Monday, May 14, 2007
Mikið lifandi skelfingar ósköp líður þessi tími hratt..
Mér finnst eins og það hafi verið í fyrradag sem að ég mætti í HA á efnafræðinámskeið hjá Sigga Bjarklind og þekkti engan. Það er eins og það hafi verið í gær sem að ég fékk út úr prófunum og komst að því að ég hefði komist áfram, af þessu má leiða að jólin koma á morgun. En ég er ekki búin að blogga hérna lengi, enda allir löngu hættir að leggja leið sína hingað. Ég er búin að lifa önn svefnsins, ég held að ég hafi aldrei sofið eins mikið eins og á þessari önn, ég svaf út í eitt í janúar og febrúar, sem er mjög skrítið því að ég hef aldrei fundið neitt sérstaklega fyrir þessari skammdegisþreytu. Bendir þetta til þess að ég sé að verða gömul? Ég hugsa ekki, enda er ég nú búin að fá 2 hint um það að ég sé ekki gömul nú á síðustu dögum, það fyrra var að ég fékk sent heim frá stjórnmálaflokkunum blaðsnepil sem að óskaði mér til hamingju með kosningarréttinn, þar sem ég var ekki komin með aldur til að kjósa í síðustu alþingiskosningum. Hitt var svo þegar við Brynhlidur ætluðum að kíkja á Kaffi Amour á föstudagskvöldið og við vorum beðnar um skilríki. En meira af þessari önn. Ég sem sagt svaf og horfði á þætti á netinu, daginn út og daginn inn. Af þessu má leiða að ég lærði ekki mikið á þessari önn, ég lærði bara ekki neitt. Það kom sér illa núna rétt eftir páska þegar ég komst að því að ég væri að fara í próf (alveg ótrúlegt hvernig svona stór staðreynd getur farið fram hjá manni).En svo komu prófin, á meðan á þeim stóð eyddi ég degi og nótt með hjúkkubeyglunum mínum upp á Hömrum, í þrjár vikur samfleitt hittumst við, þreyttar, hressar, ljótar, sætar, úldnar, svangar, veikar, glaðar og ánægðar. Það voru fáar afsakanir teknar gildar, það var helst bara ef þú þurftir að fara að eignast barn, sem ein okkar gerði. En nú bíður sumarið eftir mér, ég hlakka bara til, ég verð í 80% vinnu upp á Hlíð og sé fyrir mér að geta gert eitthvað í sumar í fyrsta sinn síðan ég var lítil og vitlaus. En ætli það endi nú samt ekki með því að maður hafi alveg nóg að gera, vinna vaktavinnu, hluti af júní fer nú í að pakka og hluti af júlí í að afpakka, ég hlakka til :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Til hamingju að vera búin í prófunum. Og veistu, bara eftir viku eða svo verðurðu orðin hjúkka með þessu áframhaldi ;op
Sjáumst fljótlega.
Haha til hamingju með kosningaréttinn já!
Hlakka til að kíkja í nýju höllina!!
Já Valdís mín tíminn er fljótur að líða og núna er sumarið að verða búið...er ekki að fara að koma tími til að koma með blogg??
Post a Comment