Saturday, December 02, 2006

Próf!

Ef orðinu próf er flett upp í íslenskri orðabók má sjá að það orð hefur ýmsar merkingar, hér eru nokkar:
  • áhyggjur
  • stress
  • svefnleysi
  • óhollt matarræði
  • enginn aflögu tími
  • magaverkur
  • þreyta
  • vanlíðan
  • ekkert Prison Break
  • enginn tími til að blogga
  • enginn tími til að lesa og kommenta á önnur blogg
  • varla tími til að hugsa um nuddgallann
  • erfitt að koma ræktinni að
  • það að þrífa ruslageymsluna verður spennandi (við erum einmitt fyrir svo ótrúlega heppin að vera með sameignina akkúrat í prófunum)
skýringarnar eru fleiri, ég hef bara ekki tíma til að skrifa þær hér. I will be back um miðjan desember, gangi ykkur vel í ykkar prófum!
-ciao-

6 comments:

Una said...

Nú skal ég vera fyrst!

Gangi þér sem allra best elskan mín :o)

Anonymous said...

Gangi þér vel dúllan mín, við sjáumst nú kannski eitthvað í ræktinni.

Lilý said...

Love jú!

Anonymous said...

Sko, mér þætti ekkert óeðlilegt að vanlíðan, þreyta og magaverkur væri bein afleiðing óholls mataræðis, svefnleysis og engrar hreyfingar!

Nú verður mér hugsað til ræðunnar sem Jón Már (þá sem aðst.skólameistari) hélt yfir okkur þegar ég var í MA og prófin voru að byrja. Hann sagði að maður ætti að sofa vel, borða vel og læra passlega. Held að það sé ekki svo vitlaust.

Gangi þér rosalega vel og hugsaðu fallega til verðlaunapeningsins okkar þegar illa gengur!

um okkur said...

Próftíð stendur alltaf fyrir sínu.. og maður verður alltaf jafn glaður þegar hún er búin..

En gangi þér bara sem allra best og auðvitað massarðu þetta af.

Skotta said...

Ég hugsa svo mikið til þín og sendi þér alla góða strauma.