..það er spurningin.
Það gæti þó ekki verið betri tími til að gera það heldur en akkúrat núna þegar ég er í prófum. Ég er búin með 4 af 6 og yfirleitt þegar þannig er komið þá er maður bara nokkuð rólegur því að erfiðustu prófinu eru oftast fyrst. En það er ekki þannig núna, ég á eftir að fara í félagsfræði og sálfræði. Félagsfræðin er frumlestur á efninu þannig að ég er ekki bjartsýn á það próf og sálfræðin er frumlestur að hluta til, við tókum eitt hlutapróf í vetur. Við hjúkkurnar erum búnar að eyða síðustu tvemur vikum upp í Valhöll að læra, þar er ekkert net eða annað sem getur truflað okkur, við tímum varla að taka matarpásur svo æstar erum við í lærdómnum. Einn daginn vorum við svo æstar að við sátum í 12 tíma með kannski svona 2 matarpásum og 2 pissupásum og þegar ég kom heim var ég með bjúg á fótunum takk fyrir pent! Eftir þetta fórum við að verða aðeins meðvitaðri um mikilvægi þess að standa aðeins upp. En þetta er búin að vera frekar erfið próftíð þar sem kroppurinn er farinn að finna aðeins fyrir þessari auka manneskju og mér er verður svo illt í bakinu við að sitja svona lengi, en það er víst ekki um annað að ræða. Ég fékk í afmælisgjöf tvö gjafabréf í nudd og ég á tíma 13. des klukkutíma eftir prófið, mm mm mm hvað það verður næs! svo ætla ég að eiga hinn tímann til góða. Hver veit nema að ég splæsi bara á mig fleirum ef ég er að fíla þetta í botn.
En mér er víst ekki lengur til setunnar boðið, allavegana ekki hérna fyrir framan tölvuna, ætli það sé ekki best að reyna að klára þessa próftíð af þó svo að það sé kannski ekki með stæl.
Á næstu önn....
Sunday, December 09, 2007
Thursday, November 08, 2007
Suðurferðin gekk vel, stóráfallalaust fyrir sig. Keyrðum rólega suður sökum veðurs en það var bara gaman, bílaleikir og skemmtilegheit. Föstudagurinn fór í verslunarleiðangur það var gaman, við gátum eytt alveg helling af peningum og komum hiem klifjuð af fötum. Kvöldið var rólegt, horfðum á útsvar og svo sænskan glæpaþátt. 100 ára skátastarfi var svo fagnað í Fífunni og þeir 4 tíma sem ég var þarna voru líklega hápunktur ferðarinnar! þetta var geggjað gaman. Um kvöldið var svo spilað, við Þórunn unnum teiknispilið með stæl og fórum sælar að sofa. Á sunnudagsmorgninum fórum við svo í keilu og við unnum keilumól Klakks 3. nóvember 2007.
Vikan er ekki búin að vera góð, hún er svo sem búin að ganga stóráfallalaust fyrir sig en það er sko nóg að gera, undirbúa árshátíð og vinna að tveimur hópverkefnum sem á að skila á þriðjudaginn.
Ég kúplaði mig út úr þessu öllu um daginn og setti jólalög á fóninn og leyfði mér að hlakka til jólanna.
Vikan er ekki búin að vera góð, hún er svo sem búin að ganga stóráfallalaust fyrir sig en það er sko nóg að gera, undirbúa árshátíð og vinna að tveimur hópverkefnum sem á að skila á þriðjudaginn.
Ég kúplaði mig út úr þessu öllu um daginn og setti jólalög á fóninn og leyfði mér að hlakka til jólanna.
Tuesday, October 30, 2007
Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó!
mmm! það er kominn snjór! það er bara orðið jólalegt úti og ég þarf að passa mig á að fara bara ekki að syngja jólalög, mm ég hlakka til þegar þau fara í spilun. Ekki það að ég hef eiginlega ekki tíma til að hlakka til jólanna fyrr en þau eru bara komin, en það þýðir þá líklega að ég þurfi ekki að bíða eins lengi eftir þeim.
Við erum í heilsusálfræðiáfanga í skólanum, hann er byggður upp með tveimur hlutaprófum og einu lokaprófi. Við þreyttum fyrra hlutaprófið síðasta mánudag og við stelpurnar eyddum helginni sveittar í bústað á Illugastöðum við að læra fyrir það. Prófið var svo 10 krossar, 7 skilgreiningar og 2 ritgerðir. Mér gekk vel í krossunum, ekki eins vel í skilgreiningunum, vissi bara 4 af 7 og svo átti að velja eina ritgerð og mér gekk vel með hana. Þegar ég kom svo fram eftir prófið þá var verið að ræða það eins og gengur og gerist og þá kemur það upp úr dúrnum að það átti bara að svara 4 af 7 skilgreiningum! Ég fór að tala við kennarann eftir á til að útskýra fyrir honum þessi mistök mín sem fólust í því að ég las ekki leiðbeiningarnar og ég las heldur ekki yfir prófið því að ég þurfti að flýta mér svo mikið út því að ég var alveg að pissa á mig og ég vissi ekki hvort að hann myndi leyfa mér að fara á klóið í svona litlu prófi. Hamn sagðist líklega þurfa að láta fyrstu 4 gilda, sem er sorglegt af því að ég kunni fyrstu skilgreininguna og svo 3 síðustu. Sorglegt, ég grét næstum af pirringi.
Það stefnir allt í suðurferð á föstudaginn, jibbí.
Við erum í heilsusálfræðiáfanga í skólanum, hann er byggður upp með tveimur hlutaprófum og einu lokaprófi. Við þreyttum fyrra hlutaprófið síðasta mánudag og við stelpurnar eyddum helginni sveittar í bústað á Illugastöðum við að læra fyrir það. Prófið var svo 10 krossar, 7 skilgreiningar og 2 ritgerðir. Mér gekk vel í krossunum, ekki eins vel í skilgreiningunum, vissi bara 4 af 7 og svo átti að velja eina ritgerð og mér gekk vel með hana. Þegar ég kom svo fram eftir prófið þá var verið að ræða það eins og gengur og gerist og þá kemur það upp úr dúrnum að það átti bara að svara 4 af 7 skilgreiningum! Ég fór að tala við kennarann eftir á til að útskýra fyrir honum þessi mistök mín sem fólust í því að ég las ekki leiðbeiningarnar og ég las heldur ekki yfir prófið því að ég þurfti að flýta mér svo mikið út því að ég var alveg að pissa á mig og ég vissi ekki hvort að hann myndi leyfa mér að fara á klóið í svona litlu prófi. Hamn sagðist líklega þurfa að láta fyrstu 4 gilda, sem er sorglegt af því að ég kunni fyrstu skilgreininguna og svo 3 síðustu. Sorglegt, ég grét næstum af pirringi.
Það stefnir allt í suðurferð á föstudaginn, jibbí.
Wednesday, October 24, 2007
Rembingur!
já, ég er alveg að rembast, rembast í þessum blessaða skóla, rembast við að blogga við og við, rembast við að halda uppi skátastarfi, rembast við að borða hollt og hreyfa mig!
En ég nenni nú ekki að tala um það þessi fáu skipti sem að ég kem hérna inn. Það sem ég nenni hinsvegar að tala um eru rimlagardínur! hvað er málið með rimlagardínur. Það sem að mér finnst verst við þær er það að það er svo svakalega leiðinlegt að þrífa þær, það er alveg bara drep, maður stríkur ekkert bara af rétt í leiðinni af því að maður er með tuskuna á lofti, nei þetta er eitthvað sem að þarf að taka sér bara dag í! Það er annað með rimlagardínur, þegar maður skrúfar fyrir þær þá er hægt að gera það á rétta vegu og ranga vegu. Af hverju myndi fólk skrúfa fyrir þær á ranga vegu? það bara skil ég ekki. Ég hef nú oft rætt þetta við hann unnusta minn og hann bara skilur ekki að þetta sé mér svona mikið mál. Þegar ég fer svo á fætur í morgun með allt á hornum mér af því að það var einhver helvítis andskotans grafa með þvílíkan hávaða hérna fyrir utan klukkan 8 í morgun og ég hafði gert ráð fyrir því að sofa til 9. En jæja, ég kem fram og hvað er það fyrsta sem ég sé, það er dregið fyrir gluggan í stofunni á rangan hátt. jiminn eini ég veit ekki hvert ég ætlaði.
En ég nenni nú ekki að tala um það þessi fáu skipti sem að ég kem hérna inn. Það sem ég nenni hinsvegar að tala um eru rimlagardínur! hvað er málið með rimlagardínur. Það sem að mér finnst verst við þær er það að það er svo svakalega leiðinlegt að þrífa þær, það er alveg bara drep, maður stríkur ekkert bara af rétt í leiðinni af því að maður er með tuskuna á lofti, nei þetta er eitthvað sem að þarf að taka sér bara dag í! Það er annað með rimlagardínur, þegar maður skrúfar fyrir þær þá er hægt að gera það á rétta vegu og ranga vegu. Af hverju myndi fólk skrúfa fyrir þær á ranga vegu? það bara skil ég ekki. Ég hef nú oft rætt þetta við hann unnusta minn og hann bara skilur ekki að þetta sé mér svona mikið mál. Þegar ég fer svo á fætur í morgun með allt á hornum mér af því að það var einhver helvítis andskotans grafa með þvílíkan hávaða hérna fyrir utan klukkan 8 í morgun og ég hafði gert ráð fyrir því að sofa til 9. En jæja, ég kem fram og hvað er það fyrsta sem ég sé, það er dregið fyrir gluggan í stofunni á rangan hátt. jiminn eini ég veit ekki hvert ég ætlaði.
Saturday, October 06, 2007
Þvílík viðbrögð!
En jæja, ég er svo uppveðruð eftir þessi komment (veit að þau hefðu verið 3 ef að það hefði ekki verið eitthvað tölvubögg hjá Þórunni) þannig að ég er bara að hugsa um að koma með aðra færslu! Og í þessari færslu ætla ég að segja söguna af því þegar ég hélt að ég væri gengin af göflunum!
Það var hérna einn morguninn, miðvikudagsmorguninn nánar tiltekið að ég var í fríi í skólanum og ein heima. Þegar ég vakna fer ég fram í eldhús til að fá mér morgunmat og fyrir valinu verður ristað brauð og te. Þegar ég drekk te þá nota ég alltaf örlitla mjólk útí. Eftir að ég er orðin södd og sæl þá geng ég frá því sem ég notaði, set brauðið upp í skáp og mjólkina inn í ísskáp. Þetta er svo sem ekki til frásagnar, nema hvað að svo seinna um daginn ætla ég að fara að næra mig aftur eftir að hafa setið inn í stofu og lært og ég fer inn í eldhús og næ mér í það sem ég ætla að nota og sest niður. Þegar ég er að opna mjólkurfernuna þá fer ég að hugsa, ég kláraði ekki fernuna sem að ég drakk úr í morgun! hmmmmm, ég kíki inn í ísskáp til að athuga hvort að mér hafi bara yfirsést hún (nei við eigum ekki amerískan ísskáp þannig að líkurnar á því eru hverfandi). En hún var ekki þar. Það var þá sem ég fór að velta fyrir mér hvort að allt væri með felldu þarna upp hjá mér! Ég settist bara aftur og fór að borða en ég bara gat ekki einbeitt mér. Ég varð að vita hvernig þetta mjólkurmál væri. Ég stóð upp og ég kíkti inn í alla skápa í eldhúsinu, til að vita hvort að ég hefði kannski sett hana inn óvart. En hún var hvergi. Ég varð að láta mér þá niðurstöðu næga og kláraði að borða. Eftir matinn fór ég svo bara að læra þegar ég fattaði allt í einu hvað varð um mjólkina! Ég mundi það að þegar ég sat inní stofu að læra þá hafði Helgi komið heim og fengið sér að borða, og ég var bara búin að steingleyma því! Jiminn eini hvað ég var glöð að ég væri ekki að ganga af göflunum :)
Nú ætla ég að gera annan villtan hlut, jafnvel villtari en að blogga! Ég ætla í ræktina!
Það var hérna einn morguninn, miðvikudagsmorguninn nánar tiltekið að ég var í fríi í skólanum og ein heima. Þegar ég vakna fer ég fram í eldhús til að fá mér morgunmat og fyrir valinu verður ristað brauð og te. Þegar ég drekk te þá nota ég alltaf örlitla mjólk útí. Eftir að ég er orðin södd og sæl þá geng ég frá því sem ég notaði, set brauðið upp í skáp og mjólkina inn í ísskáp. Þetta er svo sem ekki til frásagnar, nema hvað að svo seinna um daginn ætla ég að fara að næra mig aftur eftir að hafa setið inn í stofu og lært og ég fer inn í eldhús og næ mér í það sem ég ætla að nota og sest niður. Þegar ég er að opna mjólkurfernuna þá fer ég að hugsa, ég kláraði ekki fernuna sem að ég drakk úr í morgun! hmmmmm, ég kíki inn í ísskáp til að athuga hvort að mér hafi bara yfirsést hún (nei við eigum ekki amerískan ísskáp þannig að líkurnar á því eru hverfandi). En hún var ekki þar. Það var þá sem ég fór að velta fyrir mér hvort að allt væri með felldu þarna upp hjá mér! Ég settist bara aftur og fór að borða en ég bara gat ekki einbeitt mér. Ég varð að vita hvernig þetta mjólkurmál væri. Ég stóð upp og ég kíkti inn í alla skápa í eldhúsinu, til að vita hvort að ég hefði kannski sett hana inn óvart. En hún var hvergi. Ég varð að láta mér þá niðurstöðu næga og kláraði að borða. Eftir matinn fór ég svo bara að læra þegar ég fattaði allt í einu hvað varð um mjólkina! Ég mundi það að þegar ég sat inní stofu að læra þá hafði Helgi komið heim og fengið sér að borða, og ég var bara búin að steingleyma því! Jiminn eini hvað ég var glöð að ég væri ekki að ganga af göflunum :)
Nú ætla ég að gera annan villtan hlut, jafnvel villtari en að blogga! Ég ætla í ræktina!
Friday, October 05, 2007
Draumar...
haha, mig dreymdi að ég hefði bloggað hérna og ég þurfti að fara inn á síðuna til að athuga hvort að það væri rétt eða ekki.. það er alveg ótrúlegt hvað draumar geta verið raunverulegir! Reyndar var sá sem mig dreymdi í nótt ekkert svo líklegur til að gerast, ég var riddari og hesturinn minn var "gyllti skjóturinn" sem þýddi það að ég var alltaf fremst þegar við (ég og herlið mitt) fórum eitthvað. Í nótt vorum við nú ekkert í sérstaklega ögrandi verkefni, við vorum að fara í kökuboð í kastala þarna rétt hjá. Þegar við vorum komin þangað þá var enginn til að taka á móti okkur og við vissum ekkert hvert við áttum að fara með hestana og þetta var allt hin mesta ringulreið. En svo fór allt saman vel og við fundum hesthúsin og gátum sest og fengið okkur kökur... skrítinn draumur...
En hvað um það, nú er ég komin hérna og byrjuð að skrifa, ég gæti allt eins skrifað einhverjar raunverulegar fréttir af mér.. eða nei annars, ég geri það næst, ég er ekki viss um að einhver fari enn hérna inn, nema kannski Una í von og óvon!
En hvað um það, nú er ég komin hérna og byrjuð að skrifa, ég gæti allt eins skrifað einhverjar raunverulegar fréttir af mér.. eða nei annars, ég geri það næst, ég er ekki viss um að einhver fari enn hérna inn, nema kannski Una í von og óvon!
Monday, May 14, 2007
Mikið lifandi skelfingar ósköp líður þessi tími hratt..
Mér finnst eins og það hafi verið í fyrradag sem að ég mætti í HA á efnafræðinámskeið hjá Sigga Bjarklind og þekkti engan. Það er eins og það hafi verið í gær sem að ég fékk út úr prófunum og komst að því að ég hefði komist áfram, af þessu má leiða að jólin koma á morgun. En ég er ekki búin að blogga hérna lengi, enda allir löngu hættir að leggja leið sína hingað. Ég er búin að lifa önn svefnsins, ég held að ég hafi aldrei sofið eins mikið eins og á þessari önn, ég svaf út í eitt í janúar og febrúar, sem er mjög skrítið því að ég hef aldrei fundið neitt sérstaklega fyrir þessari skammdegisþreytu. Bendir þetta til þess að ég sé að verða gömul? Ég hugsa ekki, enda er ég nú búin að fá 2 hint um það að ég sé ekki gömul nú á síðustu dögum, það fyrra var að ég fékk sent heim frá stjórnmálaflokkunum blaðsnepil sem að óskaði mér til hamingju með kosningarréttinn, þar sem ég var ekki komin með aldur til að kjósa í síðustu alþingiskosningum. Hitt var svo þegar við Brynhlidur ætluðum að kíkja á Kaffi Amour á föstudagskvöldið og við vorum beðnar um skilríki. En meira af þessari önn. Ég sem sagt svaf og horfði á þætti á netinu, daginn út og daginn inn. Af þessu má leiða að ég lærði ekki mikið á þessari önn, ég lærði bara ekki neitt. Það kom sér illa núna rétt eftir páska þegar ég komst að því að ég væri að fara í próf (alveg ótrúlegt hvernig svona stór staðreynd getur farið fram hjá manni).En svo komu prófin, á meðan á þeim stóð eyddi ég degi og nótt með hjúkkubeyglunum mínum upp á Hömrum, í þrjár vikur samfleitt hittumst við, þreyttar, hressar, ljótar, sætar, úldnar, svangar, veikar, glaðar og ánægðar. Það voru fáar afsakanir teknar gildar, það var helst bara ef þú þurftir að fara að eignast barn, sem ein okkar gerði. En nú bíður sumarið eftir mér, ég hlakka bara til, ég verð í 80% vinnu upp á Hlíð og sé fyrir mér að geta gert eitthvað í sumar í fyrsta sinn síðan ég var lítil og vitlaus. En ætli það endi nú samt ekki með því að maður hafi alveg nóg að gera, vinna vaktavinnu, hluti af júní fer nú í að pakka og hluti af júlí í að afpakka, ég hlakka til :)
Sunday, May 06, 2007
Mig langar í péninga...
ég var alveg að því komin að kaupa mér happdrættismiða í dag vegna þess að mig langar svo í péninga.. mér finnst alveg ótrúlega leiðinlegt að vera blönk. Svo fór ég að skoða hvernig þetta hefur komið út hjá mömmu og pabba síðustu 10 ár og þá er ég að sjá að þau eru í 18 þúsund króna tapi að meðaltali á ári, þrátt fyrir að þau hafi fengið 100.000 einu sinni. Ég hugsa að ég fjárfesti ekki í þessu á næstunni.
ég er búin með 3 próf af 6, en mér hefur aldrei gengið eins illa í próftíð, ég ætla bara að vona að ég nái, ég nenni alveg ómögulega að fara í upptökupróf! en við sjáum nú bara til, ég ætla að vona að ég fái út úr þessu sem fyrst. Svo hlakka ég bara til sumarsins, það er eins gott að það verði sól og blíða alla daga! þetta verður sumar útilega og hollustu, sumarið sem ég mun hvílast og hugsa um sjálfa mig! vá hvað ég hlakka til!
Nú eru allir að læra í kringum mig þannig að ég er að hugsa um að reyna að gera það líka, reyna að fækka upptökuprófunum sem ég þarf að taka :)
ég er búin með 3 próf af 6, en mér hefur aldrei gengið eins illa í próftíð, ég ætla bara að vona að ég nái, ég nenni alveg ómögulega að fara í upptökupróf! en við sjáum nú bara til, ég ætla að vona að ég fái út úr þessu sem fyrst. Svo hlakka ég bara til sumarsins, það er eins gott að það verði sól og blíða alla daga! þetta verður sumar útilega og hollustu, sumarið sem ég mun hvílast og hugsa um sjálfa mig! vá hvað ég hlakka til!
Nú eru allir að læra í kringum mig þannig að ég er að hugsa um að reyna að gera það líka, reyna að fækka upptökuprófunum sem ég þarf að taka :)
Tuesday, May 01, 2007
Þetta ætti að vera bannað!
Ég hélt að þeir dagar væru liðnir sem að maður þyrfti að vera að læra fyrir próf í steikjandi hita! hvað á það að þýða að það sé bara bongó blíða í apríl! Ég er bara upp á Hömrum með beyglunum að læra og reyna að læra þessa #%"%#&" fósturfræði. má ekki vera að því að blogga eitthvað svona, því að þá fell ég í þessu prófi :s
Friday, March 23, 2007
Margt að ske..
Það er sko margt búið að gerast síðan ég bloggaði hérna síðast. Helst í fréttum er líklega það að við erum búin að segja upp leigunni og svo gott sem búin að kaupa íbúð. Hún er í Hrísalundi, svalablokkinni. Hún er tveggja herbergja, 67 fermetrar. Okkur lýst bara vel á þetta allt saman, fórum suður síðustu helgi og kíktum í búðir, IKEA! vá við sáum svo mikið sem að okkur langaði að kaupa!
Ég er svo sem ekki með fleiri svona svakalegar fréttir. Hmm kannski er ég bara ekki með neinar fréttir í viðbót, allavegana ekki sem að ég man eftir eins og er.
Ég er svo sem ekki með fleiri svona svakalegar fréttir. Hmm kannski er ég bara ekki með neinar fréttir í viðbót, allavegana ekki sem að ég man eftir eins og er.
Sunday, March 04, 2007
Jeij!
Mér tókst það! mér tókst að búa til myndasíðu, sjibbí!
slóðin inn á hana er www.picasaweb.google.com/choicefairy
Árshátíðin var í gær, það var alveg ótrúlega gaman fyrir utan marðar tásur og skemmda heyrn. Palli þeytti skífum langt fram á nótt og greinilega hefur það heillað öll börn í bænum, því að það var ekkert annað en einhverjir smákrakkar þarna, og nóg af þeim! En þetta var samt alveg ótrúlega gaman og skemmtiatriðið okkar sló í gegn! En nú ætla ég að halda áfram að setja inn myndir ;)
-Valdís tölvugúru-
slóðin inn á hana er www.picasaweb.google.com/choicefairy
Árshátíðin var í gær, það var alveg ótrúlega gaman fyrir utan marðar tásur og skemmda heyrn. Palli þeytti skífum langt fram á nótt og greinilega hefur það heillað öll börn í bænum, því að það var ekkert annað en einhverjir smákrakkar þarna, og nóg af þeim! En þetta var samt alveg ótrúlega gaman og skemmtiatriðið okkar sló í gegn! En nú ætla ég að halda áfram að setja inn myndir ;)
-Valdís tölvugúru-
Sunday, February 25, 2007
Mér líst svo vel á það að Blómaval hafi flutt í húsið hjá Húsasmiðjunni, það þýðir að nú þarf fólkið sem á Kaffi rós að gera eitthvað til að laða fólk að og þau hafa fundið þvílíkt snilldarráð sem er að halda ýmsa markaði þarna. Um daginn voru þau með nærfatamarkað og þar fórum við Helga og birgðum okkur upp af brjóstahöldurum og svo var hún núna að opna nýjan markað með afgangsfötum frá Perfect, GS, gallerí og Fargo, dýrasta flíkin hjá þeim er 2.900! Það liggur við að það sé verðið fyrir að fá að máta í Fargo. Snilld.
Það sem er þó ekki jafn mikil snilld er það hvað er að verða um almenningsbókasöfn í landinu. Ég man þá tíð að maður gat fengið frítt Bókasafnskort hvar sem er og mig grunaði ekki að maður þyrfti einhverstaðar að borga fyrir annað en sektir og týnd kort. En annað kom nú á daginn hérna fyrr í vikunni þegar Una ætlaði að taka fyrir mig bækur sem voru til í Hafnafyrði og senda móður sína með hana norður, úr þessu varð alveg heljarinnar vesen sem endaði svo með því að Una fór fýluferð og ég þurfti að panta bókina í millisafnsláni. Piff.
Jæja, nú er ég búin að sitja í 10 mínútur og láta mér detta eitthvað annað merkilegt í hug til að segja en það kemur ekkert, ætli ég verði þá ekki bara að fara að sofa. Eða nei, ég man eitt! úff ég verð bara pirruð áður en ég næ að skrifa það. Í gær fór Helgi með föt niður í þvottavélina, hann ætlaði bara að setja í eina vél og hann sá að það hafði enginn pantað hana fyrir daginn þannig að hann stakk bara í eina vél og bókaði vélina ekki neitt, því að hann ætlaði ekki að nota hana. Svo þegar hann fór niður seinna um daginn til að ná í þvottinn, þá sér hann það að það hafði einhver tekið þvottinn úr henni og sett hann á bekkinn, af því að hann hefði ætlað að fara að nota hana, sem að hefði verið allt í lagi ef að hann hefði leyft henni að klára! þá hafði ófétið bara stoppað vélina af því að Helgi hafði ekki skrifaði þetta í bókina þannig að þvotturinn okkar lá bara þarna á bekknum óþveginn og rennandiblautur! Er það nú dónaskapur!
-Tschüss-
Það sem er þó ekki jafn mikil snilld er það hvað er að verða um almenningsbókasöfn í landinu. Ég man þá tíð að maður gat fengið frítt Bókasafnskort hvar sem er og mig grunaði ekki að maður þyrfti einhverstaðar að borga fyrir annað en sektir og týnd kort. En annað kom nú á daginn hérna fyrr í vikunni þegar Una ætlaði að taka fyrir mig bækur sem voru til í Hafnafyrði og senda móður sína með hana norður, úr þessu varð alveg heljarinnar vesen sem endaði svo með því að Una fór fýluferð og ég þurfti að panta bókina í millisafnsláni. Piff.
Jæja, nú er ég búin að sitja í 10 mínútur og láta mér detta eitthvað annað merkilegt í hug til að segja en það kemur ekkert, ætli ég verði þá ekki bara að fara að sofa. Eða nei, ég man eitt! úff ég verð bara pirruð áður en ég næ að skrifa það. Í gær fór Helgi með föt niður í þvottavélina, hann ætlaði bara að setja í eina vél og hann sá að það hafði enginn pantað hana fyrir daginn þannig að hann stakk bara í eina vél og bókaði vélina ekki neitt, því að hann ætlaði ekki að nota hana. Svo þegar hann fór niður seinna um daginn til að ná í þvottinn, þá sér hann það að það hafði einhver tekið þvottinn úr henni og sett hann á bekkinn, af því að hann hefði ætlað að fara að nota hana, sem að hefði verið allt í lagi ef að hann hefði leyft henni að klára! þá hafði ófétið bara stoppað vélina af því að Helgi hafði ekki skrifaði þetta í bókina þannig að þvotturinn okkar lá bara þarna á bekknum óþveginn og rennandiblautur! Er það nú dónaskapur!
-Tschüss-
Sunday, February 18, 2007
Læri læri tækifæri...
Í dag hefur gefist tækifærið til að læra! Helgi er í burtu og ég er ekki að vinna. Ég svaf út og vaknaði fersk þannig að þetta hefði ekki getað verið betra. En ég ákvað að gera ekki neitt í staðin. Ég skoðaði allar síður á netinu sem mér datt í hug, tvisvar, talaði við Lilý á skype og kíkti svo aðeins aftur á helstu síðurnar. Nú er svo komið að ég er að fara í bollukaffi til múttu þannig að ég næ hreinlega bara ekkert að læra í dag, bömmer.
En talandi um bollukaffi, þá skal ég segja ykkur það að ég verð eiginlega að borða tvöfaldan skammt núna vegna þess að það eru tvö ár síðan ég fékk mér síðast bollur, það var ekki svoleiðis munað að fá í Sölden. Svo er að koma öskudagur, allir litlu krakkarnir búnir að hafa áhyggjur síðan í byrjun árs hvað þeir ættu eiginlega að vera og hvaða lög þau ættu að syngja, klukkan hvað á að fara á fætur og í hvaða búðir á að fara og síðast en ekki síst í hvaða liði þau ættu að vera. Það var nú ekki alltaf dans á rósum að vera lítill. Mig langaði alltaf að vera flugbangsi, fékk það aldrei. Það var sárt að verða stór og þurfa að hætta þessari hefð, við stelpurnar slepptum þó ekki alveg jafn snemma og aðrir, fórum í Brynju eitt árið og sungum fyrir ís. Næsta öskudag reikna ég ekki með að syngja neitt, sé ekki fram á að verða vör við hann af því að ég er orðin stór.
Í gærkvöldi vorum við með matarboð, eins og stóra fólkið gerir. Anna og Jens komu og borðuðu hjá okkur, ég vona að við höfum ekki sent þau heim með Salmonellu, kjúllinn sem við buðum upp á var næstum lifandi í fyrstu atrennu, honum var stungið í ofninn med det samme og ég vona að enginn hljóti skaða af.
Og að öðru, internetið er alveg stórhættulegur hlutur, það getur stolið fleiri klukkutímunum frá manni, síður eins og alluc.org og peekvid.com eru ekki sniðugar!
Þetta var allt, Helgi búinn í sturtu og við á leið í bollu!
-Valdís-
En talandi um bollukaffi, þá skal ég segja ykkur það að ég verð eiginlega að borða tvöfaldan skammt núna vegna þess að það eru tvö ár síðan ég fékk mér síðast bollur, það var ekki svoleiðis munað að fá í Sölden. Svo er að koma öskudagur, allir litlu krakkarnir búnir að hafa áhyggjur síðan í byrjun árs hvað þeir ættu eiginlega að vera og hvaða lög þau ættu að syngja, klukkan hvað á að fara á fætur og í hvaða búðir á að fara og síðast en ekki síst í hvaða liði þau ættu að vera. Það var nú ekki alltaf dans á rósum að vera lítill. Mig langaði alltaf að vera flugbangsi, fékk það aldrei. Það var sárt að verða stór og þurfa að hætta þessari hefð, við stelpurnar slepptum þó ekki alveg jafn snemma og aðrir, fórum í Brynju eitt árið og sungum fyrir ís. Næsta öskudag reikna ég ekki með að syngja neitt, sé ekki fram á að verða vör við hann af því að ég er orðin stór.
Í gærkvöldi vorum við með matarboð, eins og stóra fólkið gerir. Anna og Jens komu og borðuðu hjá okkur, ég vona að við höfum ekki sent þau heim með Salmonellu, kjúllinn sem við buðum upp á var næstum lifandi í fyrstu atrennu, honum var stungið í ofninn med det samme og ég vona að enginn hljóti skaða af.
Og að öðru, internetið er alveg stórhættulegur hlutur, það getur stolið fleiri klukkutímunum frá manni, síður eins og alluc.org og peekvid.com eru ekki sniðugar!
Þetta var allt, Helgi búinn í sturtu og við á leið í bollu!
-Valdís-
Thursday, February 15, 2007
Hmmm
Ekki getur verið að einhver viti hvað er um að vera hérna til hliðar í síðunni.. það er eins og blogger lesi ekki íslensku stafina og ég kann ekki að laga þetta, ég helt að þetta myndi kannski lagast af sjálfu sér eins og þetta brenglaðist af sjálfu sér, en svo virðist ekki vera..
Ohh tölvan mín er aftur búin að vera biluð og ég fór með hana í viðgerð og hún var þar í næstum viku og ég fékk hana ennþá bilaða til baka af því að það á eftir að panta eitthvað móðurborð til að setja í hana, ég ætla að vona að það muni ekki taka langan tíma. Rosalega hlýtur það að hafa verið einfaldara þegar það var ekki öll þessi tækni. Þegar gsm símar voru nýjung og þeir sem áttu svoleiðis voru alveg ótrúlega svalir með aukatösku undir símann og allr sem honum fylgdi. Í dag er það þannig að um 10 ára aldur eru flestir á 2 eða 3 símanum sínum. Þegar tölvur voru nýjung á heimilum og til að komast inn í það sem maður vildi þurfti maður að skrifa dos/leikir/tetris eða eitthvað álíka en nú eru allir komnir með xp og eitthvað sem að enginn kann á og ef það bilar þá þarf maður bara að bíða í viku! En allavegana, þetta er ekkert skemmtilegt raus, hinsvegar er gaman að hugsa til þess að þetta sem ég var að tala um var fyrir um það bil 10 árum, ég væri til í að geta kíkt 10 ár fram í tímann og séð hvað verður í gangi þá..
En allavegana.. ef að einhver kann að laga þetta linkadót þá væri það fínt :)
Ohh tölvan mín er aftur búin að vera biluð og ég fór með hana í viðgerð og hún var þar í næstum viku og ég fékk hana ennþá bilaða til baka af því að það á eftir að panta eitthvað móðurborð til að setja í hana, ég ætla að vona að það muni ekki taka langan tíma. Rosalega hlýtur það að hafa verið einfaldara þegar það var ekki öll þessi tækni. Þegar gsm símar voru nýjung og þeir sem áttu svoleiðis voru alveg ótrúlega svalir með aukatösku undir símann og allr sem honum fylgdi. Í dag er það þannig að um 10 ára aldur eru flestir á 2 eða 3 símanum sínum. Þegar tölvur voru nýjung á heimilum og til að komast inn í það sem maður vildi þurfti maður að skrifa dos/leikir/tetris eða eitthvað álíka en nú eru allir komnir með xp og eitthvað sem að enginn kann á og ef það bilar þá þarf maður bara að bíða í viku! En allavegana, þetta er ekkert skemmtilegt raus, hinsvegar er gaman að hugsa til þess að þetta sem ég var að tala um var fyrir um það bil 10 árum, ég væri til í að geta kíkt 10 ár fram í tímann og séð hvað verður í gangi þá..
En allavegana.. ef að einhver kann að laga þetta linkadót þá væri það fínt :)
Sunday, February 11, 2007
Passið ykkur bara..
Já nú getið þið farið að vara ykkur! því í gær fórum við hjúkkurnar niður á FSA og fengum að stinga hvor aðra :) jebbs, nú kann ég að taka blóð úr fólki og hef í hyggju að fara niður í apótek og kaupa mér sprautur til að æfa mig heima.. Þetta var alveg magnað, svolítið ógnvekjandi í fyrstu, ég var alveg skíthrædd um að Helga myndi stinga mig til bana hreinlega, en hún stóð sig alveg með prýði kellan, ég er bara með smá marblett. Svo löggðumst við ein af annarri á bekkinn og þetta gekk eins og í sögu. EFtir það fengum við að fylgjast með öllu ferlinu, frá því að þetta var í litlum glösum, þar til að niðurstöðurnar voru komnar. En nú er ég að hugsa um að fara í afgangskökur i Byggðaveginum því að ég missti af þeim í gær ;)
ciao..
ciao..
Sunday, February 04, 2007
Undur og stórmerki
Já, það ómögulega hefur gerst! Í gær þá lærði ég heima! já, ég opnaði bókin og las, ég las eins og það væri engin morgundagur, ég las 2 og 1/2 kafla! sem að þýðir að ég á bara eftir að lesa hálfan kafla til að ná kennaranum í þessu fagi. (tölum ekkert um hin 5 sem ég er í).
Þá eru öll lögin búin í undankeppninni í júróvisjón.. hver fer fyrir okkar hönd? dunununu..
Þá eru öll lögin búin í undankeppninni í júróvisjón.. hver fer fyrir okkar hönd? dunununu..
Monday, January 22, 2007
Eirðarlaus.is
Ég veit ekki hvað ég á að gera í þessu, ég er svo hrikalega eiðrarlaus þessa dagana, og eiginlega bara alveg síðan ný önn byrjaði. Ég get ekki fengið mig til að einbeita mér að neinu í meira en 10 mínútur. Ég er alveg úti að aka í tímum í skólanum og gæti allt eins verið heima hjá mér og svo er ég bara í ruglinu þegar ég er að reyna að læra heima. Svo hugsar maður alltaf bara á morgun, en það gerist ekkert þá frekar en fyrri daginn. Ég er núna búin að eyða þónokkuð löngum tíma í það að lesa blogg hjá fólki sem ég þekki ekki (og eftir að hafa viðurkennt það hérna á alheimsvefnum mana ég alla þá sem lesa þetta blogg að kommenta, þrátt fyrir lítil eða engin tengsl okkar á milli) en já, inn á þessum bloggum hjá ókunnugu fólki var ég að skoða myndir, og þetta voru helst myndir úr Sölden. Ég varð eiginlega bara döpur! Þetta hlýtur að hafa verið besta ákvörðun sem ég hef nokkurn tíman tekið. Þessi tími þarna úti var klárlega sá besti, og ekki spillti það nú fyrir að Una kom í heimsókn til mín, tvisvar! En nú langar mig bara að láta nokkrar Sölden myndir fylgja með og þakka öllum þeim sem voru með mér þarna úti fyrir að gera þetta viðburðaríkasta og skemmtilegasta vetur ævi minnar! *snökt*
Þessi kall hélt okkur í hláturskasti heilt kvöld!
Vá! er þetta eitthvað grín hvað ég er tölvufötluð! en jæja, ég kom allavegana þessum þrem myndum inn. Ég nenni ekki að vesenast við að finna aftur hinar sem virðast hafa horfið!
Þessi kall hélt okkur í hláturskasti heilt kvöld!
Vá! er þetta eitthvað grín hvað ég er tölvufötluð! en jæja, ég kom allavegana þessum þrem myndum inn. Ég nenni ekki að vesenast við að finna aftur hinar sem virðast hafa horfið!
Monday, January 15, 2007
Gleðilegt ár..
Ætli það sé ekki kominn tími á nýtt blogg og gott betur en það. Það hefur margt gerst síðan ég skrifaði hérna síðast, ég er búin að taka síðasta klásus prófið og ég er búin að halda upp á það að vera búin með því að bruna suður og koma í óvænta heimsókn til Unu. Jólin eru komin, og því miður eru þau farin líka. Ég er búin að halda mín fyrstu alvöru jól að heiman (ég tel Sölden ekki með sem jól) og tel það hafa heppnast einstaklega vel. Ég er hinsvegar ekki búin að henda jólatréinu, við vorum of sein þegar ruslakallarnir voru á ferðinni þannig að það stendur bara hérna úti. Ég er farina ð velta því fyrir mér hvort að þetta sé ekki bara fínasta sparnaðar ráð, ég nota þetta bara aftur á næsta ári. Fleiri hlutir sem ég er búin að gera, ég er búin að trúlofa mig, nú verður ekki aftur snúið. Ég er búin að fara í brúðkaup og skemmta mér konunglega. Um jólin spilaði ég líka alveg helling og prófaði þriggja manna aksjónarí með Kára og Tótu. Ég tók þátt í flugeldasölunni að vanda og við tókum eitt stykki næturvakt. Ég er búin að hafa Unu í heimsókn í langan og ofboðslega góðan tíma, Þórunn var líka hér í langan tíma og það var æði, aðrir voru styttri tíma, en það er ekki magn heldur gæði sem skiptir máli og gæðin voru sko góð! Svo er ég búin að byrja á nýrri önn í skólanum og ég er búin að taka eitt próf og ég er enn ekki byrjuð að lesa í neinu fagi, þarf samt virkilega að fara að taka mig saman í andlitinu. Núna er ég búin að skrifa miklu lengra blogg en ég ætlaði og sé það núna eftir á að klárlega hefði það verið hentugra að setja þetta blogg fram í punktafærslu, en þar sem að ég er eiginlega alveg búin á því núna þá nenni ég ekki að breyta því. Ég ætla bara að enda þessa bloggfærslu með því að óska öllum velunnurum nær og fjær gleðilegs árs!
Subscribe to:
Posts (Atom)