, allt þarf að ganga á afturfótunum þegar maður er einmitt að flýta sér. Ég á minningu um að hafa lent í svipuðu atviki og þú einhvern tímann þegar ég var að flýta mér aftur í vinnuna eftir hádegismat... missti meikið í gólfið og það smallaðist!

Ó og æ hvað ég hlakka til að koma norður um áramótin! :o)

Anonymous said...

Að vera orðin og sein í skólann 7:15 ... sko ég snooza svona til korter í 8 og þá á ég eftir að klæða mig taka mig til bursta tennur koma mér út í bíl oooog keyra í skólann og ég bý í RVK ... eg er klárlega pró í þessu miðað við þig ;) hehehe!

Þú ert ágæt ....
kv - andrea

Skotta said...

Ok, Valdís... Þessi skóli er alveg að hafast... Og svo kem ég og Jón og jólin og svo Gúbbý og áramótin og við lifum hamingjusöm til æviloka... Jess! Og á morgun muntu eiga góðan dag og fá fullt af pökkum og þú munt enn og aftur uppgötva hversu margir í þessum heimi elska þig bara fyrir að vera Valdís... Knús frá Helgu andarunga

Anonymous said...

til hamingju með daginn gamla, reyndu að njóta dagsins þrátt fyrir ömurlegt prófstress :)

Anonymous said...

Til hamingju með daginn klaufabárður:)

Lilý said...

til hammo med ammo (sjitt hvad eg er omurleg vinkona)